Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Síða 111

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Síða 111
RITFREGNIR Steindór Steindórsson: On the Age and Immigration of the Icelandic Flora. Rit Vísindafélags fslendinga, XXXV. Reykjavík 1962. Við íslendingar viljum gjarna láta kalla okknr söguþjóð, og vissulega er sögulegur áhugi hér almennari en víðast gerist. Þó vitum við ekki enn hvenær landið byggðist fyrst, né með hverjum hætti. Enn minna ' itum við þó um sögu dýranna og plantn- anna í landinu, og er sú saga þó engu ómerkilegri. Allt frá menn fyrst gerðu sér ljóst, að vfir landið hefði gengið liin svokallaða ís- öld, hafa flestir gengið út frá því sem vísu, að á þeim tíma, þ. e. Isöldinni, hefði allt líf þurrkast út á landi hér og ekki byrjað að þróast að nýju fyrr en í lok ísaldar, er jökla leysti af landinu. Þessi kenning hefur verið nefnd ördeyðukenningin (tabula rasa theory). Samkvæmt benni átti því allt plöntulíf og sennilega mestallt dýralíf að hafa flutzt til landsins að ísöld lokinni, og gat því í mesta lagi verið um það bil 10 þúsund ára gamalt í landinu. Skömmu eftir aldamótin síðustu taka hins vegar að heyrast raddir um það meðal jarðfræðinga, að ísöldin hafi ekki verið ein og óslitin, eins og áður var haldið, heldur hafi ísaldarskeiðin raunar verið tvö eða þrjú, með sumarskeiðum á milli. Á þessum sumarskeiðum eða núlliísaldarskeiðum, er talið að jöklar hafi haft svipaða útbreiðslu og nú, og landið samkvæmt því að miklu leyti gróið. Nokkrar gróðurleyfar hafa fundizt, sem sanna þetta. Þrátt fyrir þetta héldu menn yfirleytt fast 'ið það, að allt líf hefði dáið út á síðasta ísaldarskeiðinu. Sumurin 1926 og 1929 ferðaðist sænski skordýrafræðingurinn Carl Lindroth urn landið í því skyni að' kanna skordýrafánu þess. Hann kemst fljótt á þá skoðun að ólnigsandi sé, að allt þelta skordýralíf lands- ins þafi flutzt inn frá lokum ísaldar, þar sem ekkert landsamband við Evrópu sé hugsanlegt eftir þann tíma. Lindroth gerir því ráð fyrir, að talsverður hluti skordýra- fánunnar hafi lifað hér af síðustu ísöld, einkum á strandsvæðunum á Suðaustur- landi. Árið 1937 lætur svo dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur þá skoðun í ljós í riti, að allmikil svæði á landinu hafi hlot- ið að vera íslaus eða íslítil á síðasta ísaldar- skeiði. Dregur Sigurður þetta fyrst og fremst af lögun landsins, eins og það er í dag. Stærstu íslausu svæðin telur Sigurður hafa verið þrjú, þ. e. Austfjarðahálendið, Eyja- fjarðarhálendið og Vestfirði. Þegar hér var komið sögu, höfðu norskir grasafræðingar, með prófessor Nordhagen í fararbroddi, komizt að þeirri niðurstöðu, að úthreiðsla plantna í Noregi yrði tæpast skýrð með öðru móti en því, að gera ráð fyrir íslausum svæðum þar í landi á ísöld- inni. Þessar niðurstöður fóru ekki framhjá íslenzkum grasafræðingum og munu hafa verið meginástæða þess, að Steindór Stein- dórsson grasafræðingur tók að íhuga þetta mál og rannsaka. Árið 1937 skrifar Steindór grein í Náttúrufræðinginn, sem hann kall- ar Jurtagróðurinn og jökultíminn. Setur Steindór þar frarn þá skoðun, að nokkrar plöntutegundir hafi getað lifað hér af ís- tímana. Jafnframt tekttr nú Steindór að kanna útbreiðslu plantna í landinu, með tilliti til þessa atriðis. Af þeirri könnun verður fljót- íega ljóst, að fjölmargar plöntutegundir hafa útbreiðslu, sem fellur að miklu eða öllu leyti saman við áðurnefnd svæði, sem lalið er að hafi verið íslaus á síðasta ísald- arskeiði. Þessi staðreynd verður vart túlkuð öðruvísi en svo, að einmitt þessar sömu TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓm 109
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.