Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Side 98

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Side 98
nr var ráðinn forstöðumaður hans. Jón hafði numið í Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri, undir handarjaðri Stefáns Stefánssonar, og var einn af ófáum, sem hrifust af eldmóði Stefáns og áhuga fyrir íslenzkri grasafræði. Garðyrkju hafði Jón numið í Vesturheimi og kynnt sér ræktun skrúðgarða og samið bók urn það efni. Undir handarjaðri Jóns Rögnvaldssonar tók Lystigarðurinn fljótt miklum stakka- skiftum. Var hann á næstu árum tvívegis stækkaður mikið. Hin nýju svæði skipu- lagði Jón af mikilli smekkvísi. Lagði hann áherzlu á, að hæfilegt hlutfall yrði milli grasflata, blómabeða og runna annars vegar en trjágróðurs hins vegar. En fram að þessu hafði þess ekki verið gætt sem skyldi, að of mikill og þéttur trjágróður getur spillt svip garðsins. Þrátt fyrir þetta reyndi Jón að samræma hina ýmsu garð- hluta, og hefur það tekizt furðulega vel, svo að nú er vart hægt að sjá annað, en Lystigarðurinn hafi verið skipulagður svo frá upphafi. Ekki lét Jón Rögnvaldsson þó þar við sitja, heldur tók hann nú til að viða að sér plöntum í garðinn, úr ýmsum heimshornum. Mun hann snemma hafa sétt sér það takmark, að koma á fót sérstakri grasadeild í Lystigarðinum, enda hafði hann þá um langt skeið safnað plöntum, innlendum og erlendum, í garð sinn í Fífilgerði. Þetta plöntusafn var nú sumpart flutt yfir í Lystigarðinn, en jafnframt hóf Jón nú, ásamt bróður sínum Kristjáni, að vinna skipulega að söfnun plantna í garðinn. í þeim tilgangi skrifaði Jón til margra erlendra grasgarða, og fékk hjá þeim fræ af erlendum plöntum, cn sendi þcim fræ af íslenzkum plöntum í skiftum. Innlendu plönturnar sóttu þeir bræður hvert á land sem var. Spöruðu þeir til þess hvorki tíma né erfiði, og oft munu þeir hafa unnið að þeirri söfnun í frístundum sínum. Takmarkið var að ná öllum innlendum plöntutegundum frá innlendum vaxtar- stöðum. Það er alkunna, að næstum allar íslenzkar plöntutegundir vaxa einnig er- lendis. Það sýnir þó bezt skilning þeirra bræðra á hinu vísindalega hlutverki gras- garðsins, að þeir hafa ekki freistast til að fá þessar fslenzku tegundir frá öðrum löndum, enda þótt það væri í mörgum tilfellum auðveldara. Meira en helmingur tegunda íslenzku flórunnar er bundinn við vissa landshluta eða er sjaldgæfur, og finnast sumar tegundirnar jafnvel á einum stað eða örfáum. Þeir sem leggja stund á plöntusöfnun, vita hversu erfitt það getur verið, og mikið þolinmæðisverk, að finna einhverja sjaldgæfa tegund, enda þótt vitað sé nokkurn veginn um vaxtarstað hennar. Oftast munu þeir Rögnvaldssynir þó hafa snúið heim ríkari úr leiðöngrum sfnum, ef ekki af plöntum þá af reynslunni. Munu fáir taka þeim fram 1 þeirri list að finna sjaldgæfar plöntur. Rétt er að geta þess, að um það bil er þeir bræður hófu söfnunarstarfið kom út í ritsafninu Eyfirðingarit, tiltölulega nákvæmur flórulisti fyrir Eyjafjörðinn eftir Ingimar Óskarsson grasafræðing. Varð flórulisti þessi mikilvægt hjálpargagn við söfnunina, en auk þess mun Ingimar hafa veitt þeim bræðrum margar mikilvægar upplýsingar. Þess er og að geta, að þeir bræður höfðu eitt sumar ágætan hjálparmann, Hörð Kristinsson grasafræðikandídat, sem safnaði fyrir þá plöntum og aðstoðaði við vandasamar greiningar. Allt þetta söfnunarstarf bar þann árangur, að sumarið 1961 voru næstum allar íslenzkar plöntutegundir komnar í garðinn. Aðeins vantaði þá örfáar sárasjald- gæfar tegundir, svo og nokkrar tegundir af vandgreindum kynjum, eins og augnfró, maríustakk o. fl., auk nokkurra tegunda, sem vafasamt er hvort vaxi hér. Það má kallast furðulegt ævintýri, að tekizt hafði, á svo skömmum tíma, að ná 96 Flúra - tímarit um íslenzka orasafrzeði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.