Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Síða 18
Sigyn er alveg bit yfir nýjustu fregnum af Grímseyjarferju. Hún vissi jú að hún hefði kost- að voðalega mikið og farið fram úr áætlun og svona, en að hún hefði kostað tvöfalt meira en gert var ráð fyrir - hvorki meira né minna en hálf- an milljarð! Þá tók steininn úr. Sigyn er nefni- lega orðin mjög þreytt á að þurfa sífellt að kyngja því að á ári hverju fari milljarðar á milljarða ofan í ein- hver pínulítil byggðarlög úti á landi. Ekki misskilja. Sigyn hefur ekkert á móti byggðarlögum úti á landi og heimsækir þau reglulega. Hún hefur til dæmis oft komið til Keflavík- ur, reyndar oftast á leiðinni út á flugvöll, og þá eigin- lega ekki keyrt í gegnum bæinn eða neitt, heldur bara séð hann. En það er sama. Svo hefur hún farið til Akraness. Reyndar bara til að heim- sækja vinkonu á sjúkrahúsið - en hún keyrði samt í gegn um bæinn. Mest heldur hún sig þó í höf-uðborginni. Eins og þorri Íslendinga. Og á hverju ári flykkist fólk til höfuðborgarsvæðis- ins því það vill ekki lengur búa úti á landi. Þeir sem ennþá búa úti á landi eru þeir sem ekki geta selt hús- in sín vegna þess að þau kosta svo lítið að það væri ekki hægt að kaupa bílskúr í Reykjavík fyr- ir andvirðið. Fólk er fast. Það vill samt fá peninga frá rík-inu. Uppbót fyrir kvótamissi, opinber störf, olíuhreinsistöð, göng, ferjur, brýr, háskóla og þar fram eftir götunum. Fólkið er ekki að biðja um þetta allt saman svo því líði betur í þorpinu sínu. Nei, það er að biðja um þetta allt saman svo það geti flutt í burtu! Bættar samgöng- ur, fjölgun starfa og betri menntunartæki- færi leiða til hærra húsnæðisverðs. Og hærra húsnæðisverð gerir fólki kleift að selja húsin sín og kaupa íbúð í höfuðborginni. Sem er það sem allir vilja. Af hverju viðurkennum við þetta ekki bara og í stað þess að hella milljörðum á milljarða ofan í sam- göngubætur, menntunar- úrbætur, at- vinnuleysisúr- bætur og því um líkt, bjóðum við fólkinu, sem vill flytja, bara íbúð á besta stað á land- inu - á höfuðborgarsvæðinu. Ríkið gæti síðan annaðhvort notað hús- næðið úti á landi sem afdrep fyrir afdankaða stjórnmálamenn, eða einfaldlega selt það aftur fólki sem vill eiga sumarbústað fjarri ys og þys borgarinnar. Og allir græða. FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 200718 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjóri og ábyrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson fréttaStjóri: brynjólfur Þór guðmundsson aðStoðarritStjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSingaStjóri: Valdimar birgisson Umbrot: DV. Prentvinnsla: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. AðAlnÚMeR 512 7000, RiTSTjóRn 512 7010, ÁSkRiFTARSíMi 512 7080, AUGlýSinGAR 512 70 40. Leggjum niður krummaskuðin SIGYN Sigurjón M. EgilSSon ritStjóri Skrifar. Í máli þessa gamla manns er Svarti svanurinn við Rauðárstíg eina lausnin sem enn hefur fundist á knýjandi vanda hans. Svarti svanurinn LeIðarI Hann hefur átt erfitt gamli maður-inn sem Félagsbústaðir létu bera út af heimili sínu. Hann átti ekkert val, hann varð að búa á götunni og vera háður góðu fólki um mat. Þetta er hlut- skipti gamals manns sem kann ekki fótum sínum forráð. Kannski hefði hann átt að verja takmörkuðum peningum sínum með öðrum hætti en hann gerði. Hvað um það, nú er hann á götunni og óvíst er hvað um hann verður. Fé- lagsbústaðir segjast ekki geta haft hann í sín- um húsum þar sem hann borgi ekki leiguna. Sigurður Friðriksson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, sagði í DV í gær: „Hann var borinn út vegna skuldar. Það er svo einfalt að hann borgaði ekki leiguna og reglurnar ætlast til þess. Leigan er ítrekuð í hverjum mánuði og leigan er ekki það há að leigjendur ráði ekki við hana. Þetta er nánast einsdæmi að bera þurfi leigjendur út úr þjónustuíbúðum fyrir aldraða og áður en til slíkra ráða er tekið er það kannað til fullnustu hvort viðkomandi eigi að geta borgað leiguna. Að vel athuguðu máli hefði viðkomandi átt að geta staðið undir greiðslubyrði leigunn- ar. Peningunum var greinilega ráðstafað annað en hvers vegna vitum við ekki. Það er allt reynt áður en leigj- andi er borinn út og til þess þarf úrskurð dóm- ara. Að fólk sé borið út úr félagslegri þjónustu- íbúð er algjört neyðarúrræði. Það er alveg ljóst að við getum ekki haft hjá okkur fólk sem ekki borgar leiguna.“ Félagsbústaðir geta ekki haft þennan ólán- sama mann hjá sér. Er það svo að þá sé gatan eina úrræðið? Hver er samfélagsábyrgð okk- ar? Árni Júlíusson, eigandi söluturnsins Svarta svansins við Rauðarárstíg, hefur tekið Ingólf undir sinn verndarvæng. Þar fær Ingólfur heitt kaffi á morgnana og heitar máltíðir yfir daginn. „Hann var hjá mér núna í morgun og aftur í há- deginu. Það var hrikalegt að sjá karlinn, hann leit ekki vel út enda svaf hann úti í nótt. Ingó kemur iðulega til mín og borðar hér í öll mál. Hann er virkilega ljúfur og ömurlegt að horfa upp á þetta, svona er víst Ísland í dag. Ég geri mitt besta til að sjá um hann og á nokkra aðra slíka skjól- stæðinga,“ sagði Árni við DV í gær. Í máli þessa gamla manns er Svarti svanurinn við Rauðarárstíg eina lausnin sem enn hef- ur fundist á knýjandi vanda hans. Ekki er það varanlegt og ekki okkur hinum til sóma. DómStóLL GötuNNar Á einhver að segja af sér vegna grímseyjarferju? „Vegagerðin er ábyrg og svo ráðherrann gamli, Sturla Böðvars. Hann ætti að segja af sér og líka út af fjölda annarra mála. Það þarf fyrst og fremst að koma honum af þingi, hann er búinn að gera nógu mikinn óskunda fyrir.“ Ásgeir Björnsson, 41 árs, atvinnubílstjóri „Fjármálaráðherrann á að segja af sér. Sturla gæti sagt af sér sem forseti Alþingis en það er þó fulllangt liðið síðan ákvörðunin var tekinn. Svo þarf að draga fleiri til ábyrgar líkt og ráðuneytisstjórann frekar en vegamálastjórann.“ Helga Jóhannsdóttir, 65 ára, forstöðumaður „Ég held að það sé ekki spurnig að það sé vegagerðin sem ber mesta ábyrgð. Það eru embættismennirnir sem taka ákvarðanirnar sem þeir mega ekkert taka. Svo ber ráðherrann að sjálfsögðu endanlega ábyrgð. Annars ætti Sturla að vera löngu búinn að segja af sér.“ Magnús Jónasson, 60 ára, deildarstjóri öldrunarmála í Vestmannaeyjum „Það ættu að vera vegamálastjóri og Sturla. Hann er ábyrguir fyrir þessu. Annars þarf bara að hrista upp í ráðuneytinu. Mér finnst einnig að fjármálaráðherrann eigi að segja af sér en báðir spila þeir saman.“ Birgir Kristjánsson, 76 ára, ellilífeyrisþegi SaNDkorN n Athygli vekur hvað Kristján Möller samgönguráðherra er orðinn varfærinn eftir að hann varð ráð- herra. Fram að stjórn- arskiptum hafði hann hátt um hve illa var stað- ið að málum með Gríms- eyjarferj- una nýju. Eftir að hann varð ráðherra virðist hann hins vegar ætla að fara sér hægt og heldur nú hlífiskildi yfir for- vera sínum í starfi. Segja sumir þetta til marks um það hvað harðir stjórnarandstöðuþing- menn eru stundum fljótir að lyppast niður þegar þeir verða ráðherrar og verða umburðar- lyndari gagnvart mistökum. n Annars virðist það regla að refsa ekki stjórnendum hjá rík- inu sem standa sig ekki í starfi. Þannig fer hver ríkisstofnun- in fram úr fjárheimildum, að því er virðist án þess að nokkuð sé gert til að refsa mönn- um. Ríkis- endurskoð- un krefst nú enn einu sinni þess að stjórnvöld sjái til þess að farið sé eftir fjárlögum en það hefur virst mönnum ofviða hvort sem fjármálaráðherr- ann heitir Árni Mathiesen eða Geir Hilmar Haarde. n Reyndar er svo að ráð- herrar hafa verið gagnrýndir mikið fyrir það síðustu ár að setja ekki fram raunhæf fjár- lög að hausti heldur einhverja óskalista sem sé augljóst að ekki gangi eftir. Einn harðasti gagnrýnandi þessarar ómark- vissu fjár- lagagerðar er þingmað- ur að austan sem nefnist Einar Már Sigurðsson sem var full- trúi Samfylk- ingar í fjár- laganefnd í stjórnarandstöðu og helsti talsmaður flokksins í þessum málum. Nú hefur hann verið fluttur í aðra nefnd. n Mosfellingar standa í stór- ræðum um helgina. Mikil hátíð verður í Mosskógum í Mosfellsdal á laugardag. Þar verður meðal annars leitað að bestu sultunni. Búist er við að fólk víðs vegar að komi með sultuna sína til að láta meta og bera saman við aðrar sult- ur. sultugerðarfólks í þessari árvissu keppni sultugerðar- fólks. Meðal þeirra sem eru þekkt- ar fyrir að hafa tekið þátt eru söngkonan Diddú og kvikmynda- gerðarkon- an Guðný Halldórsdóttir. Lúxuskáetur í ferjunni >>Meðal þess sem fundið er að við endurgerð Grímseyjar- ferjunnar eru lúxusvistarverur áhafnarinnar. Ríkisendurskoð- un finnst fullmikið lagt í aðbúnað sjómannanna. fréttir >> Flestir geta tekið sig á og eflt líkamann og sálina. Í DV í dag er sérblað um fólk sem hefur endur- skipulagt líf sitt og stundar holla hreyfingu og vandar sig í mataræði. DV Heilsa fimmtudagur 16. ágúst 2007 13 Heilbrigð sál Framhald á næstu opnu dv mynd ásgeir Í HrAUsTUM lÍKAMA Heilsa er forsenda þess að við getum tekist á við þær þrautir sem lífið leggur á okkur. góð andleg og líkamleg heilsa veitir okkur kraft og dug til að spila af skynsemi úr þeim spil- um sem við fæðumst með á hendi. ekki verður deilt um tengsl hreyfingar og góðrar heilsu en þrátt fyrir þessi augljósu tengsl eiga fjölmargir við heilsubresti að stríða. Í mörgum tilvik- um er óhollu mataræði og langvarandi kyrrsetu um að kenna. við töluðum við nokkra Íslendinga sem hafa sagt óheilbrigði stríð á hendur og breytt um lífsstíl. á baksíðu er rætt við Arnald Birgi Konráðsson, Bootcamp-þjálfara, sem gefur þeim góð ráð sem hafa í hyggju að ástunda heilbrigðara líferni. Umsjón: Baldur Guðmundsson. Netfang: baldur@dv.is D V M yn d Ás ge ir gamall og fátækur og á hvergi heima F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð fimmtudagur 16. ágúst 2007 dagblaðið vísir 124. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235 fátækum gömlum manni var vísað af elliheimili: fólk >>Rétt þrjátíu ár eru frá meintum dauða Elvis Presley. Fjöldi fólks um allan heim minnist kóngsins á þessum tímamótum. >> Manchester United varði miklu fé í nýja leikmenn fyrir leiktíðina. Þrátt fyrir það er liðið aðeins með tvö stig eftir tvo fyrstu leikina í ensku deildinni. Liðið gerði jafntefli við Portsmouth í gær en sex aðrir leikir voru háðir í deildinni. Guðjón Þórðarson var valinn besti þjálfarinn í umferðum 7 til 12 í Landsbankadeild- inni og Helgi Sigurðsson besti leikmaðurinn. Lítið gengur hjá man. utd Hraust og heilbrigð félagsbústaðir vildu sitt og þar sem gamli maðurinn gat ekki borgað var honum vísað á dyr. eigandi Svarta svansins gefur gamla manninum að borða, en hann á hvergi húsaskjól. Sjá bls. 2. Kóngurinn lif r fólk sport Fólkið er ekki að biðja um þetta allt saman svo því líði betur í þorpinu sínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.