Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Side 28
föstudagur 17. ágúst 200728 Helgarblað DV Þorvaldur Þorsteins- son, myndlistarmað- ur og rithöfundur EKKI Í BOÐI LANDS- BANKANS! Þorvaldur Þorsteinsson, mynd- listarmaður og rithöfundur, segir að Menningarnótt hafi í sjálfu sér jafn- mikla merkingu fyrir menningarlífið og 17. júní hefur fyrir lýðræðið. „Það er ekki mjög augljós tenging. Það eru samt margir sem prófa að gera hluti sem annars yrðu ekki til ef ekki væri fyrir Menningarnótt,“ segir hann. „Fólk hittist og upplifir ýmislegt sem það annars mundi ekki upplifa. En í harð- neskjulegu útgáfunni held ég að það sé ástæðulaust að gera of mikið úr svona karnivali. Það er ákveðið ferli sem er í gangi í samfélaginu sem snýr að sköp- un og endurnýjun og það er nokkuð sem ekki er hægt að skoða á einni dag- stund. En að sjálfsögðu er þessi hátíð í boði listamanna og vöfflubakaranna, það má ekki gleyma því. Þessi hátíð er ekki í boði fyrirtækja og allra, allra síst í boði Landsbankans.“ Honum finnst hátíðin ekki vera kom- in fram úr sér. „Nei, hún bara þróast. Sif Gunnarsdóttir og hennar fólk gerir þetta mjög vel innan þess ramma sem þeim er gefinn.“ Spurður hvort hann lumi á góðri sögu um fyrri Menningarnætur svarar hann: „Já, já, en hún er það góð að ég ætla að luma á henni áfram.“ Hvaða Menningarnótt er að þínu mati best heppnuð? „Eðli málsins sam- kvæmt rugla ég þeim öllum saman. Yf- irleitt er bara allt gott sem er.“ Hann segist enn fremur alltaf láta auðnu ráða því hvaða viðburði hann fari og sjái. M enn ing arn ótt 20 07 Guðjón Pedersen Borgarleikhússtjóri MIKILL ÁHUGAMAÐUR UM FLUGELDASÝNINGAR Guðjón Pedersen Borgarleik- hússtjóri lítur á Menningarnótt sem einhvers konar upphaf á haustinu og öllu því sem það kallar á. „Þetta er gott tækifæri fyrir fólk til að hittast og þjappa sér saman áður en vertíðin hefst. Á Menningarnótt gefst manni tækifæri til að sjá og upplifa svo ótal margt nýtt og forvitni- legt sem maður vissi ekki um áður. Maður gengur um bæinn og skoðar vinnustofur og ann- að slíkt sem maður hafði ekki hugmynd um að væru til. Það er virkilega spennandi og skemmti- legt.“ Honum finnst hátíðin ekki vera komin fram úr sjálfri sér. „Ég er ánægður með að borgaryfir- völd skyldu hafa hleypt Menning- arnótt í gang. Mér finnst ekki hægt að kenna yfirvöldum um það hvernig við hegðum okkur í borginni okkar. Hvað umgengni og hegðun snertir sýnist mér hún ekkert verri en um venjulegar helgar. Við þurf- um svolítið að líta í eigin barm og taka ábyrgð á okkur sjálfum. Það er fáránlegt að við þurf- um að láta passa okkur þegar við gerum okkur glaðan dag og hittumst mörg saman.“ Guðjón segist vera mikill áhugamaður um flugeldasýningar. „Mér finnst það hápunktur Menningarnæturinnar. Versta Menningar- nóttin mín var líklega þegar það var ausandi rigning. Ég var með gleraugun á nefinu og sá bókstaflega ekkert af flugeldasýningunni vegna bleytu á gleraugunum. Það var líklega sorglegasta Menningarnóttin mín til þessa.“ Aðspurður segist hann aldrei ákveða það fyrir fram hvaða viðburði hann fari að sjá. „Ég leyfi því bara að koma í ljós. Það er lang- skemmtilegast. Ég skoðaði reyndar dagskrána til að fullvissa mig um hvort og hvar flugelda- sýningin yrði. Annars er ég búinn að ákveða að ég ætla að skoða grunninn að tónlistarhús- inu og myndasýninguna sem verður þar. Þar verður hægt að skoða myndir af svæðinu og þá getur maður séð hvernig svæðið kem- ur til með að líta út. Það verður mjög spennandi að sjá. Að öðru leyti hef ég ekkert ákveðið.“ Elísabet Þóris- dóttir, verkefna- stjóri fyrstu Menningarnætur FYRSTA HÁTÍÐ- IN EINNA BEST Elísabet Þórisdóttir, verkefna- stjóri fyrstu Menningarnætur segir að það hafi sýnt sig í gegn um tíðina að Menningarnótt hafi gríðarlega mikla þýðingu fyrir menningarlífið. „Hátíð- inni er ætlað að vekja athygli á því blómlega menningar- og listalífi sem fram fer í borginni all- an ársins hring,“ segir hún. „Til hennar var upphaflega stofnað, meðal annars, í tilefni tvö hundruð og tíu ára afmælis Reykjavíkurborgar. Menningarnótt á að vera hvatning til fólks að brjóta upp sitt daglega munstur og kíkja inn á stofnanir og sýningarsali sem það mundi kannski annars ekki gera.“ Hún segir erfitt að gera samanburð á hátíðunum því hver hátíð sé sérstök. „En hvað mig varðar held ég að ég hljóti að minnast best fyrstu hátíðarinnar þegar borgarbúar svöruðu ákalli með litlum fyrirvara. En þá var hátíðin skipulögð með einungis mán- aðar fyrirvara. Fólk á öllum aldri mætti prúðbúið í miðborgina og finna mátti mikinn samtakamátt og mikla gleði. Þegar líða tók að miðnætti mættust karla- og kvennakór Reykjavíkur á brúnni við Ráðhúsið í fallegum söng. Stuttu síðar hófst flugeldasýn- ingin.“ Elísabet segist aldrei missa af flugeldasýningunni. „Annars hefur reynst mér best að mæta í bæinn með góða skapið og láta mig fljóta með fjöld- anum. “ Ágúst Ágústsson, í stjórn Menning- arnætur 1996–2005 HUGMYNDIN FRÁ KAUP- MANNAHÖFN Ágúst Ágústsson átti sæti í stjórn Menningarnætur 1996-2005. Hann segir að Menningarnótt sé hugsuð sem tækifæri fyrir upprennandi listamenn að koma sér á framfæri. „Þó nokkrir listamenn hafa orðið þekktir eftir að koma fram á Menn- ingarnótt. Auk þess er hún hugsuð sem tækifæri fyrir al- menning til að nálgast listina betur,“ segir hann. „Hugmyndin að Menningarnótt er upprunalega komin frá Kaupmannahöfn en það var hugmynd Önnu Margrétar Guðjónsdóttur og Ingibjargar Sólrúnar að inn- leiða hana. Markmið hátíðarinnar var ákveðið mótvægi við ölvun og slagsmál í mið- bænum. Fjölskyldufólk var lokkað niður í bæ til að ögra ógæfunni og það tókst.“ Lumar þú á góðri sögu um fyrri Menningarnætur? „Sú sem er minnisstæðust er þegar rigndi svo mikið að færa þurfti dagskrána inn. Rafmagn fór af vegna vatnsins. Garðar Cortes leiddi kórsöng við Stjórnarráðið og fólkið stóð á Arnarhóli í mígandi rigningu. Það er líka alltaf meiri drykkja þegar rignir.“ Hvað finnst þér um að hafa Menningarnótt heila helgi til að dreifa álaginu? „Það er búið að ræða þetta mjög mikið. Nei, mér finnst það óþarfi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.