Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Page 62
204
HELGAFELL
Júlíana hefur hlofi?5 mikið lof fyrir mynd-
vefnað sinn, og þar hefur hún máske náð
lengst í list sinni. Þar finnst mér hún stærst,
djörf og sterk í einfaldleik sínum, og lengi
munu íslenzkar konur, sem við myndvefnað
fást, geta lært af hinni öldnu listakonu.
Júlíana hefur áratugum saman verið bú-
sett í Kaupmannahöfn, og eru verk hennar
þess vegna ekki eins þekkt hér á landi og
skyldi, en í Danmörku nýtur hún mikils og
verðskuldaðs álits og er ein af föstum sýn-
endum í Charlottenborgarhöll.
Menntamálaráð á þakkir skilið fyrir að
kynna íslenzkum almenningi list Júlíönu
Sveinsdóttir með svo myndarlegri sýningu
— og hafi Júlíana stóra þökk fyrir komuna.
Jón Engilberts
Sýningar ^orfið var frá því að hafa
, . listsýningu í sal Ásmundar Sveins-
salunnn _ , ,
sonar við Freyjugotu, hefir vant-
að hér tilfinnanlega stað, þar sem hægt var
að koma upp litlum skyndisýningum á lista-
verkum og listiðnaði.
Nú hafa þau hjónin Sigríður Davíðsdóttir
og Gunnar S. Magnússon, listmálari, tekið
á leigu hluta af götuhæð Alþýðuhússins
við Hverfisgötu, í því skyni að sýna þar
myndlistaverk og selja, og hafa jafnframt
opnað þar verzlun með ýmsa listmuni og
annan varning, er sómir sér við hlið lista-
verka, svo sem bækur, einkum um listir,
smámuni ýmsa úr málmi, tré eða leir, sem
gerðir eru af hagleik. Fyrirtæki þeirra hjóna
heitir „Sýningarsalurinn" og veitir frúin því
forstöðu af röggsemi og smekkvísi.
Eftirtaldir listamenn hafa sýnt verk eftir sig
í „Sýningarsalnum" síðan hann var opn-
aður 28. apríl s.l. Ásgrímur Jónsson, Sigurjón
Ólafsson, Ásmundur Sveinsson, Kristín Jóns-
dóttir, Svavar Guðnason, Valtýr Pétursson,
Þorvaldur Skúlason, Ásgerður Ester Búa-
dóttir, Barbara Árnason, Jóhannes Jóhannes-
son, Sigrún Jónsdóttir, Sigríður Björnsdóttir,
Ditra Rot, Valur Fannar, Halldór Hjálmars-
son, Jón og Guðmundur Benediktssynir, Ragn-
ar Kjartansson, Karl Kvaran, Hjörleifur Sig-
urðsson, Hafsteinn Austmann, Hörður Ágústs-
son, Kjartan Guðjónsson, Elva Sebetz, Sigrún
Gunnlaugsdóttir, Bragi Ásgeirsson, Benedikt
Gunnarsson, Eiríkur Smith, Guðmunda
Andrésdóttir, Valentín Criado, Junzo Kawa-
mura, Jón Engilberts, Nína Tryggvadóttir,
Kristján Davíðsson, Bat-Yosef, Bjarni Jónsson,
Guðrún Svava, Jón B. Jónsson, Kristján Sig-
urðsson.
Eins og glöggt kemur í ljós af þessari upp-
talningu er hér um merkilega listkynningu
að ræða, og eiga forustumennirnir þakkir
skildar fyrir framtak sitt. R. J.