Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Side 8
„Þetta er hrein og bein pólítísk ref- skák,“ segir Valur Ásmundsson sem safnar undirskriftum gegn deili- skipulagstillögu um að byggja eigi níu hæða byggingu í miðbæ Hafn- arfjarðar. Valur gagnrýnir lélega auglýsingu á kynningarfundi sem var haldinn í Hafnarborg í gær klukkan fimm á vegum skipulagsráðs Hafnarfjarð- ar. Halda átti fundinn í fyrrakvöld en því var breytt skyndilega að sögn Vals. Hann segir einu auglýsinguna sem barst um breyttan fundartíma hafa birst í atvinnublaði Morgun- blaðsins. Honum þykir það léleg vinnubrögð og gagnrýnir að auglýs- ingin hafi ekki birst víðar. Sætta sig við fimm hæðir Húsið sem Hanzahópurinn hyggst reisa verður verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúsnæði. Það verður alls níu hæðir en átti upprunalega að vera tólf hæðir. Því var breytt þar sem tal- ið var að skuggamyndun yrði of mik- il. Hópurinn sem andmælir byggingu hússins segja það enn of hátt og vill að það verði fjórar til fimm hæðir. Að sögn Vals mun húsið ekki passa inn í bæjarmyndina vegna hæðarinnar. Hann gagnrýnir einnig hugsanlegan vindstreng sem gæti myndast vegna hæðar hússins en því hefur Hanza- hópurinn hafnað. Náttúrulega ryksuga „Vindurinn verður eins og ryk- suga,“ segir Valur um hugsanlegan vindstreng sem mun stafa frá hárri byggingunni. Hann segir einnig skuggamyndun eiga eftir að taka sinn toll af miðbænum í Hafnarfirði og því vill hann hafa það lægra. Að sögn Vals gengur undirskriftasöfnunin nokk- uð vel. Valur segist ánægður með að seinkað var fresti til þess að skila inn athugasemdum við skipulagið. Upp- haflega átti fresturinn að renna út þann 3. ágúst. Því var frestað til 22. ágúst vegna þess hversu margir voru í sumarleyfum eða utanbæjar. Þremur metrum hærra „Húsið verður þremur metrum hærra en turnarnir á Firði eins og til- lagan gerir ráð fyrir núna,“ segir Sig- rún Þorgrímsdóttir, framkvæmdar- stjóri Hanzahópsins. Hún segir að upplýsingaflæði megi vera betra varðandi deiliskipu- lagstillöguna og bendir á að götu- myndin verði léttari ef tillagan verð- ur samþykkt. Húsnæðið er hannað með það í huga að hleypa meiri birtu inn á Strandgötuna að sögn Sigrún- ar. Því telur hún skuggavarp ekki verða til teljandi vandræða. Þá er Hanzahópurinn í samstarfi við batt- erí ehf sem sér um veðurfarsskoðun og spornað verður við vindi vegna byggingarinnar. Innspýting í bæjarfélagið „Bygging hússins verður mik- il innspýting í bæjarlífið,“ segir Sig- rún sem trúir því að húsnæðið muni styrkja miðbæinn í sessi en verslun- um á eftir að fjölga verði deiliskipu- lagið samþykkt. Hún bendir einnig á að íbúð- irnar, sem verða á fjórðu til níundu hæð, séu hannaðar með þarfir eldri borgara í huga. Þá mun útsýnið vera frábært og ákjósanlegur staður til þess að búa á. Einnig verður innan- gengt í heilsugæsluna í Firðinum frá húsnæðinu og því mun staðsetning- in verða mjög ákjósanleg fyrir þann hóp. „Það er mikil vinna sem ligg- ur þarna að baki og við vonumst til þess að gera þetta í sátt og samlyndi við bæjarbúa,“ segir Sigrún. föstudagur 17. ágúst 20078 Fréttir DV Harðvítugar deilur eru fram undan í Hafnarfirði út af fyrirhugaðri byggingu níu hæða verslunar- og íbúðar- húss í miðbænum. Valur Ásmundsson vill lægra hús og segist sætta sig við fjórar til fimm hæðir. Framkvæmda- stjóri Hanzahópsins sem reisir húsið segir það verða gríðarlega innspýtingu í bæjarlíf Hafnfirðinga. PÓLITÍSK REFSKÁK UM HÚS Valur grettISSoN blaðamaður skrifar: valur@dv.is Ströndin Húsnæðið hefur verið nefnt ströndin og trúir framkvæmdastjóri Hanza- hópsins því að bygging þess styrki verslun í bænum. Valur Ásmundsson safnar undirskrift- um gegn deiliskipulagi um byggingu níu hæða þjónustu- og íbúðarhúsnæðis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.