Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Side 54
dóri dna segir: & U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s föstudagur 17. ágúst 200754 Helgarblað DV leikirtölvu Ninja gaiden sigma - PS3/XboX 360 singstar Power Ballads - PS2 Madden NfL 08 - PC/PS2/PS3/PSP/XboX 360/ NDS/Wii the darkness - XboX 360/ PS3 Parappa the rapper - PSP Kíktu á þessa leiKjatölvur Í leiknum Assassins Creed sem er væntanlegur á PS3 bregður maður sér í hlutverk fyrr- um leigumorðsmeistara sem reynir að endurheimta orðspor sitt. Tomb RaideR á Wii Leikurinn Tomb Raider Anniversary er væntanlegur á Nintendo Wii. Um er að ræða afmælisútgáfu af leiknum sem er í raun endurgerð af fyrsta leiknum með Laru Croft. Að sjálf- sögðu verður notast við eiginleika Wii-fjarstýringarinnar í leiknum en gagnrýnendur hafa sagt að ekki sé reynt að troða inn óþarfa hreyfistýrð- um eiginleikum eins og oft hefur gerst í endurgerðum leikjum fyrir Wii. ekkeRT einelTi á Home Yfirmenn sony hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis að Home, sem er eins konar netsamfélag Ps3, sé ekki eins og aðrar slíkar síður. Þar verði einelti, ofsóknir eða aðrar anarkískar aðgerðir ekki leyft líkt og á síðunni second Life sem er af svipuðum toga. sony segir að brjóti fólk reglur Home verði það útilokað. sem þýðir að vilji það komast aftur inn þurfi það að fá tengingu frá nýju heimilisfangi og kaupa nýja Ps3-vél. Þetta séu þó allra hörðustu aðgerðirnar. C&C 3-viðbóT Væntanlegur er viðbótarpakki við leikinn Command & Conquer 3: Tiberium Wars. Viðbótin mun bera nafnið Command & Conquer 3: Kanes Wrath. Viðbótin mun spanna nýtt 20 ára tímabil og endurfæðingu bræðrafélagsins Nod. Leikarinn Joe Kucan snýr aftur í hlutverki sínu sem Kane en hann leikur þar í alvöruhasar- myndbrotum sem segja söguna. búist er við því að viðbótin verði komin í búðir vorið 2008. Leikurinn Assassins Creed er væntanlegur á PlayStation3 seinna á árinu. Það er Ubisoft sem framleið- ir leikinn og er það sama deild inn- an fyrirtækisins sem þróar hann og gerði hina geysivinsælu Prince of Persia-leiki. Leikurinn gerist árið 1191 og stendur þá þriðja krossferðin yfir og hermenn Vesturheims reyna sölsa undir sig landið helga í nafni kristn- innar. Aðalpersóna leiksins er Altair sem er leigumorðsmeistari og til- heyrir ævafornum samtökum leigu- morðingja sem heita Hashshashin. Honum mistekst að gera leiðtoga samtakanna til geðs og er lækkaður í lægstu tign leigumorðingja. Honum gefst þó tækifæri til að endurheimta mannorð sitt. Hann þarf að fara djúpt inn í landið helga þar sem Jerúsalem er hjartað og stríðið geisar. Á meðan Ríkharður ljónshjarta og Saladin berjast eru nokkrir menn sem misnota ástand- ið sér til persónulegs ábata. Altair er skipað að taka þessa menn af lífi til að koma á jafnvægi á svæðinu. Eft- ir því sem líður á ferð hans kemst hann að því að eitthvað meira ligg- ur að baki og þeir menn sem hann á að taka af lífi eiga eitthvað allt ann- að sameiginlegt en að vilja græða á ástandinu. Altair mun hafa alls kyns vopn til að hjálpa sér við launmorðin svo sem lásboga, kasthnífa og sverð svo fátt eitt sé nefnt. Umhverfið í leiknum er ótrú- lega vandað og hefur gagnkvæm áhrif. Sem þýðir að það bregst við aðgerðum spilandans. Til dæmis ef Altair ýtir við einhverjum í mannþröng gæti hann brugðist illa við. Eða ef til átaka kemur getur múgurinn snúist gegn honum. Þá verður Altair hafa forðast augu al- mennings þegar hann læðist um eða klifrar upp veggi þar sem fólkið kem- ur saman þar sem eitthvað er í gangi. Jerúsalem sjálf er byggð upp eins og hún var á þessum tíma og er grafíkin í leiknum ótrúlega nákvæm. Manstu eftir þessuM? SuperNintendo eða SNES átti sína spretti og komu margir klassískir leikir út á þá vél. Super Mario World sennilega einn besti Mario-leikurinn fyrr og síðar þar sem Mario fær hjálp frá hinum vinalega Yoshi. Varð gríðarlega vinsæll og tryggði sNEs nánast velgengni sína í upphafi. international Superstar Soccer upphafið að byltingunni. fyrsti „Issarinn“ sem seinna varð svo Pro Evolution soccer sem eru vönduðustu fótboltaleik- irnir á markaðnum í dag. Mortal Kombat fyrsti leikurinn af fjölmörgum og upphafið að æði. Í kjölfarið fylgdu bíómyndir, spilakassa- leikir og auðvitað fjölmargir tölvuleikir. gaf tóninn fyrir slagsmálaleiki allt til dagsins í dag. Street Fighter ii framhaldið var mun vinsælla en fyrri leikurinn sem kom út á NEs. gerð var mynd eftir leiknum þar sem Jean Claude Van damme lék aðalhlutverkið. Super Mario Kart fyrsti Mario Kart- leikurinn og varð mjög vinsæll. á eftir fylgdi svo Mario Kart á Nintendo 64 sem var ótrúlega góður. leigumoRðingi kRossfeRðanna Assassins Creed Leigumorð- inginn altair reynir að endur- heimta mannorð sitt. Vandað umhverfi Íbúar borgarinnar bregðast við aðgerðum spilandans. Í hjarta Jerúsalem altair hefur hin ýmsu vopn til að stunda iðju sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.