Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Síða 12
föstudagur 17. ágúst 200712 Helgarblað DV CIA OG FBI LIGGJA Á SKJÖLUM UM LAXNESS Stjórnmálaskoðanir Halldórs Lax- ness urðu til þess að bandaríska leyniþjónustan njósnaði um ferðir hans og ferðalög fjölskyldunnar voru skráð. Hann var settur á svartan lista hjá útgefendum og voru bækur hans ekki þýddar á ensku í nærri hálfa öld. Bandaríski bókmenntafræðing- urinn Chay Lemoine hefur grúskað í bandarískum leyniskjölum og er sannfærður um að íslensk stjórnvöld hafi staðið á bak við tjöldin. CIA, bandaríska leyniþjónustan, og FBI, bandaríska alríkislögreglan, neita að afhenda skjöl sem talin eru geyma upplýsingar um njósnir um ferðir Halldórs Laxness nóbelskálds og annarra sem taldir voru and- snúnir bandarískum stjórnvöldum eða aðhyllast kommúnisma. Stofn- anirnar hafa ítrekað borið við þjóð- aröryggi fyrir því að afhenda skjölin. Í skjölum frá FBI kemur berlega í ljós að fylgst var með ferðum Hall- dórs, á árunum eftir síðari heims- styrjöld, þar sem óttast var að sölu- hagnaður af bókinni Sjálfstætt fólk í Bandaríkjunum rynni beint í sjóði Kommúnistaflokksins. Færðar hafa verið sönnur á samráð íslenskra og bandarískra stjórnvalda í að koma höggi á Halldór þar sem hann var álitinn einn helsti styrktaraðili kommúnista hér á landi. Samráðið rataði alla leið inn á skrifstofu J. Ed- gars Hoover, yfirmanns FBI. Eftir að hafa lesið enska þýðingu bókarinnar Sjálfstætt fólk eftir Hall- dór, sem gefin var út í Bandaríkjun- um árið 1946, sama ár og CIA var stofnuð og tók við leyniþjónustu- hlutverki FBI, vildi bandaríski bók- menntafræðingurinn Chay Lemoine endilega lesa fleiri verk eftir höfund- inn. Hann komst hins vegar að því að í hálfa öld var engin bók Halldórs þýdd yfir á ensku og er sannfærður um að það sé vegna þess að Hall- dór hafi verið á svörtum lista vegna stjórnmálaskoðana sinna. Jafnframt telur Lemoine augljóst að njósn- að hafi verið um Halldór og segir ástæðu þess að CIA vill ekki afhenda skjölin þá að vernda íslensk stjórn- völd. Honum var síðast neitað um leyniskjöl CIA fyrir viku. Innanlands og utan Rannsóknir Lemoines hafa að mestu snúist um veru Halldórs Laxness á svörtum lista útgefenda. Hann bendir á þá staðreynd að til- vist leyniskjala hjá FBI og CIA sýni fram á að fylgst hafi verið með skáldinu bæði innan Bandaríkjanna og utan þeirra. „Í hálfa öld var eng- in bók Halldórs gefin út á ensku, jafnvel eftir að hann hlaut nóbels- verðlaunin í bókmenntum fyrir Sjálfstætt fólk. Í gegnum rannsókn- ir mínar hef ég komist yfir fjölda leyniskjala frá FBI sem sýna glöggt að fylgst var með Halldóri innan Bandaríkjanna. Tilvist leyniskjala hjá CIA, sem gegnir hlutverki leyni- þjónustu utan Bandaríkjanna, sýnir hins vegar að fylgst var með Halldóri líka á erlendri grundu og augljóst að Halldór Laxness var einstaklingur sem bandarísk stjórnvöld vildu hafa auga með,“ segir Lemoine. „Af þeim fáu skjölum sem CIA hefur ekki neit- að mér um aðgang að má augljós- lega sjá að leyniþjónustan var með einhvern á Íslandi til að safna upp- lýsingum um stjórnmálaástandið og Eigendur Rúblunnar vonast til að Rússar geri ekki kröfu í húsið: Leiðinlegt ef úr verður diskótek Búið er að bjóða húseign- ina Laugaveg 18 til sölu, þar sem lengi hefur verið að finna bóka- búð Máls og menningar. Til sölu er það rými sem bókabúðin er í og hálf hæð þar fyrir ofan undir skrifstofurými. Húseignin hefur verið í eigu fyrirtækisins Mál og menning - Heimskringla, sem er undirfélag Bókmenntafélagsins Máls og menningar sem stofnað var af vinstri sinnuðum áhuga- mönnum um bókaútgáfu. Bókmenntafélag Máls og menningar er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var árið 1937. Fyrsta félagsráð þess var sett upp árið 1940 og félagið lét síðan byggja húseignina Laugaveg 18 á árun- um 1957-1961. Kristján E. Andr- ésson, fyrrverandi forstjóri Máls og menningar, stóð fyrir því að byggingin var reist undir starf- semi félagsins og hlaut til þess myndarlegan styrk frá Rússum. Fyrir vikið hefur húsið iðulega gengið undir nafninu „Rúblan“. Þegar Bókmenntafélag Máls og menningar var síðar sameinað útgáfufélagi Vöku-Helgafells var Rúblunni haldið utan við samein- inguna. Nú hefur Bókmenntafé- lagið Mál og menning gert bráða- birgðasamkomulag um kaup á Eddu útgáfu og hyggst fjármagna kaupin með söluhagnaði af húseigninni. Halldór Guðmundsson rithöf- undur starfaði lengi sem útgáfu- stjóri Bókmenntafélagsins Máls og menningar og þekkir vel sögu hússins. Hann segir það ekkert launungarmál að Sovétmenn hafi lagt til peninga þegar það var reist. „Það er ekkert dularfullt í kring- um þessa sölu og engin leyndar- mál sem hvíla yfir henni. Við setj- um húsið á sölu í kringum það að við höfum gert samkomulag um að kaupa til baka bókahluta Eddu og er það gert til að fjármagna kaupin,“ segir Halldór. „Sýnt hef- ur verið fram á það að í þessu húsi voru rússneskir peningar. Á sín- Njósnað um Halldór Vegna stjórnmálaskoðana sinna fylgdust bandarísk stjórnvöld með ferðum Halldórs Laxness. Hér er Halldór í góðum félagsskap þeirra auðar Laxness, eiginkonu sinnar, og Vigdísar finnbogadóttur, fyrrverandi forseta. „Augljóst að Halldór Laxness var einstakl- ingur sem bandarísk stjórnvöld vildu hafa auga með.“ TrausTI HafsTeINssoN blaðamaður skrifar: trausti@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.