Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Side 49
DV Helgarblað föstudagur 17. ágúst 2007 49
Ákveðnar línur
og axlapúðar
sýningarnar fyrir haustið eru með ýmsu móti en
það mátti sjá hjá allmörgum sterkar línur og
herðapúða. Það var mikil áhersla lögð á herða-
púða, vel aðsniðna jakka eða dragtir og sterk snið.
Soldið
varaSamt
Það geta ekki allir púllað þetta
snið. Það liggur enginn vafi á því
að Katherine Heigl nær gríska
lúkkinu best.
Persónan við elSkum þeSSar
tíSkudívur
Sæt og seiðandi loðið eða ekki?
Það voru skiptar skoðanir um haustlínuna hjá Prada þar
sem loðnar kápur og jakkar, jafnvel pils, voru áberandi.
Það er ekki spurning að sterki appelsínuguli og græni
liturinn féll vel í kramið en annað hvort elskaði eða
hataði fólk loðna lúkkið. Það er spurning hvort þið falllið
fyrir þessu og bærinn fyllist af loðnum fígúrum í haust.
magga Sigga
Þær eru svo flottar og má
með sanni segja að þær
eru og verða tískugyðjur
fyrir okkur flestar. Þær
systur eru með svipaðan
en samt frekar ólíkan
smekk. ashley er oftast
aðeins fínni og meira
elegant á meðan Mary-
Kate tekur nettan hippa á
þetta. Það er óhætt að
taka þær sér til fyrirmynd-
ar því þær eru svo
æðislega svalar.
Nafn? „Magga sigga.“
Aldur? „Ég er á tuttugasta og fyrsta
aldursári.“
Starf? „Nemi.“
Stíllinn þinn? „Blandaður, stundum
erfitt að púsla honum saman.
Mamma fílaði diskó á meðan pabbi
var allur í rokkinu.“
Allir ættu að..? „...skreppa í
nálarstungur og losa úr sér stress og
vöðvabólgu.“
Hvað er möst að eiga? „regnjakka
og sæt jarðepli.“
Hvað keyptir þú þér síðast? „Ég
skrapp í IKEa og keypti meðal annars
þessa ágætu klósettsetu, nema hvað
hún á sér nafnið Maren (sum nöfnin á
vörunum í þessari verslun... heheh).“
Hverju færð þú ekki nóg af?
„Mittisháum buxum, stórum, víðum
yfirhöfnum og stórum hettum, sem
væri helst hægt að nota sem trefil
líka. Og allt sem amma mín hefur
gefið mér í gegnum tíðina. allt frá
skarti til skápa.“
Hvert fórstu síðast í ferðalag? „fór
hringinn í fyrsta skiptið ásamt
vinkonum mínum, stoppuðum á
seyðisfirði til að sjá og heyra
tónlistarhátíðina Lunga. Yndislegur
bær og frábær skemmtun!“
Hvað langar þig í akkurat núna?
„Plötu með evil nine og kaffibolla.“
Perlur hér heima? „sá margt fallegt
í hringferðinni, meðal annars
dimmuborgir fyrir norðan og
Jökulsárlón fyrir sunnan. Mæli með
fjallgöngu í fjallinu við Laugarvatn
alla leið upp í skjálgshelli (gengið
upp frá tjaldsvæðinu). sögur segja
að í hellinum hafi búið útigangsmað-
ur sem stal kindum sér til matar. Og
ef vel er gáð er hægt að sjá andlit í
fjallinu... spúúúkí.“
Hvenær fórstu að sofa í nótt? „Eftir
miðnætti allavega, var að glápa á
þátt sem heitir Peep show.“
Hvenær hefur þú það best? „á
kvöldin, og þegar ég veit að ég er að
fara í ferðalag til að upplifa eitthvað
nýtt.“
Afrek vikunnar? „Það er að fara í
sund og synda nokkra metra á
hverjum morgni!“
Karen Walker
Maison Martin
Margielagary graham Christian dior Jennifer Lopez sheryl Crow Katherine Heigl
ashley og Mary-Kate Olsen
D
V
M
yn
d
Ás
ge
ir