Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Síða 24
föstudagur 17. ágúst 200724 Helgarblað DV að er blíðskaparveð- ur í borginni þegar blaðamaður hittir Guðjón Þórðar- son og sest nið- ur með honum í morgunkaffi á Hótel Borg. Kom- ið er að leikjum þrettándu umferð- ar í deildinni og Guð- jón er brattur þótt Fylk- ir hafi rofið tuttugu leikja samfellda sigurgöngu hans sem þjálfara í bikarkeppninni fyrir skömmu. Nú er komið að því að hefna ófaranna, enda á ÍA að mæta Fylki í deildinni um kvöldið. Þegar gluggað er í ferilskrá Guð- jóns í knattspyrnunni má sjá að ár- angur hans er einstakur. Hann lék 400 leiki með ÍA og varð fimm sinn- um Íslandsmeistari og fimm sinn- um bikarmeistari. Hann náði einum A-landsleik og fjórum leikjum með yngri landsliðum. Sem þjálfari hef- ur hann unnið fjóra Íslandsmeist- aratitla, fjóra bikarmeistaratitla og deildarbikarkeppnina. Þá kom hann Stoke City upp í 1. deild á Englandi og vann Framrúðubikarinn með lið- inu. Árangur hans með landsliðinu var einnig einstakur. Af 24 leikjum unnust 10, jafnteflin urðu 6 og töpin átta. Markatalan var einnig athyglis- verð. Liðið skoraði 35 mörk og fékk á sig 23. Ekkert væl En úr hvaða leir er þessi sigursæli knattspyrnuvíkingur gerður og hvað mótaði hann? „Ég kem úr fjölskyldu sem þurfti að hafa fyrir hlutunum. Faðir minn var sjómaður og móðir mín ólst upp í sveitinni. Þau bjuggu allan sinn bú- skap á Akranesi og ég er alinn upp í því sjávarplássi. Á þeim tíma gengu hlutirnir talsvert öðruvísi fyrir sig en nú en rauði þráðurinn var: Ekkert væl, enda hjálpar enginn þeim sem ekki hjálpa sér sjálfir. Að sama skapi vorum við systkinin hvött til þess að takast á við hlutina og vera ekkert að fela okkur. Leti var talin hin arg- asta ómennska. Ef menn voru óvilj- ugir til verka fengu þeir að heyra það. Því kom aldrei annað til greina en að við gerðum kröfu til sjálfra okkar og það gerði ég og hef alltaf gert. Þar af leiðandi geri ég kröfur til annarra líka.“ Litla samfélagið á Skaganum sem skóp Guðjón var á heildina lit- ið þessu marki brennt. Hann fór á sjó með föður sínum tvö sumur, 15 og 16 ára gamall. „Fyrst var ég á trillu með honum og seinna sumarið á línubát. Í úti- legunni á línunni við Grænland og norður í hafi komst maður í kynni við lítið samfélag, sjómennina, og var lokaður með þeim í litlum lúkar í 12 til 14 daga. Ungir menn þurftu að vera nokkuð harðir til þess að kom- ast í gegnum það samfélag. Ef þeir voru ekki harðir fyrir hörðnuðu þeir við það.“ Guðjón er minnugur þessarar reynslu í störfum sínum í dag. „Pabbi lagði höfuðkapp á að skapa góðan anda og samstöðu um borð. Það er lykilatriði að fá fólk til liðs við sig sem er tilbúið að vinna saman.“ Foreldrar Guðjóns, Guðjón Þórð- arson og Marselía Guðjónsdótt- ir, eignuðust þrjú börn sem öll eru framarlega á sínu sviði. Systur Guð- jóns eru Inga Jóna, forsætisráðherra- frú og fyrrverandi oddviti sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn, og Herdís, alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokk- inn í Norðvesturkjördæmi. Frjálslyndur sjálfstæðismaður „Við erum mikið sjálfstæðisfólk. Inga Jóna hefur verið lengi í framlín- unni og nú er Herdís nýorðin þing- maður og mitt hlutverk er að brýna þær á bak við tjöldin,“ segir Guðjón og brosir en heyrst hefur að Guðjón hafi einmitt stundum verið kallaður til að hvetja menn til dáða í stjórn- málunum. Þar hefur hann lesið yfir hausamótunum á mönnum ekki síð- ur en í knattspyrnunni. „Já, ég hef verið sjálfstæðismaður lengi. Lífssýnin hefur beinst í þá átt þótt pólitíkin hafi vissulega breyst talsvert og þróast. Ætli ég teljist ekki vera frjálslyndur sjálfstæðismaður. Sjálfstæðismaðurinn Guðjón: „Ætli ég teljist ekki vera frjálslyndur sjálfstæðismaður. Ég tel að þeim eigi að hjálpa sem eru hjálpar þurfi en jafnframt eigi að fara vel með og gæta aðhalds. Þess vegna er ég ekki róttækur hægrimaður í þeim skilningi enda tel ég að menn þurfi að temja sér umburðarlyndi á öllum sviðum í þjóðlífinu.“ „Ég vorkenni KR en að mörgu leyti er ekki hægt að vorkenna þeim. KR-ingar geta ekki kennt neinum um nema sjálfum sér.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.