Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Page 31
DV Sport föstudagur 17. ágúst 2007 31 MARGUR ER KNÁR ÞÓTT HANN SÉ SMÁR Í Landsbankadeild karla eru nokkrir knáir fótboltamenn þótt þeir séu smáir. Hver hefur ekki heyrt í stúkunni á völl- unum að þessi eða hinn væri kominn í atvinnumennsku ef hann væri nokkrum sentímetrum hærri? DV valdi litla liðið í deildinni og þar sannast hið fornkveðna MIÐJUMAÐUR Hans Mathisen, Fram Er nánast jafnstór og knötturinn en lætur það ekki aftra sér. Lætur vel finna fyrir sér en eins og svo oft í sumar hefur hann verið í einskis manns landi líkt og svo margir hjá fram. MIÐJUMAÐUR Jónas Guðni Sævarsson, Keflavík Þrátt fyrir að vera ekki hár í loftinu er Jónas einn af betri mönnum Landsbankadeildar- innar. Leikmaður sem allir þjálfarar vilja hafa í sínu liði. FRAMHERJI Grétar Ólafur Hjartarsson, KR frábær með boltann og þrátt fyrir dapurt gengi Kr í sumar hefur grétar alltaf staðið fyrir sínu. Naskur að finna samherja sína með hnitmiðuðum sendingum. FRAMHERJI Guðmundur Benediktsson, Val Hefur verið með betri mönnum hér á landi í hartnær áratug og virðist bara verða betri með aldrinum. Hugmyndaríkur á vellinum og Valsmenn eru duglegir að nýta sér það. Þjálfari Leifur Garðarsson, Fylki stóð lengi í baráttunni í körfuboltanum sem dómari. skemmtilegur karakter sem er með svör við öllu, sérstaklega Everton. FRAMHERJI Gunnar Kristjáns- son, Víkingi stundum kallaður „speedy gonzales“ því það eru fáir ef nokkrir sem hlaupa hraðar en hann. duglegur leikmaður og það hefur komið fyrir að hann vinni jafnvel skallabolta. Þessir komu einnig til greina Aaron Palomares, HK, Kári Steinn Reynisson, ÍA, Baldur Bett, Val, Haukur Ingi Guðnason, Fylki, Atli Guðnason, FH, Kristinn Steindórsson, Breiðabliki, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Val, Halldór Hilmisson, Fylki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.