Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Side 59

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Side 59
BÓKMENNTIR 201 er lítið skárri en tilgáturnar, sem um ræðir á bls. 97 og „flestar eiga það sameiginlegt að gera Snorra að óvenjulega ómerkilegum manni, seilzt jafnvel svo langt, að Snorri er ekki einusinni haldinn maður til fram- kvæmda slíks stórræðis sem að svíkja ætt- jörð sína, þrátt fyrir einlægan vilja". (Það er ekki að furða þótt klerkur sé hneykslaður, þetta er þó það minnsta, sem krafizt verður af nokkrum manni). Síra Gunnar leiðréttir hina fyrri sagnfræð- inga með því að nefna dæmi „skefjalauss áróðurs Snorra gegn ásælni norska konungs- valdsins til yfirráða á íslandi" (bls 130). Egils saga lýsir „stéttastyrjöldinni milli norskra konunga og þeirra Borgarfeðga" (bls. 152). Snorri er ekki sá skynskiptingur, að hann láti ekki „vitandi áróðursbragð" (bls. 132) sitja í fyrirrúmi fyrir sannri frá- sögn. Hann skrifar „í því markmiði að ófrægja norska konungsvaldið í augum Is- lendinga" (bls. 137). Já, vissulega er hann „markviss áróðursmaður" (bls. 127), en Noregs höfðingjar eru svo skyni skroppnir að þeir launa honum fyrst með því að gera hann að skutilsveini sínum, síðan að lend- um manni, og loks gerir Skúli jarl hann að sumra sögn að „Folgsnarjarli", en samkvæmt kenningu þeirri, sem síra Gunnar aðhyllist, svarar það einna nánast til Grímseyjargreifa á nútímamáli. Það er ekki að furða þótt síra Gunnar endurtaki á bls. 127 með velþóknun ummæli Bjöms Þorsteinssonar sagnfræðings: „Glæsi- legasti þegn höfðingjastéttar Sturlungaaldar, Snorri Sturluson, samdi níðritið Heimskringlu um Noregskonunga þjóð vorri til vamaðar í viðskiptum við norska ríkið". Svartur, skáld Ólafar ríku, „kvað lof- mansaung um hústrúna. Og sem hann kvað fyrir henni, sagði hún. Ekkinúmeira, Svartur minn". -----Ytri búningur bókarinnar er smekk- legur og skemmtilegur, svo sem oft er um bækur Heimskringlu. Stíll síra Gunnars er vanalega léttur aflestrar, en ekki hortittalaus, einkum þegar kennimaðurinn í honum kemst í algleyming. „Glæsilegur" og „glæstur" em meðal uppáhaldsorða hans og koma stund- um kynduglega fyrir, en þó er það ekkert á móti áhrifssögninni að „glæsa" (bls. 146). Manni kemur á óvart, að höfundur, sem að- hyllist hina efnahagslegu söguskoðun marx- ista, kann ekki greinarmun á „ágimd" og „nízku" (bls. 53). Einkennilegt er að nota orðin „viðbrögð" og „frumdrög" sem kven- kynsorð í eintölu, en það er gert á bls. 138 og 156. Þó eru þetta kannske prentvillur, því að þær em alltof margar í bókinni og sumar afleitar. T. d. var Sigurður skólastjóri á Hvítárbakka Þórólfsson og ekki Þórðar- son (bls. 73), og á bls. 101 vantar heila setn- ingu, sem miklu máli skiptir fyrir sam- hengið, í tilvitnun úr Flateyjarbók. Á bls. 121 er farið rangt með nafn hinnar postul- legu bókar Björns Þorsteinssonar, kölluð „ís- lenzka lýðveldið" í stað „íslenzka þjóðveld- ið". Sjaldgæft mun vera, að nokkur bók sé svo vitlaus, að hún viti ekki hvað hún heitir, en á 2. bls. þessa rits er undirtitill þess talinn: „leikmaður krefur kunnar heimildir". Á stöku stað verður ekki séð, hvort um er að ræða „marxisma for viderekomne" eða prentvillur, enda skiptir það ekki máli fyrir aðra. Heildarniðurstaðan eftir lestur ritsins er sú, að í þeim -köflum, þar sem síra Gunnari hefir tekizt að komast úr hempunni frá Kreml, hafi hann um ýmislegt gert hlut Snorra betri í augum lesandans en hann var áður. Þó er þar skemmst af að segia, að hann heldur áfram að vera maður, sem sóttist mjög eftir „auðæfum, völdum og met- orðum" og leit aðeins á skáldskap sinn og fræðimennsku sem „íþrótt vammi firrða", dægrastyttingu og áhugamál, sem höfðingja sómdi. En kennimannlegu kaflana er varla unnt að lesa öðruvísi en sem gamanrit. Við samanburð á þeim og ritum sumra marxista- postulanna koma manni helzt í hug orð guðfræðiprófessorsins Homemanns: „Það er nógu fráleitt sem postulinn segir, þótt þér gerið það ekki tífalt fráleitara." Pétur Benediktsson

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.