Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Page 13
DV Helgarblað föstudagur 17. ágúst 2007 13 xxxxxxCIA OG FBI LIGGJA Á SKJÖLUM UM LAXNESS umsvif kommúnista. Fyrir vikið er öruggt að þeir hafa fylgst með Hall- dóri vegna skoðana hans.“ Kemur ekki á óvart Halldór Guðmundsson rithöf- undur er hissa á því hvers vegna bandaríska leyniþjónustan neit- ar enn að afhenda skjölin enda sé það til þess fallið að ýta frekar undir grunsemdir um njósnir. Í bók sinni um Laxness færði hann sönnur á samráð bandarískra og íslenskra stjórnvalda um að knésetja nób- elskáldið. „CIA og FBI neita enn að afhenda gögn í málinu. Á með- an gögnum er enn haldið leyndum verður maður að taka fullyrðingum um njósnir með dálitlum fyrirvara og til að fullvissa sjálfan mig í þess- um efnum er nauðsynlegt að sjá öll gögn málsins,“ segir Halldór. „Það var dálítið raunalegt að komast að því að íslensk stjórnvöld tóku þátt í njósnum á Halldóri. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkis- ráðherra, hafði beint samband við æðsta mann bandaríska sendiráðs- ins og þeir sameinuðust um að koma höggi á Halldór í gegnum skatta- rannsókn. Síðan hefur verið gerð grein fyrir því, í gegnum leyniskjöl, að samráð íslenskra stjórnvalda og bandarískra rataði inn á borð æðsta stjórnanda FBI, J. Edgars Hoover.“ Erum í sjokki Guðný Halldórsdóttir, kvikmynda- gerðarmaður og dóttir Halldórs, er miður sín vegna njósna bandarísku leyniþjónustunnar um föður henn- ar. Hún segir veru hans á svörtum lista bandarískra stjórnvalda hafa valdið gífurlegu fjárhagslegu tjóni. „Chay hefur hreinlega komist að því að pabbi var settur á bannlista yfir útgefið efni á ensku og hann er sann- færður um að njósnað hafi verið um okkur. Það er staðreynd í hans huga. Við botnum ekkert í því hvers vegna ekki sé hægt að komast í öll leyni- skjölin og hvers vegna þjóðaröryggi sé borið við,“ segir Guðný. „Við erum náttúrlega svakalega döpur yfir þess- um njósnum fyrir hönd föður míns. Pabbi var mjög hissa oft á tíðum yfir því hvers vegna bækur hans voru ekki þýddar á ensku og ljóst að fjár- hagslegt tjón hans var verulegt fyrir vikið. Búið er að sýna fram á samstarf íslenskra og bandarískra stjórnvalda um að koma honum á kné og ég lít á þáverandi stjórnarherra sem land- ráðamenn,“ segir Guðný. Of neyðarlegt fyrir íslensk stjórnvöld Aðspurður telur Lemoine aug- ljóst að Halldór hafi verið vand- ræðagemlingur í augum banda- rískra stjórnvalda. Hann bendir á að CIA hafi ítrekað neitað honum um öll gögn. „Mín tilfinning er sú að neitun CIA snúist meira um skömm íslenskra stjórnvalda á sínum tíma við að hjálpa til við njósnir um Hall- dór enda ljóst að leyniþjónustan var með aðila hér á landi til að safna upplýsingum. Vitneskja þeirra var það ítarleg að í mínum huga er það augljóst að hér voru stundaðar njósnir. Tilvist skjala sannar það og það eykur grunsemdir að þeir vilja ekki afhenda skjölin,“ segir Chay. „FBI hafði fylgst með Halldóri og því liggur fyrir að hann var einstakl- ingur sem bandarísk stjórnvöld fylgdust með. Það skal því enginn segja mér að CIA-menn hafi ekki fylgst með honum líka, sérstaklega þar sem þeir voru greinilega á Ís- landi að fylgjast með stjórnmála- ástandinu.“ Halldór tekur í sama streng og telur líklegt að þar sem FBI hafi njósnað um Laxness hafi CIA gert það líka. Hann bendir á að í leyni- skjölum FBI komi njósnirnar greini- lega fram. „Halldór var talinn fjand- samlegur og augljós þyrnir í augum stjórnvaldanna tveggja, því var leit- að leiða til að skaða hann með ein- hverjum hætti. Það var fylgst með ferðum Halldórs og spurst fyrir um hann, slíkt kemur fram í samskipt- um bandaríska sendiráðsins, utan- ríkisráðuneytisins og FBI. Í þeim skilningi er hægt að segja að njósn- að hafi verið um hann og það kem- ur mér ekkert á óvart ef lengra hefur verið gengið í njósnum.“ Fengu leið á Halldóri Guðný er sannfærð um að svo rækilega hafi verið fylgst með föð- ur hennar að heimili fjölskyldunn- ar hafi jafnvel verið hlerað. Hún er verulega vonsvikin yfir aðild ís- lenskra stjórnvalda. „Heimili okkar var hlerað, það var svoleiðis. Bæði pabbi og mamma höfðu tilfinningu fyrir því og skjöl sýna vel að fylgst var rækilega með ferðum hans um allan heim. Það er ekki fyrr en nú, 40 árum síðar, sem það er að koma í ljós að íslensk stjórnvöld stóðu fyr- ir þessu öllu. Það er náttúrlega al- veg rosalegt og kemur okkur alveg í opna skjöldu,“ segir Guðný. Aðspurður er Lemoine ekki jafn- sannfærður og telur ólíklegt að sím- hlerunum hafi verið beitt. Engu að síður er hann sannfærður um að njósnað hafi verið um Halldór. „Ég efast um að sími Halldórs hafi ver- ið hleraður því að sú tækni varð vin- sælli mun síðar. Á þeim tíma held ég að leyniþjónustan hafi verið búin að fá leið á því að fylgjast með Halldóri því raunverulega var hann ekki mjög góður kommúnisti. Fyrst og fremst var hann rithöfundur þó svo hann hafi haft ákveðnar skoð- anir,“ segir Lemoine. Guðni Th. Jóhannesson segir Bandaríkjamenn hafa viðhaft víðtækt eftirlit: SPJALDSKRÁ UM LAXNESS TIL HJÁ CIA Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hef- ur rannsakað eftirlit hins opinbera með þegnum landsins og hversu langt var gengið hér á landi til að tryggja öryggi landsins. Hann segir liggja fyrir að erlend ríki hafi stundað njósnir hér á landi en man ekki eftir því að hafa séð nafn Laxness í þeim skjölum sem hann skoðaði. „Það liggur fyrir að upplýsingum var safnað hér á landi um árabil um kommúnista, meinta kommúnista og þá sem tald- ir voru geta ógnað öryggi á nokkurn hátt. Það var starfandi sérstök öryggisþjónusta Íslands, á veg- um lögreglunnar og Útlendingaeftirlitsins, þar sem nokkrir menn unnu við það að safna upplýs- ingum um fólk,“ segir Guðni. „Hugsanlega höfðu Bandaríkjamenn beinan aðgang að þessum gögn- um eða létu aðra safna gögnum fyrir sig. Um náin tengsl íslenskra stjórnvalda og bandarísku leyni- þjónustunnar er ekki endanlega vitað. Það er hins vegar ljóst að Íslendingar unnu að gagnaöflun fyrir Bandaríkjamenn.“ Aðspurður segir Guðni það einfaldlega hlut- verk CIA að fylgjast með óvinum Banda- ríkjanna. Hann bendir á að um skeið hafi bandarísk stjórnvöld haft áhyggjur af pólitísku andrúms- lofti hér á landi. „Í öllum gögnum má sjá að Banda- ríkjamenn höfðu veruleg- ar áhyggjur af umsvifum kommúnista á Íslandi enda óvenju voldugur Sósíalistaflokkur hér. Um tíma höfðu bandarísk stjórnvöld miklar áhyggjur af því að Ísland væri að renna þeim úr greipum og fyrir vikið fylgdust þeir vel með,“ segir Guðni. „Njósnir Bandaríkjamanna voru töluvert um- fangsmiklar og það fylgdi einfaldlega andrúmslofti Kalda stríðsins. Þeir vildu hafa hjá sér sem mestar upplýsingar um andstæðing- ana. Það þurfti ekki að hafa njósn- ara mikið á Laxness því það vissu náttúrlega flestir allt um hann. Mér finnst hins vegar líklegt að spjaldskrá um hann hafi ver- ið að finna hjá leyniþjónust- unni.“ trausti@dv.is Eigendur Rúblunnar vonast til að Rússar geri ekki kröfu í húsið: Leiðinlegt ef úr verður diskótek um tíma var þetta rannsakað og sýnt hefur verið fram á fjárhags- leg tengsl milli Máls og menning- ar og Sovétmanna. Styrkurinn var merktur bókaútgáfu en var ör- ugglega nýttur í húsbygginguna. Til gamans hef ég gantast með það við mína félaga að réttast sé að vona að Rússarnir fari nú ekki að gera kröfu í húsið.“ Nóbelskáldið Halldór Laxness var meðal margra styrktaraðila við byggingu Rúblunnar. Hann lagði mikið fé í rekstur hússins, til dæmis í gegnum útgáfurétt á skólaútgáfu Íslandsklukkunn- ar sem Mál og menning átti lengi vel án þess að Halldór þæði krónu fyrir. Guðný Halldórsdóttir, kvik- myndagerðarmaður og dóttir Halldórs, er stolt af þátttöku föð- ur síns í uppbyggingu Rúblunn- ar. Henni finnst leiðinlegt að horfa á eftir húseigninni í sölu. „Pabbi lagði fram fullt af pen- ingum ásamt hópi fólks. Að selja núna húsið finnst mér ekki í anda þess sem lagt var upp með. Ætli maður verði ekki að sætta sig við að tímarnir breytast því þetta var svo virkilega flott framtak á sín- um tíma. Það er dálítið leiðinlegt að horfa upp á að nú verði þarna kannski bara diskótek áður en maður veit af,“ segir Guðný. trausti@dv.is Reist fyrir Rússafé Þegar Bókmenntafélag Máls og menningar lét reisa húsið undir starfsemi sína fékk það ríkulegan styrk frá sovétmönnum. fyrir vikið hefur húsið oftast verið kallað „rúblan“ síðan. Áttu líklega skrá um Halldór „Það þurfti ekki að hafa njósnara mikið á Laxness því það vissu náttúrlega flestir allt um hann. Mér finnst hins vegar líklegt að spjaldskrá um hann hafi verið að finna hjá leyniþjónustunni,“ segir guðni th. Jóhannesson sagnfræðingur. Chay Lemoine Bókmenntafræðingur hreifst mjög af skrifum Halldórs en átti í erfiðleikum með að finna bækur hans á ensku. Í kjölfarið hellti hann sér út í rannsóknir og telur ljóst að íslensk stjórnvöld hafi óskað eftir njósnum á ferðum Halldórs og annarra. Halldór Guðmundsson rithöfundur færði sönnur, í verðlaunabók sinni um Halldór Laxness, fyrir því að íslensk og bandarísk stjórnvöld höfðu með sér samráð til að koma höggi á nóbelskáldið. Bókin sjálfstætt fólk hafði áður selst vel í Bandaríkjunum og Halldór var grunaður um að vera einn af aðalstyrktaraðilum Kommúnistaflokksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.