Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Side 13

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Side 13
Gróðurlendi (ordo) Snjódæld (snowpatch) gróðurfylki (alliance) Lyngdæld gróðursveit (association) Eláberjadæld (Vaccinietum Myrtilli) gróðurliverfi (sociation) Aðalbláberjalyngs-bláberjalyngs-krækilyngs hverfi (Vaccinium Myrtillus-V. uliginosum-Empetrum soc.). Eins og sjá má hef ég gefið hinum alþjóðlegu fræðiheitum íslenzkan búning. Eins og í eldri gróðunannsóknum mínum eru allar greiningar gróð- urhverfa gerðar eftir Raunkiærs aðferð. í hverri athugun eru teknir 10 fletir hver 1 0 m2. Sakir þess liversu mjög ber á milli þessa og hinnar skandinavisku-miðevrópsku aðferðar er erfitt að gera fullan samanburð á íslenzkum og evrópskum gróðurfélögum, en ég hef leitast við að gera það eftir megni. Vænti ég, að sá samanburður svo og skipan íslenskra gróðurliverfa í félagskerfi megi verða byrjun, sem síðar verði unnt að auka við. 1. VATNAGRÓÐUR. (The freshwater vegetation.) Á Bárðdælaafrétti og Gnúpverjaafrétti er fátt um vötn og tjarnir. Á Kili er Hvítárvatn eitt, en eftir því sem ég fékk bezt kannað er enginn háplöntugróður í því, fáeinir smápollar eru einnig á því svæði. Á Kalda- dalssvæðinu og Holtavörðuheiði er liins vegar margt af vötnum, bæði smáum og stórum auk smátjarna. í mörgum þeirra er allmikill gróður, skal lionum lýst hér lítilsháttar, þótt vitanlega geti ekki verið um sams konar athuganir þar að ræða og á þurrlendinu. Á hálendissvæðum þeim, sem lýst er í riti mínu 1945, er fátt um vötn og flest þeirra, sem þar eru, gróðurlaus að mestu eða öllu. Mun nrega rekja það til sandburðar í vötnin. Á Kaldadalssvæðinu og Holta- vörðulieiði, sem hér um ræðir, er ekki um teljandi sandfok að ræða, og að vötnunum liggur hvarvetna gróið land, enda er þar víða mikill vatnagróður, þótt ekki geti liann kallast fjölskrúðugur. Vert er að minn- ast þess, að bæði þessi svæði liggja tiltölulega lágt. Á sunnanverðu Kaldadalssvæðinu eru stærstu vötnin Reyðarvatn, sem er miklu stærst, Uxavatn og Brunnavötn, auk fjölda tjarna stórra og smárra. Auk hinna eiginlegu vatna eru þar víða uppistöður leysinga- vatns, sem haldast fram eftir sumi'i og jafnvel fram undir haust. Tjarna- stæði þessi eru þakin leirlagi, og vex þar að jafnaði mikið af klóelftingu {Equisetum arvense var. boreale), svo að grænni slikju slær á þau. Inn- TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆUT - Flóra 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.