Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Page 81
3. mynd. Burnirót i Lystigarðinum á Akureyri. Vinstra 2. md. Burnirót í kletta-
megin i brúsknum er karlplanta en kvenplanta heegra skoru. (Ljósm. H. Hg.)
megin. (Ljósm. H. Hg.)
eins þýðingar útlendu nat’nanna og munu lítið hafa verið notuð af
almenningi.
Islenzk nöfn á burnirótinni eru mörg og eru flest þeirra dregin af
lækningamætti hennar. Höfuðrót og greiðurót eru gömul nöfn á burni-
rótinni, og höfða til einhverskonar lækninga á höfði eða hári, en þess
er víða getið að jurtin sé gott meðal gegn hárroti. Til annars konar
lækninga bendir nafnið svœfla, sem Eggert notar í Búnaðarbálk um
burnirótina. Þetta nafn tók Stefán upp í Flóru íslands, sem aðalnafn
á plöntuna en það mun þó ekki hafa fest rætur. Sveinn Pálsson getur
um nafnið blóðrót á burnirótinni, en það nafn er oftast notað um
murutegund (Potentilla erecta). Loks er getið um nafnið helluhnoðri
eða helluhnoðrarót, sem mun einkum hafa verið notað í Skaftafells-
sýslu. Það nafn er nú notað um aðra skylda plöntu (Sedum acre). Þess
má ennfremur geta, að í Færeyjum kallast burnirótin hjdlpirót en í
Noregi nefnist hún systragras í sumum héruðum.
Allt þetta sýnir að burnirótin hefur verið þekkt lækningaplanta og
er sennilega ein af þeim elztu og upprunalegustu, hér á norðurhjar-
anum.
Einkum var það jarðstöngullinn (rótin), sem notaður var til lækn-
inganna.
Var hún ýmist notuð heil eða smásöxuð í duft eða Jaá að soðið var
af henni seyði eða smyrzl. Seyðið er talið gott við nýrnaveiki og hár-
losi, en smyrslin eru hið mesta græðingarmeðal. Sveinn Pálsson getur
ttm lækni á Norðurlandi, sem kvaðst liafa notað burnirótina til að
lækna doða í kúm.
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 79