Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Page 72
3. niynd. Peltigera venosa (ofurlítið stækkuð). Askhirzlur sjást margar, dökkar og lá-
réttar, en ekki undnar eins og á P. canina og fleiri tegundum. (Ljósm. H. Kr.)
dekkri á neðra borði en hér var lýst. Getnr þá stundum orðið örðugt
að greina hana frá P. rufescens.
Stundum liittist hún í dýjum á háfjöllum og er þá oftast ryðbrún á
litinn, með hvítu neðra borði og grönnum æðum og rætlingum.
Peltigera ruíescens (Weis.) Humb.
Lík undanfarinni tegund, verður þó tæplega eins stórvaxin, bleðl-
arnir mjórri og rendur þeirra tæplega eins niðurbeygðar, en oft ofur-
lítið hrokknar. Hún er ennfremur oftast dekkri á neðra borði, rætling-
ar einnig dökkir og styttri en á P. canina. Annars er efra borð hennar
svipað, flosugt, grábrúnt eða brúnt í þurrki. í vætu verða báðar blá-
grænleitar gagnstætt við P. leucoplilebia og P. aphthosa, sem verða fag-
urgrænar. Þetta liggur í því, að þær fyrrnefndu eru gerðar af blágræn-
um þörungum en hinar af grænþörungum.
P. rufescens er algengt um allt land, en hún er tiltölulega méfri
fjallategund heldur en P. canina, enda þótt hún sé víða á láglendi
einnig. ví:.
70 Flóra - tímarit um ísi.enzka grasafræði