Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Page 36

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Page 36
23. Stinnustarar-grasviði hverfi (C. Bigelowii-Salix herbacea soc.) (Tab. V. A-B 6-9 og 21). Gróðurhverfi þetta ásamt tveimur binum næstu, 24—25, eru út- breiddustu mýrahverfin um allt miðbálendið og á mótum láglendis og hálendis um land allt, þar sem mér er kunnugt. Auk einkennisteg- undanna eru þessar tegundir algengastar: Kornsúra (Polygonum vivi- parum), klóelfting (Equisetum arvense), beitieski (E. variegatum), brjóstagras (Thalictrum alpinum) og fjallapuntur (Deschampsia alpina). Frá undanfarandi hverfi (22) skilur það sig við að hengistör (C. rari- flora) vantar, og frá henni og 24. hverfi við að grávíði (Salix glauca) vantar. Hlutföll lífmynda og tegundaflokka eru lík og í 22. Hverfi þetta finnst ætíð við lík skilyrði. Yfirborðið er allstórþýft, greinilega hallandi og tiltölulega þurrt. Mosi er ætíð mikill. Þar sem þurrast er vex Rhacomitrium, en mómosa (Sphagnum) gætir nokkuð á blautustu blettunum. Oft er gróðurmunur þúfna og iauta, mosinn er einkum í þúfunum en háplönturnar þéttastar í lautunum. Snjór mun sums staðar vera alldjúpur í hverfi þessu, þótt ekki komi Jrað fram í gróðurblettum þeim, sem greindir hafa verið, en liins vegar finnast snjódældaplöntur svo sem fjalladepla (Veronica alpina) og fjallafox- gras (Phleum commutatum) alloft í hverfi þessu. Sérstaklega ber að geta um blett 21, sem er í Egilsáfanga á Kalda- dal. Liggur hann í mýrarjaðri, og er afstöðu gróðurfélaganna lýst við hverfi 19 og 3. mynd. Þarna er svo mikill Rhacomitrium, að hann mun þekja nær 40% af yfirborðinu. Þá er móasef (Juncus trifidus) áber- andi, og bendir þetta á, að liér sé millistig mýrar og heiðar. Hinir blett- irnir allir eru frá Holtavörðuheiði og austurhlíð Tröllakirkju í 400— 500 m ha^ð. í 6 var mikill mómosi (Sphagnum), í 8 gætti kornsúru veru- lega í gróðursvip. Hverfið er útbreitt í höllum og hlíðum á þessum slóðum. 24. Stinnustarar-gráviði hverfi (C. Bigelowii-Salix glauca soc.) (Tab. V. A—B 10-14). Athuganirnar eru frá Bárðdæla- og Gnúpverjaafréttum, eða bæði frá norður- og suðurhálendinu, og frá misháum stöðum. Hverfið er yfirleitt útbreitt um allt miðhálendið, og er surns staðar erfitt að greina það frá undanfarandi hverfi 23. Stundum verður og erfitt að greina milli þess og heiðar-hverfanna. Auk einkennistegundanna eru helztu tegundirnar: Klóelfting 34 Flóra - tímarjt um íslenzka grasai'ræði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.