Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Síða 34

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Síða 34
í Skandinavíu. Hún vex hér að vísu í snjódældum, og er þar stundum ein algengasta tegundin, en engan veginn er hægt að segja að megin- útbreiðsla (dominansareal) hennar sé þar. Mér virðist hún engu síður algeng eða jafnvel algengari í mjög snjóléttum gróðurhverfum, svo sem á móabörðum og í mosaþembum. Ég mundi telja meginútbreiðslu hennar, þar sem snjódýpt er nálægt meðallagi, eða þó heldur minni. Annars vex hún við næstum hvaða snjólag sem vera skal, nema ef til vill ekki í hinum dýpstu snjódældum. Á láglendi vex hiin nær ein- göngu á snjóléttum stöðum. Þess má geta að stinnastör vex í nær allri hæð yfir sjó frá malar- kömbum rétt yfir flæðarmáli og svo hátt sem háplöntugróður nær að kalla má. Þar sem stinnastör vex við svo breytileg lífsskilyrði er erfitt að greina sundur með vissu þau gróðurhverfi, sem hún er meginplanta i. En þar sem ég fylgi þeirri reglu að flokka gróðursveitirnar og gi'óður- lendin eftir staðháttum (topografisk), leiðir af sjálfu sér, að gera varð greinarmun á stinnustararmýri, og þeim þurrlendishverfum, þar sem hún er aðaltegund eða mjög algeng, svo sem grasheiði, runnaheiði, mosaheiði og snjódæld. Þau stinnustarar-hverfi, sem fyrir koma í þeim gróðurlendum eru náskyld stinnustarar-heiðagróðri í Skandinavíu, sem Nordhagen (1943 s. 250 o. áfr.) og fleiri lýsa. Skal viðurkennt að mörk- in milli þeirra og stinnustararmýrarinnar eru víða ógreinileg. Enda þótt stinnustarar gróðurhverfi komi aðallega fyrir í heiða- gróðri í Skandinavíu, lýsa þó margir höfundar stinnustararmýrum það- an, eiga þær allar nokkuð skylt við stinnustararmýri þá, sem hér er lýst, en minnst þó við stinnustarar-hengistarar hverfið. Þessi skandinavisku gróðurhverfi eru: Calliergon sarmentosum reiche C. rigida ass. (Nord- hagen 1928 s. 392), C. rigida-Calliergon sarmentosum Braunmoor (Kal- ela 1939 s. 484—486), C. rigida Moor (Söyrinki 1938 s. 50) og C. rigida Niedermoor (Fries 1913 s. 134), einnig er sumt af „græsrik og lyngrik Sphagnum myr“ sem Resvoll-Holmsen lýsir (1920 s. 160—161) náskyld gróðurlendi. En eftir því sem ég fæ séð af þeim skandinaviskum rit- um, sem ég hef átt kost á að kynna mér, er stinnustararmýrin fremur lítilsháttar hvarvetna í Skandinavíu og getur hvorki að útbreiðslu ne gildi í gróðurlendi landanna jafnast á við íslenzku stinnustarar mýrina. Ég hef hér aðgreint 6 gróðurhverfi, sem öll eru sameinuð í eina sveit stinnustararmýri (Caricétum Bigelowii). Mörkin milli þessara gróðurhverfa eru þó engan veginn greinileg, og 1945 gerði ég ekki mun á þeim. Ég hygg þó þessi aðgreining sé réttmæt, þar sem hverfin koma fyrir við breytileg lífsskilyrði, og greinast sundur uin tegundir, þótt 32 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.