Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Qupperneq 43
DV Helgarblað föstudagur 17. ágúst 2007 43 Anna Marín vinkona mín með okkur út en hún er ólett svo hún varð bara alltaf óléttari og ólettari og á endan- um gat hún ekki ferðast lengur. En Hrafnhildur vinkona mín hefur ver- ið mikið með hana og svo hafa Gyða og Jón Atli Hairdoctor verið með okkur að selja varning á tónleikun- um og hafa þá líka getað passað upp á Kríu en núna er hún komin með aðra góða vinkonu mína sem barna- píu en það er hún Natalie.“ Tónleikaferðin gengið vel Schnitsel On the Highway tón- leikaferðalagið, einsog það kallast, hefur gengið alveg ótrúlega vel og platan Forever víðast hvar fengið góðar viðtökur. „Við vorum að spila fyrir fimmþúsund manns í Búdapest um daginn og það voru bara allir í brjáluðu stuði. Það er alveg frábært að fara eitthvert út og spila lögin sín og sjá tónleikagesti vera að syngja með lögunum og svo kanski verð- ur allt bara alveg brjálað þegar eitt- hvað ákveðið lag byrjar,“ segir Urður sem segir flesta tónleika sveitarinn- ar hafa verið mjög vel sótta. Fleiri breytingar hafa þó orðið á tónleika- ferðalaginu frá því að hljómsveit- in fylgdi eftir Attention því nú hafa einnig tvær bakraddasöngkonur bæst í hópinn auk þess sem Dan- íel Ágúst syngur eitt lag á plötunni og hefur hann þar að leiðandi verið með á túrnum. „Á Forever fórum við að notast svo mikið við röddun sem þarfnaðist bakradda á tónleikunum. Fyrir tvemur árum kom Ásta inní bakraddirnar en þegar við byrjuð- um að túra Forever gekk svo Svein- björg vinkona Ástu til liðs við hljóm- sveitina lika. Það að hafa fengið Ástu og Sveinbjörgu til liðs við okkur er bara algjör guðsgjöf. Þær eru bara æðislegar og svo gaman að hafa þær með í þessu ferðalagi því þær passa svo vel inn í þennan góða hóp og gera svo mikið fyrir tónleikana. mér finnst það reyndar oft gleymast þeg- ar það eru einvherjar umfjallanir um tónleikana okkar hvað þær eru stór hluti af þessu öllu saman því ef þær væru ekki til staðar þá væri þett aldrei jafn gott,“ segir Urður af mik- illi einlægni. „Þetta er bara svo góð- ur hópur, Jón Skuggi hljóðmaður- inn okkar og Aggi ljósamaðurinn og Hrafnhildur og Kría og allir í hljóm- sveitinni. Síðan er það náttúrulega lykilmaðurinn Daníel Ágúst sem hefur verið alveg rosalega gaman að kynnast og svo er líka hann frábær tónlistarmaður. Það er allt öðruvísi að vera í svona tónleikaferðalagi en maður getur ímyndað sér en það er svo ótrúlega gaman ef maður er með skemmtilegu fólki og allt geng- ur vel.“ Á menningarnótt ætlar Gus Gus að halda tvenna tónleika á skemmti- staðnum Nasa en halda svo tón- leikaferðalaginu áfram og skella sér til Belgrad helgina þar á eftir og í smá Frakklandstúr eftir Belgrad.Að- spurð um það hvort það sé ekki skrít- ið að spila á svona litlum stað hérna heima eftir að hafa verið að spila á svo stórum tónlistarhátíðum einsog Glastonbury segir Urður: „Það er svo mikið af stöðum í Evrópu sem eru líka bara svona litlir staðir og mér hefur alltaf fundist voðalega næs að spila á svona minni stöðum því maður nær svo góðri tengingu við tónleika- gestina en í dag finnst mér eiginlega bara bæði orðið jafn skemmtilegt að spila á stærri stöðum og á litlum. Að- almunurinn á því að spila erlendis eða hér heima held ég að felist í því að tónleikarnir byrja yfirleitt fyrr er- lendis en hér heima erum við eigin- lega aldrei að byrja að spila fyrr en eftir miðnætti. Ég hef svolítið ver- ið að berjast við að færa tónleikana framar á kvöldin því stundum eftir góða tónleika langar manni svo til að fara eitthvað út og halda upp á það en þá er klukkan kanski bara orð- in fimm um nótt. Það er samt allt- af jafn gaman að spila hérna heima og sérstaklega á Nasa. Það myndast alltaf svo góð stemning og skemmti- legir tónleikagestir.“ Gus Gus ætlar þó að brydda upp á smæa nýjung á laugardaginn og halda mjög sérstaka tónleika klukkan fimm um daginn. „Við ætlum að vera með eina svona barnatónleika. Þá er sko bannað fyr- ir fólk eldri en tuttugu ára nema í fylgd með börnum. Svo verðum við með tónleika um kvöldið líka en það hefur alltaf verið troðið útúr dyrum þegar við höfum spilað á Nasa svo ég mæli með því að fólk mæti tíman- lega,“ segir söngkonan að lokum. krista@dv.is Þorði aldrei að syngja Urður ákvað þriggja ára að verða söngkona. „Það er alveg frábært að túra svona og fá tækifæri til að ferðast til landa sem maður myndi annars örugglega aldrei heimsækja.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.