Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Síða 21
Þrjú „B“ og fjórir „#“ Þrjú „B“ og fjórir „#“ er yfirskrift stofutónleikanna á Gljúfra- steini á sunnudaginn. Peter Máté mun setjast við flygilinn og flytja verk eftir Bach, Beethoven og Brahms. Tónleikarnir eru næstsíðustu stofutónleikar sumarsins og hefjast klukkan 16. DV Menning föstudagur 17. ágúst 2007 21 Austurrískur kammerkór Austurríski kammerkór- inn Cantus Hilaris syngur á fernum tónleikum á Íslandi um helgina. Kórinn var stofn- aður 1995 af nemendum Antons Steingrubers, sem er vel kunnur meðal tónlist- arfólks hér á landi, og hefur getið sér gott orð fyrir flutning á fjölbreyttri tónlist. Fyrstu tónleikarnir eru í Kristskirkju í kvöld kl. 20, á morgun kemur kórinn fram á Menningarnótt, á sunnudag verða tónleikar í Langholtskirkju kl. 17 þar sem kór Langholtskirkju verður gestakór og á mánudag mun kórinn svo syngja í Skálholti kl. 20. Frumflutningur á Handel-verki Óratórían Ísrael í Egypta- landi eftir Handel verður frumflutt á Íslandi í Skálholts- dómkirkju í dag og endurflutt í Hallgrímskirkju á sunnudag- inn. Verkið, sem er vinsælasta óratóría Handels að Messíasi undanskildum, verður flutt á barokkhljóðfæri. Hinn marg- rómaði Robin Blaze kontrat- enór, sem er á meðal fremstu flytjenda barokktónlistar í heiminum í dag, syngur einsöng í óratoríunni ásamt félögum úr kammerkórnum Schola cantorum. Alþjóðlega barokksveitin í Haag leikur verkið á upprunaleg barokk- hljóðfæri og stjórnandi er Hörður Áskelsson. Ljóðalestur á Austurvelli Útgáfu- og skáldahópurinn Nykur stendur fyrir ljóðadagskrá á Austurvelli kl. 22 til 23 á Menningarnótt. Níu skáld ætla þar að lesa ljóð: Andri Snær Magnason, Davíð Stefánsson, Emil Hjörvar Petersen, Kári Páll Óskarsson, Toshiki Toma, Sigurlín Bjarney Gísladóttir, Arngrímur Vídalín, Andri Örn Erlingsson og Nína Salvarar. að gera þetta smádramatískt. Annars er þetta á allt of miklu frumstigi til að hægt sé að sjá nákvæmlega hvern- ig þetta verður vegna þess að leikar- ar, leikstjóri og leikmyndahönnuður gera svo mikið fyrir leikrit. Það sem ég geri er að gera beinagrind og svo er erfitt fyrir mig að sjá hvernig kjöt- ið og innyflin verða utan á þessari beinagrind. Hins vegar hef ég starf- að með Stefáni Jónssyni (leikstjóra) tvisvar áður og er því öruggur um að það sem ég vil sjá úr þessu verði að veruleika.“ Þú fékkst Grímuna sem besta leik- skáld ársins fyrir Forðist okkur, en ekki fyrir Leg. Var það ekki svolítið skref niður á við? „Já, mér fannst það mikil von- brigði,“ segir Hugleikur og hlær. „Ég var búinn að ákveða að verða mjög tapsár ef ég myndi ekki vinna leik- skáldsverðlaunin annað árið í röð. En síðan átti ég mjög erfitt með að vera tapsár því Benedikt Erlingsson vann þau og mér fannst hann eiga þau skilið.“ Þú ert farinn að vera með stykki á fjölum stóru leikhúsanna á hverju ári. Hvernig er það? „Ég er ennþá að finna mig í því í rauninni. En mér líður vel þar og það virðast allir bera þó nokkra virð- ingu fyrir því sem ég geri. Fyrir svona þremur árum bjóst ég alls ekki við að ég færi einhvern tímann að skrifa leikrit. Það er þó eitthvað sem móðir mín hefur gert þannig að ég hef það hálfpartinn frá henni.“ Undarleg verkefni Er mikill munur á leikskáldinu Hugleiki og myndasöguhöfundinum Hugleiki? „Ekkert rosalega, held ég. Þótt það sé mjög ólíkt að gera myndasög- ur og að skrifa leikrit, að því leyti að myndasögugerðin er sjálfhverf og alveg undir mér komin en leikrit er samvinnuverkefni, þá er þetta hvort tveggja sviðsetning. Þegar ég teikna myndasögur er ég að setja atburði á svið. Sviðið er ramminn og svo eru persónurnar teiknaðar þarna inn ásamt öllu því sem gerist. Síðan þeg- ar maður gerir leikrit, þá skrifar mað- ur það sem á gerast og svo sjá allir aðrir um galdurinn.“ Sérðu fyrir þér að halda ótrauð- ur áfram í myndasögunum óháð því hvort þú gætir haft meira en nóg fyrir stafni í leikhúsinu? „Já, ég ætla alltaf að vera í mynda- sögunum. Og leikhúsinu líka ef það verða örlög mín. En eins og ég bjóst aldrei við að skrifa leikrit þá getur ver- ið að ég fái einhver ný verkefni sem ég bjóst aldrei við að fá upp í hend- urnar. Maður veit ekkert hvað gerist næst og oft fær maður voðalega und- arleg og sérstök verkefni upp í hend- urnar. Og ég segi já eða nei eftir því hvort ég þurfi pening eða ekki og eftir því hvort það muni líta skemmtilega út á ferilskránni.“ Í öllum bókunum þínum er for- máli eftir rafvirkjann Friðrik Sólnes. Af hverju? „Það var þannig að áður en þetta byrjaði allt saman var ég búinn að gera fullt af svona spýtukallabrönd- urum á blaði. Ég gerði hins vegar ráð fyrir að það myndi enginn vilja gefa þetta út því þetta eru beisiklí illa teiknaðar myndasögur. Það var líka eiginlega enginn markaður fyrir ís- lenskar myndasögur á Íslandi þannig að mér datt ekki í hug að fara með þetta til útgefanda. Ég og Sjón höfð- um líka haft hugmynd að mynda- sögubók töluvert áður en þetta var og hann sagði þá að enginn myndi vilja gefa þetta út. Ég ákvað því að prófa að gefa út sjálfur og einu sinni þeg- ar ég var á leiðinni heim úr bíói með Friðriki sagði ég honum að ég ætl- aði að gera þessa bók. Þá sagði hann: „Ókei, þá kannski skrifa ég bara for- málann.“ Hann tók það verkefni því eiginlega að sér án þess að ég hefði beðið hann um það, og ég bannaði honum það ekkert. Nú, hann skrifaði þennan formála - og það eldsnöggt - og vegna þess að þessi litla bók, sem hét Elskið okkur, virtist virka og gaf mér smápening í aðra hönd þá ákvað ég að gefa út aðra bók um næstu jól. Friðrik skrifaði líka formálann að henni þannig að þetta varð svolítið samvinnuverkefni. Hann átti alltaf þetta í bókinni sem gerði að verkum að hann keyrði mig stundum á milli staða eða upp í prentsmiðju.“ Friðrik segir í formálanum að nýj- ustu bók þinni, Ókei bæ!, að þú gerir að umfjöllunarefni þínu „gagnsleysi hins goðsagnakennda frjálsa vilja andspænis óæðri hvötum og óreiðu höfundar og heimsins alls“. Ertu sam- mála þessu? „Já, ég er eiginlega bara sammála þessu. Ég gæti allavega ekki orð- að þetta betur. Af þeim greiningum sem ég hef fengið í gagnrýni og ann- arri umfjöllun finnst mér alltaf hans greining á því sem ég er að gera lang- skemmtilegust. Stundum segir hann líka eitthvað sem myndi teljast vit- leysa en ég ritskoða hans formála engan veginn. Þessir formálar eru því oftast nær blanda af sannleika og súrrealisma.“ Ekki moldríkur Eins og minnst var á í upphafi kom bók Hugleiks, Should You Be Laughing at This? - sem er þýðing hans á Forðist okkur - út á vegum Penguin síðastlið- ið haust. Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvernig hún hefur selst. „Talan sem ég heyrði af fyrir síð- ustu jól var 16 þúsund eintök og mér skilst að hún hafi haldið áfram að selj- ast, allavega nógu vel til að þeir vildu gefa út aðra bók,“ segir Hugleikur en bókin hefur verið seld í Bretlandi, Ír- landi, Suður-Afríku og Ástralíu. „Síð- an hefur hún kannski laumast í bóka- búðir annars staðar á hnettinum. Hún kemur svo út í Bandaríkjunum í haust og það verður athyglisvert að sjá hvers konar viðbrögð hún fær þar. Einnig er ætlunin að gefa hana út í Finnlandi, Noregi, Þýskalandi, Ítalíu og Tékk- landi, að ég held, með haustinu. Ég er einmitt á leiðinni til Finnlands í næstu viku til að kynna hana þar.“ Íslendingar eru alltaf áhugasam- ir að heyra hvort Pétur og Páll séu að verða ríkir af hinu og þessu. Eru ein- hverjir peningar í þessu? „Ég lifi á þessum bókum og leik- ritunum, en ég er ekki ennþá orðinn moldríkur. Ég held að það gerist hægt í þessum bókabisness.“ Að strætóauglýsingunum. Hafði auglýsingastofan bara samband við þig og bað þig um að gera myndasög- ur sem gerðust í strætó? „Já, og það var fyrst og fremst sú staðreynd að þetta snerist um að hafa ókeypis í strætó sem gerði að verkum að mér fannst þetta verðugt verk- efni. Þeir höfðu í rauninni grunn- hugmyndina, að ég myndi gera ein- hverjar sögur um vináttu í strætó. Ég fyllti því í rauninni í eyðurnar sem ég fékk.“ Ég hef heimildir fyrir því að það hafi verið smástress með hvort allar myndirnar kæmust í gegnum ritskoð- un borgarstjóra, sérstaklega ein mynd þar sem kemur fyrir orðið „trekantur“. Kannastu eitthvað við það? „Nei, ég var ekki búinn að heyra af þessu. En ef það var stress, þá hefur það verið að ástæðulausu því ég hef séð þær auglýsingar einhvers staðar.“ Styrkur til kvikmyndahandrits- skrifa Ég veit að þú ert mikill kvikmynda- áhugamaður, varst meðal annars kvikmyndagagnrýnandi hjá Tvíhöfða á sínum tíma. Er ekkert kvikmynda- handrit í vinnslu hjá þér? „Ég fékk styrk til að skrifa kvik- myndahandrit sem byggt er á Forðist okkur leikritinu. Það er hins vegar allt á byrjunarstigi. Ég er búinn að setja ýmsar hugmyndir á blað og svoleiðis en vinnan sjálf er ekki hafin, enda er ég ekki ennþá búinn að skrifa undir neinn samning,“ segir Hugleikur en styrkurinn fékkst í gegnum Blueeyes Productions, fyrirtæki Baltasars Kor- máks. Eins og þú sagðir hefur mamma þín (Ingibjörg Hjartardóttir rithöf- undur) skrifað leikrit, og hún hef- ur líka skrifað skáldsögur. Finnurðu einhverja löngun hjá þér til að skrifa skáldsögu? „Myndasögurnar eru mínar skáld- sögur. Ég veit að það er hollt að fikta í öðrum formum og ef ég treysti mér einhvern tímann til þess að skrifa skáldsögu án mynda, þá geri ég það. En það er ekki að fara að gerast strax,“ segir Hugleikur að lokum. Þess má geta að hann ætlar að rappa ásamt Þormóði bróður sínum, trommuleik- ara Jeff Who?, í Borgarbókasafninu á Menningarnótt. Þeir hyggjast koma fram undir listamannsnöfnum sín- um; Þormóður er Morðóður, Hug- leikur er Flugveikur. kristjanh@dv.is Ætla alltaf að vera í myndasögunum myndasögur Úttekt á gamla Íslandi „Eins og ég er að skrifa það núna gerist leikritið í baðstofu árið 1886 og er nokkurs konar mín úttekt á Íslandi í gamla daga.“ 50% alveg ágætis tilboð Nýir áskrifendur fá DV frítt í ágúst og borg a aðeins 2.995 kr. fyrir september og októb er. Gangtu frá áskrift með því að hringja í sím a 512 7080, senda póst á askrift@dv.is, senda sms skilaboðin „ja dv“ í 821 5521 eða með því að fara inn á www.dv.is afsláttur af áskrift!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.