Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Side 25
DV Helgarblað föstudagur 17. ágúst 2007 25
Ég tel að þeim eigi að hálpa sem eru
hjálpar þurfi en jafnframt eigi að fara
vel með og gæta aðhalds. Þess vegna
er ég ekki róttækur hægrimaður í
þeim skilningi enda tel ég að menn
þurfi að temja sér umburðarlyndi á
öllum sviðum í þjóðlífinu.“
Sjálfstæðisflokkurinn státaði
sig lengi af því að vera flokkur allra
stétta. Er hann það?
„Þótt ég hafi stundum efast um
það er enginn annar flokkur bet-
ur í stakk búinn til þess. Mér sýnist
til dæmis að nýja ríkisstjórnin ætli
að láta gott af sér leiða á þeim væng
þjóðfélagsins þar sem fólk má sín
minna eftir þá velmegun sem ríkt
hefur á mörgum sviðum. Margir hafa
mikið umleikis eftir góð ár og það er
alveg hægt að skera af kökunni og
hlúa að þeim sem ekki hafa notið
jafn ríkulega hingað til.“
Eitt að vera góður leikmaður
Margir láta sig dreyma um að
gera knattspyrnu að ævistarfi en
fæstir fá þann draum uppfylltan.
„Ákveðnir aðilar, ágætir menn á
Akranesi, höfðu trú á því að ég gæti
látið gott af mér leiða í þessum efn-
um. Mér bauðst að fara út á land og
gerast spilandi þjálfari en þá sagði
Haraldur vinur minn Sturlaugsson
að ef ég ætlaði að þjálfa væri eins
gott að byrja á Akranesi.“
Guðjón hætti ungur að spila, 31
árs, og fór beint út í þjálfunina. Eft-
ir þrjú farsæl sumur á Akureyri kom
hann til baka og var í fyrsta skipti
ráðinn í fullt starf sem þjálfari ÍA.
Með Guðjóni í Skagaliðinu höfðu
verið talsvert meiri spámenn á vell-
inum en hann. Hvers vegna átti það
fyrir honum, bakverðinum harða, að
liggja að taka við liðinu?
„Eitt er að vera góður leikmað-
ur og annað að vera góður stjórn-
andi, eins og dæmin sanna. Það dug-
ar skammt að vera góður leikmaður,
menn þurfa að hafa að geyma miklu
fjölbreyttari manngerð í þjálfun-
inni.“
Guðjón hefur oft farið í gegnum
það í huganum hvað hefði getað gert
hann að betri leikmanni. „Það hefur
hjálpað mér við að byggja upp unga
leikmenn. En það eru breyttir tímar í
dag. Hér áður unnu menn fyrir þeim
peningum sem þeir höfðu úr að spila
en nú er svo margt sem glepur unga
menn. Engu að síður er að koma upp
kynslóð leikmanna sem er til í að
leggja hart að sér og temja sér þann
agaða lífsstíl sem þarf til þess að ná
góðum árangri.“
Peningavit ólíkt fótboltaviti
Mikil stemning varð víða með-
al knattspyrnuáhugamanna þeg-
ar Guðjón hóaði saman íslenskum
peningamönnum til að yfirtaka hið
fornfræga félag Stoke. Það ævintýri
endaði ekki eins og Guðjón ætlaði
og heldur ekki þegar hann tók við
elsta knattspyrnuliði Englands, Notts
County, þar sem nýtt fjármagn átti að
spila stóra rullu með góðum þjálfara
en skilaði sér ekki.
„Peningarnir skipta miklu máli.
Þeir eru ríkjandi úti um allt og mörg-
um peningamönnum mun aldrei
endast ævi til þess að eyða þeim.
Þeir hafa því fundið sér farveg víða.
Að vissu leyti gekk Stoke-dæm-
ið upp. Ég var þar við stjórnvölinn í
þrjátíu mánuði og náði því takmarki
að koma félaginu upp um deild. Eft-
ir að ég fór frá félaginu virtist verða
ákveðin breyting og þeim tókst ekki
að ljúka ætlunarverki sínu. Því miður
eru margir peningamenn sem halda
að þeir hafi vit á nánast hverju sem
er. Það er mikill misskilningur. Ef
barnið manns veikist fer maður með
það til læknis en ekki til múrara eða
málara.“
Urðu það þér mikil vonbrigði
hvernig málin þróuðust hjá Stoke?
„Já, ég fer ekki í grafgötur með
það. Ég taldi að farið væri á sveig
við það sem ætlunin var í upphafi.
En þetta var ákvörðun stjórnar. Ým-
islegt breyttist hjá félaginu í minni
tíð. Áhorfendum fjölgaði úr tæplega
10 þúsund manns í um 14 þúsund.
Engu að síður er ljóst að vinna mátti
betur í innra starfi klúbbsins og efla
markaðsdeildina og bregðast við
hlutunum fyrr. Á endanum held ég
að það hafi reynst stjórnendunum
hvað erfiðast að búa í öðru landi og
koma sem gestir til Stoke.“
Beinir orkunni í rétta átt
Þegar þjálfaraferill Guðjóns er
skoðaður er hægt að telja langa bunu:
ÍA, KA, KR, ÍBK, Stoke, Start, Notts
County, Barnsley, landsliðið. Hann
hlýtur að horfa talsvert til baka um
leið og hann horfir fram á við?
„Ég reyni að meta veikleika og
styrkleika í þeim stöðum sem ég hef
verið í áður um leið og ég tek við ein-
hverju nýju.“
En hvað sjálfan þig varðar per-
sónulega, náðir þú oft góðum ár-
angri í starfi um leið og þú varst hvað
umtalaðastur og sagður skandalísera
hvað mest?
„Já, en það breytir ekki því að ég
hef alltaf lagt mikið á mig í vinnunni.
Þegar ég var yngri hafði ég miklu
meiri orku eða réttara sagt öðruvísu
orku. Mér hefur lærst að beina henni
í réttan farveg og beisla hana.“
Þótt Guðjón væri ekki aðalstjarn-
an í Skagaliðinu kom George Kirby
þjálfari að máli við hann og vildi fá
hann út til Englands að reyna fyrir
sér hjá liðum í næstefstu deild. Kirby
hafði ákveðin lið í huga þar sem Guð-
jón gæti sýnt sig. Hér þótti mönnum
ekki mikill metnaður í því að Guðjón
færi að setja stefnuna á næstefstu
deild á Englandi. „Kirby hafði ekki
orð á þessu við marga aðra og bauð
ekki öðrum leikmönnum á þessum
tíma en síðar sá ég hvað Kirby var að
meina eftir að ég áttaði mig á þeirri
hörku sem þar bíður manna. Þar er
andleg harka ekki síður en líkam-
leg. Mér hefur sem sagt smám sam-
an lærst að það eru ekki bara flink-
ir ballettdansarar sem ná árangri í
boltanum. Það þarf miklu meira til
eins og hefur sýnt sig í félagsliðun-
um sem ég hef þjálfað og landslið-
inu. Það er stöðugt verið að reyna á
þolrifin í mönnum og menn þurfa að
læra af reynslunni.“
Heppinn maður
Guðjón hefur ekki farið varhluta
af kjaftagangi um sig en hann hefur
aldrei látið bugast eða efast um að
hann væri á réttri hillu.
„Þótt ég hefði viljað að margt færi
öðruvísi tel ég mig heppinn mann. Ís-
land er lítið samfélag og hér er mikill
núningur. Frændi minn og vinur var
eitt sinn að taka við nýju og krefjandi
starfi í samfélaginu. Ég fór með hon-
um upp í Perlu og labbaði með hon-
um út á svalrinar og sagði við hann:
„Jæja, félagi. Þetta er borgríkið sem
þú býrð í. Ef þú hendir steini hérna
út í pollinn, þá gárast allt vatnið.“
Það er nefnilega svo að í okkar
litla samfélagi er fylgst með öllu sem
við gerum. En ég hef verið heppinn
og farsæll maður og er ánægður með
mitt líf.“
Menn búast við bommertum frá
þér. Þegar endurkoma þín í íslenska
boltann var staðfest fögnuðu sum-
ir því vegna þess að þú mundir gera
knattspyrnuumfjöllunina skraut-
legri, burtséð frá því hver árangur
Skagamanna yrði.
„Já, já, en ég hef gert það viljandi
að hafa mig ekki mikið í frammi og
einbeita mér að því að byggja upp
mitt gamla lið og skapa stemningu á
Skaganum. Sjö menn fóru í burtu og
tveir voru fengnir til liðsins þannig
að bilið sem ég þurfti að brúa var
ærið. Í knattspyrnu eru menn alltaf
að byggja upp. Það þýðir ekkert að
reyna að halda einhverri óbreyttri
stöðu.“
Endurkoma Guðjóns á Skagann
var nokkuð umtöluð. Tvíburabræð-
urnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssyn-
ir höfðu tekið við liðinu í fyrra þeg-
ar stefndi í fall. Því tókst að bjarga á
síðustu stundu og bræðurnir voru
tilbúnir að halda áfram með liðið.
Stjórnin á Skaganum vildi hins vegar
reynslumeiri þjálfara og ljóst var að
Guðjón var í spilunum.
„Slíkt verður alltaf umdeilt
og ákveðið hlutfall sem tilheyrir
óánægjuhópnum. Ég tel mig hins
vegar hafa fengið góðar móttökur og
hafa fengið góðan meðbyr. Þegar ég
tók við KA á sínum tíma þótti mörg-
um það glapræði en það átti eftir að
breytast.“
Vildi nýjan þjóðarleikvang
Guðjón skynjar ýmsar breyting-
ar frá gulltímabili sínu sem þjálfari
ÍA. „Fleiri leikmenn eru tæknilega
betri, en á móti kemur að ég hefði
viljað sjá meiri þroska í leikfræðinni
og ég hefði viljað sjá menn í betra
formi. Við vitum að á sama tíma og
við erum að reyna að bæta okkur eru
aðrar þjóðir að reyna að gera það
líka.“
Gríðarlegum fjármunum hefur
verið varið í knattspyrnuna í formi
bættrar aðstöðu, launa og nú síðustu
árin í kaup á sjónvarpsefni sem teng-
ist fótbolta. Það eru fleiri sem borga
fyrir þetta en bara þeir sem hafa
áhuga á fótbolta.
„Rétt er það. Til dæmis var um-
deilt þegar knattspyrnuhöllin var
byggð á Akranesi en þetta er líklega
best nýtta mannvirkið okkar. Ég held
að peningum sé vel varið í íþróttir og
ég vona að við séum hvergi hætt.“
Vilja menn ekki sjá árangur á
móti? Hann hefur ekki verið mjög
glæsilegur hjá landsliðinu síðustu
árin.
„Það er alveg rétt. Og þegar menn
spyrja hvernig peningum sé varið þá
er þetta alltaf spurning um pólitík.
Ég var til dæmis á móti því að byggja
upp Laugardalsvöllinn. Vildi hafa
hann óbreyttan sem fótbolta- og
frjálsíþróttavöll en byggja þess í stað
15 til 18 þúsund sæta lokaðan völl.
Það hefði orðið ódýrara. Fótbolta-
heimurinn getur nefnilega verið svo-
lítið pólitískur, brellinn og bröndótt-
ur.“
Eiður skoði lífsstíl sinn
Eggert Magnússon, fyrrverandi
formaður KSÍ, er núna kominn í
ljónagryfjuna á Englandi sem Guð-
jón þekkir svo vel. Hefur Eggert eitt-
hvað þangað að gera?
„Það er mjög forvitnilegt að fylgj-
ast með því. Hann virðist hafa tals-
vert annað hlutverk en aðrir for-
menn og er meira í sviðsljósinu. Ég
átti von á því að Eggert yrði með aðra
nálgun þarna og hann virðist feiki-
lega vinsæll meðal stuðningsmanna
West Ham og það er mikilvægt. Hann
mun síðan verða dæmdur af einu,
þeim árangri sem liðið nær á vellin-
um. Ég vona svo sannarlega að liðið
nái fótfestu því Björgólfur og Eggert
eru að setja mikið í þetta. Hver hefur
sína sýn á það sem þeir eru að gera
og ég hefði viljað sjá þá gera þetta að-
eins öðruvísi.“
Hvernig skilduð þið Eggert að
skiptum?
„Að mörgu leyti nýtti ég mér
landsliðið. Ég vissi að þeir þurftu á
mínum kröftum að halda og kýldi
á það og hélt síðan mína leið, enda
hafði þáverandi stjórn ekki trú á því
að hægt væri að ná lengra á þeim
tíma. Það er gott á milli okkar Eggerts
og KSÍ reyndist mér góður vinnu-
staður.“
Hefur Eyjólfur jafngóðum leik-
mönnum á að skipa og þú?
„Það er líklega ekki sanngjarnt að
bera þetta saman. En það má segja
að í mínu liði á sínum tíma hafi ver-
ið mun fleiri iðnaðarmenn en lista-
menn,“ segir Guðjón og brosir.
Íslenski landsliðsfyrirliðinn hef-
ur mátt þola mikið mótlæti upp á
síðkastið. Síðustu fréttir af honum
heima á Íslandi voru að ráðist hefði
verið á hann á Lækjartorgi. „Það var
dapurlegt. Ég var að vonast til þess
að Íslendingar væru stoltari þjóð en
þetta. Menn hafa rætt um að Eiður
hafi ekki kært. Mér finnst að lögregl-
an eigi að hafa uppi á þeim mönnum
sem þarna voru að verki og kæra þá.
Þetta er þjóðarskömm og lögreglan
á ekki að skýla sér á bak við það að
Eiður hafi ekki kært. Á hinn bóginn
má velta því fyrir sér hvað Eiður var
að gera þarna. Hann er það góður
knattspyrnumaður og á þeim tíma-
punkti í lífinu og á sínum ferli að
hann þarf að gæta að því að ganga
hægt um gleðinnar dyr. Eiður er ekki
bara góður knattspyrnumaður held-
ur ekkert nema gæskan og gæðin
sem manneskja.“
Sammála um
að vera ósammála
Eins og fram hefur komið hefur
Guðjón haldið sér frekar til hlés í fjöl-
miðlum í sumar. Hann kom engu að
síður víða fram í umræðunni um hið
umdeilda „slysamark“ sonar hans,
Bjarna Guðjónssonar, í sigurleik gegn
ÍBK á Skaganum.
„Það er enginn undirbúinn fyrir
slíkt óhapp, hvorki við né Keflvíking-
ar. Ég stend við allt sem var sagt og
gert á þeim tíma. En þegar litið er til
baka hefði eflaust verið hægt að velta
þessari stöðu betur fyrir sér en til þess
vannst ekki tími.“
Synir Guðjóns, Þórður og Bjarni,
eru í ÍA-liðinu og þriðji sonurinn Atli
er í öðrum flokki. Hálfbróðir Þórðar
og Bjarna, Björn, er einnig í Skagalið-
inu.
„Þetta er mjög sérstök staða,“ segir
Guðjón og hlær. „Á daginn er ég fað-
ir Dodda og Bjarna en þegar ég þjálfa,
þá er ég orðinn þjálfarinn þeirra. Þeir
vita að ég geri miklar kröfur til þeirra
og þar er engin miskunn. Björn er
bæði efnilegur knattspyrnumaður og
góður strákur og hann veit að ég mun
hjálpa honum eins og ég get.“
Ertu sjálfur betri maður en þú varst
þegar þú fetaðir knattspyrnubraut-
ina?
„Já, ég hef unnið í sjálfum mér. Ég
hef öðlast reynslu, meðal annars á
Englandi. Þar kynntist ég ýmsu öðru
en því sem menn sjá bara á yfirborð-
inu.“
Hvað hefurðu gert til þess að rækta
sjálfan þig?
„Haustið 1996 ákvað ég að fara í
meðferð.“
Var komið að einhverjum vendi-
punkti hjá þér?
„Nei, þetta gerðist eiginlega af
sjálfu sér. Svo lærði ég ýmislegt af
Bretanum sem kann þá list að vera
sammála um að vera ósammála. Hjá
okkur er of algengt að stimpla menn
sem andstæðinga og óvini ef þeir eru
ekki sammála. Í fótbolta eru menn til
dæmis mjög viðkvæmir fyrir gagn-
rýni. Að mínu viti er enginn einn
sannleikur, hvorki í fótboltanum né
í lífinu sjálfu. Þegar maður áttar sig á
því færist yfir mann meiri ró og slök-
un.“
Stutt og laggott: Hvar endar Skag-
inn á stigatöflunni?
„Ég er enginn spámaður og er
með viðkvæmt lið í höndunum. Sum-
ir af leikmönnunum eru fastari fyr-
ir og ákveðnir en aðrir eru ekki jafn
ákveðnir í því að stíga fast til jarðar og
ekki jafn tilbúnir til þess að verða stór-
ir og sterkir. Mitt hlutverk er að að-
stoða þá og efla. Og ég væri að ljúga
ef ég vildi ekki vinna alla þá leiki sem
eftir eru. Það verður að koma í ljós.“
Vorkennir KR
Þú býrð í vesturbæ Reykjavíkur.
Hvernig blæs um KR-sálirnar?
„Ég vorkenni KR en að mörgu
leyti er ekki hægt að vorkenna þeim.
KR-ingar geta ekki kennt neinum
um nema sjálfum sér. Líklega er rétt
að það yrði mikill skaði ef KR félli úr
deildinni en spurningin er hvort þeir
þurfi á því að halda til þess að takast
á við það hugarfar sem til þarf.“
Að upphafinu. Nú eru systur þín-
ar báðar búnar að skora í pólitík. Er
komið að því að flullkomna þrenn-
una hjá ykkur systkinum og að þú
látir á þig reyna á þeim vettvangi?
„Nei, ég held að ég sé miklu ham-
ingjusamari og betur settur utan
þings,“ segir Guðjón og hlær. „Ég er
ekki viss um að það joð og japl sem
er á þingi eigi við þann tígur sem býr
í hjarta mér. Tígurinn myndi ekki
sætta sig við rammann sem þar rík-
ir. Auk þess held ég að mágur minn
vilji ekki endilega hafa mig í hjörð-
inni sinni sem óbreyttan þingmann.
En ég verð áfram pólitískur en treysti
því fólki sem þar er í forystu.“
Þú gerðir þriggja ára samning við
ÍA. Er tígurinn kominn heim?
„Já, mér finnst gaman og gott að
vera hér heima.“
Knattspyrnumaðurinn Guðjón: „Eitt er að vera góður leikmaður og annað að vera
góður stjórnandi, eins og dæmin sanna.“
„Pabbi lagði höfuð-
kapp á að skapa góðan
anda og samstöðu
um borð. Það er lykil-
atriði að fá fólk til liðs
við sig sem er tilbúið
að vinna saman.“