Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Síða 14
föstudagur 17. ágúst 200714 Helgarblað DV „Auðvitað verða menn í rekstri að hugsa um það að græða en þessir hlutir þurfa líka að skapa og gefa af sér ánægju,“ segir Magn- ús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmanna- eyjum. Magnús tók á mánudag á móti þriðja ísfisktogara sínum, Bergey VE-544. Bergey er þriðji togarinn hjá útgerð Magnúsar, Bergur- Huginn ehf, og önnur nýsmíðin sem félagið tekur á móti á þessu ári. Þrátt fyrir niðurskurð á aflaheimildum er engan bilbug að finna á Magnúsi. „Það hefur verið allt of mikil neikvæðni í umfjöllun um sjávarútveginn. Menn mega til með að hugsa um það sem vel gengur og mega ekki missa sjónar á þeim jákvæðu áhrifum sem öflugt fyr- irtæki hefur á samfélagið í kring,“ segir Magn- ús. Í þessu ljósi ákvað hann að taka á móti nýja skipinu með því að stoppa hin tvö á veiðum og láta þau fylgja Bergeynni til hafnar með við- höfn. „Þarna gafst tækifæri til þess að taka þátt í gleðistund, sem er mikilvæg, ekki aðeins í lífi útgerðarmannsins og skipverjanna, heldur byggðarlagsins í heild.“ Keypti Toyota á Íslandi Það vakti nokkra athygli þegar útgerðar- maður frá Vestmannaeyjum keypti Toyota á Íslandi af P. Samúelssyni í Kópavogi. Þar var á ferðinni fjárfestingafélag í eigu Magnúsar. Sjálfur vill hann ekki gera of mikið úr þessum fjárfestingum sínum. „Ég stofnaði mitt eigið fjárfestingafélag árið 1994. Þá fór ég að gera tilraunir með að kaupa eitt og eitt hlutabréf. Þetta hefur orðið til þess að ég hef tekið þátt í margvíslegri ann- arri atvinnustarfsemi en útgerð,“ segir Magn- ús. Hann segir að kaupin á Toyota séu fyrst og fremst hluti af því eðli sínu að vera atorkusam- ur og þurfa ávallt að finna kröftum sínum út- rás. „Það eru margar fleiri fjárfestingar sem þarna hanga á spýtunni. Við höfum meðal annars fjárfest í fyrirtækjum á borð við Sóln- ingu, Barðanum, Hertz og MotorMax.“ Hon- um virðist þó vera útgerðin sérlega hugleik- in, enda ólst hann upp í Vestmannaeyjum, þar sem faðir hans rak útgerð og vinnslu, sem reyndist upphafið að útgerð Magnúsar. Allt gengur upp „Ég hef aldrei látið úrtöluraddir hafa nokk- ur einustu áhrif á mig. Ég hef unnið sem út- gerðarmaður alla mína hunds- og kattartíð og hef marga fjöruna sopið í þeim efnum,“ segir Magnús. Hann segist muna erfiða tíma í útgerðinni þar sem hann hafi staðið fyrir framan föður sinn og sagt að einsýnt væri að þeir þyrftu að hætta þessu. „Til allrar hamingju kom bankinn inn í málið og við vorum hálfpartinn skikkað- ir til þess að fara í talsverðar hagræðingar. Það má segja að þetta hafi orðið til þess að við náð- um aftur tökum á okkar útgerð,“ segir Magnús og bætir því við að hann hafi þurft að velta því alvarlega fyrir sér hvernig hann hygðist þróa fyrirtækið áfram. Þetta var í kringum 1990. „Það kom að því að það blasti við mér að hagkvæmt væri að leggja frystitogurunum og fara út í útgerð á tveimur ferskfiskbátum með það fyrir augum að flytja út fisk í gámum.“ Þetta varð úr. „Ég er þannig gerður að þegar ég tekst á við eitthvað fer ég ekki út í það nema að ég ætli að láta það ganga upp. Ef eitthvað gengur ekki upp vinn ég úr því þannig að niðurstaðan verði mér viðunandi. Að því leytinu til gengur allt upp sem ég geri.“ Tárfelli við upplifunina „Ég fór út í samvinnu við Pólverja um að smíða fyrir mig tvo báta. Þegar ég undirritaði fyrri samninginn gerði ég strax ráð fyrir þeim möguleika að leggja í kaup á öðrum báti. Þetta þróaðist þannig að brátt höfðum við lagt inn pöntun fyrir skip númer þrjú,“ segir Magnús. Hann segi að nokkuð brösuglega hafi geng- ið með Vestmannaeyna í upphafi. Ýmis ljón hafi verið í vegi pólsku skipasmiðanna sem tafið hafi afhendingu. „Að lokum fengum við skipið afhent um miðjan mars síðastliðinn. Það verður að segjast eins og er að það hefur gengið ákaflega vel á Vestmannaeynni. Það hefur fiskast mjög vel og aflaverðmætin hafa verið mikil. Ég er ákaflega glaður að vera að taka á móti nýsmíði númer tvö á sama árinu. Ég ákvað að taka á móti Bergeynni með bra- vör, stoppa hin skipin og gera dálítið úr þessu. Það var gleðilegt að sjá það þegar við sigldum inn hve margir sáu sér fært að taka á móti nýja skipinu. Í svona byggðarlagi verður þetta svo gaman. Þarna er að koma nýtt atvinnutæki og það var svo gaman að finna fyrir allri jákvæðn- inni í kringum þetta. Ég fann fyrir því að fólk var hrifið og sátt. Það liggur við að maður tár- felli þegar maður upplifir svona lagað,“ segir Magnús. Virðir fólkið í Eyjum Magnús víkur áfram að mikilvægi góðra fyrirtækja í samfélaginu. „Það er oft talað um einhvern kulda og hroka í mönnum, en málið er það að ég virði fólkið í Eyjum og ég er glað- ur að geta verið einn af samfélagsþegnunum þar. Þegar öllu er á botninn hvolft er ég hæsti útsvarsgreiðandinn í Vestmannaeyjum og er stoltur af því að vera þátttakandi í þessu sam- félagi og leggja mitt af mörkum.“ Magnús segir útgerð sína ávallt hafa verið nátengda sjálfri sjómennskunni. „Ég hef allt- af gert þannig út að ég legg allt sem ég hef af mörkum. Þetta þýðir að ef ég fæ gott verð fær sjómaðurinn gott verð. Ef ég fæ lélegt verð fyrir aflann gildir það sama um sjómanninn.“ Einblínt hefur verið á að landa fiski þannig að hann komist rakleitt um borð í flutninga- skip til Bretlands. „Þar höfum við fengið hæsta mögulegt verð enda er þetta hágæðavara. Það hefur tekist mjög vel til að gera þetta svona.“ Sá afli sem ekki fer á Bretlandsmarkað er seldur á markaði innanlands, mestmegnis til vinnsl- unnar í Vestmannaeyjum. „Ég held að þessi útgerð mín sé í mikilli sátt við bæjarbúa í Vest- mannaeyjum,“ segir Magnús. Hefur keypt tíu útgerðir Til að reka útgerð þarf kvóta. „Ég hef nátt- úrulega fjárfest verulega í kvóta. Fyrirtækið ræður nú yfir um það bil sjö þúsund þorskí- gildistonnum af kvóta sem deilist niður á skip- in þrjú.“ Til að nálgast þennan kvóta hefur Magnús bæði keypt af öðrum útgerðarmönn- um og einnig hefur hann keypt báta og útgerð- ir. „Þetta hafa verið hlutafélög með bátum og jafnvel fasteignum. Ég hef verið svo lánsamur að ég hef yfirleitt náð að selja eignirnar sem fylgdu þessum fyrirtækjum. Þannig hef ég ekki bundist átthagafjötrum neins staðar vegna fasteigna. Sennilega eru þetta einar tíu útgerð- ir sem ég hef keypt í gegnum tíðina.“ Magnús bendir á að fyrirtækið hafi orðið fyrir skerðingum. „Miðað við það sem okk- ur var upprunalega úthlutað af kvóta og það magn af kvóta sem ég hef keypt í gegnum tíð- ina, myndi ég giska á að við höfum yfir að ráða um fimmtán prósentum af upprunalegum kvóta.“ Ósáttur við Hafró „Ég er mjög ósáttur við síðustu kvótaskerð- ingu og tel hana engan veginn raunhæfa.“ Magnús segist sannfærður um að meiri fisk- ur sé í sjónum en Hafrannsóknastofnun gerir ráð fyrir. „Kannski hef ég ekki nógu mikið vit á þessum málum til þess að gagnrýna vinnu- brögð Hafrannsóknastofnunar. Svo mikið veit ég þó að hitastig sjávar er allt annað en það var fyrir tíu til tuttugu árum,“ segir Magnús. Hann er þess fullviss að bæði þorskurinn og sandsílið séu til stað- ar þótt þess- ar tegundir séu ekki á hefð- bundnum slóðum. „Ég hallast að því að rann- sóknirnar séu hreinlega ekki fullnægjandi. Þessir blessaðir pólitíkusar og ráðherrar eru alltaf öðru hverju að tala um að sjómennirnir viti sínu viti. Af hverju fara þá menn ekki um borð í skipin og ræða við sjómennina? Ég sá sjónvarpsviðtal í vetur við skipstjóra sem sagði hreint út að þeir hjá Hafró ættu bara að skjót- ast í einn túr með sér. Þetta vildu þeir ekki gera. Það er eitthvað að þarna.“ Ónýtar samgöngur Samræðurnar berast óhjákvæmilega að samgöngumálum Vestmannaeyinga, enda hefur Magnús þurft að ferðast á bilinu sextíu til áttatíu sinnum á ári á milli lands og Eyja, þegar mest lætur. „Ég mætti á fund með pólit- íkusunum og hlustaði á öll loforðin og hugsaði um aumingja fólkið. Það er hvorki útlit fyrir að jarðgöng verði grafin né að fjárfest verði í nýj- um Herjólfi,“ segir hann. „Nú er eitthvað verið að brölta með að talið sé hagkvæmt að gera nýja höfn við Bakkafjöru. Ég svara því til að engin þörf sé fyrir nýja höfn á Íslandi og allra síst á að byggja hana á sandi. Í minni biblíu stendur að guð hafi ekki byggt á sandi. Við eigum ekki einu sinni að hugsa um þetta,“ segir Magnús. Hann segir að hér þurfi aðeins að fá öflugan nýjan Herjólf sem sigla eigi þrisvar á dag á milli Eyja og Þorlákshafn- ar. Nú blasir við að gerð verði stjórnsýsluúttekt á Vegagerðinni vegna nýrrar Grímseyjarferju. Magnús segir alveg óhætt að fara í saumana á störfum samgönguyfirvalda. Keypti þyrlu Sjálfur leysti Magnús samgöngumál sín með því að kaupa sér þyrlu. „Samgöngumál- in eru í ólestri og voru að verða mér fjötur um fót. Ef það er ófært með flugi klukkan hálftíu að morgni hefði maður þurft að taka ferjuna klukkan átta. Þetta felur það í sér að maður getur í fyrsta lagi farið klukkan fjögur og er ekki kominn til Reykjavíkur fyrr en að kvöldi.“ Magnús segist hafa reynt að byggja áætl- anir sínar í kringum þessar samgöngur, en í hans tilviki hafi það hreinlega ekki gengið. Þetta hafi verið komið út í dellu. „Þessi þyrla er í raun réttri bara tilraun hjá mér. Ég tel ekki að ég eigi eftir að tapa á henni en það verður bara að koma í ljós. Ég sel þessa þyrlu ef hún reynist ekki hagkvæm.“ Magnús flýgur ekki þyrlunni sjálfur. „Ég reyni alltaf að hafa góða starfskrafta í kringum mig. Ég er stoltur af því í útgerð minni og öðr- um fyrirtækjum er valinn maður í hverju rúmi. Þetta er allt saman úrvalsfólk. Ég tel ekki að nokkur starfsmanna minna þurfi á uppsagn- arbréfi að halda.“ Talan fjórir „Ég veit ekki til þess að nokkur hafi dáið af því að vera svolítill dellukarl,“ segir Magnús þegar talið berst að tölunni 4, sem gegnt hef- ur stóru hlutverki í viðskiptum hans. „Þetta er komið frá langafa mínum. Hann var kafteinn á skútu sem gerð var út frá Hafnarfirði og bar einkennistöluna fjórir. Hann og móðurbróð- ir minn fóru að notast við töluna 4 og 44 eftir því sem kostur var og ef þeim áskotnaðist hún. Fyrsta bílnúmerið hans afa var 204.“ Þegar fjölskyldan lagði út í útgerðina var faðir Magnúsar kominn til skjalanna og bát- arnir höfðu skrásetningarnar VE-4 og VE-44. „Þarna var ég bara ungur maður að byrja að míga í saltan sjó og róa með þeim. Þess vegna hef ég aðhyllst tölurnar fjóra og 44 í gegn- um tíðina. Ég hef reyndar gert þetta nokkuð hraustlega og haldið þessu striki alls staðar þar sem ég hef haft val um það.“ Þetta má auðveldlega greina á því að síma- númer og póstföng Magnúsar einkennast flest af tölunni 4, ásamt skrásetningu skipanna. Hann vill ekki meina að hér sé beinlínis um hjátrú að ræða. Miklu fremur hefð sem hann hafi haft gaman af því að viðhalda. Á tímum þar sem viðskipti virðast vera vís- indagrein sem snýst fyrst og fremst um lestur á mörkuðum og fjármögnun á hlutabréfavið- skiptum má greinilega enn finna fólk sem gef- ur sér tíma fyrir samfélagið sem það tilheyrir. sigtryggur@dv.is Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmanna- eyjum, hefur tekið á móti tveimur nýsmíðuðum skip- um á þessu ári þrátt fyrir að blikur séu á lofti í sjáv- arútvegi. Hann segir að aldrei megi missa sjónar á þeirri ánægju og jákvæðni sem vel rekin fyrirtæki geta gefið af sér. Fyrir tæpum tveimur árum fjárfesti hann í Toyota á Íslandi og hefur haldið áfram að fjárfesta í tengdum fyrirtækjum. Í viðtali við DV rekur Magnús sögu fyrirtækja sinna og lýsir tæpi- tungulaust skoðunum sínum á samgöngumálum og fiskveiðistjórnun. ALLT SEM ÉG GERI GENGUR UPP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.