Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Side 59

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Side 59
Vill endurgera Escape from New York Kvikmyndagerðarmaðurinn Len Wiseman, sem leikstýrði kvikmynd- inni Live Free or Die Hard sem kom út fyrr á árinu, er í samninga- viðræðum við framleið- endur um að endurgera hina klassísku kvikmynd Escape from New York frá árinu 1981. Kurt Russell fór eftirminnilega með hlutverk Snake Plissken í upprunalegu útgáfunni sem og í framhaldinu, Escape from L.A, sem kom út árið 1996. Leikarinn Gerard Butler hefur hins vegar lýst yfir áhuga á að fara með hlutverk Plissken í endurgerðinni. Endurgerir Fantastic Voyage Þýski leikstjórinn Roland Emmerich ætlar að endurgera vísindaskáld- skaparmyndina Fantastic Voyage frá árinu 1966. Myndin fjallar um vísindamann sem er að deyja úr blóðtappa. Eina leiðin fyrir hann til að lifa er að minnka fimm samstarfs- félaga sína og senda þá inn í blóðrásina. Emmerich er enginn nýgræðingur og hefur áður gert myndir eins og Stargate, Independ- ence Day, Godzilla og The Day After Tomorrow. föstudagur 17. ágúst 2007DV Bíó 59 Sprengingar og læti Mikið er lagt í alla umgjörð við gerð nýjustu Batman-kvikmyndarinnar, The Dark Knight. Um þessar mundir er kvikmyndatökuliðið að fylla fjögurra hæða byggingu af sprengi- efni og bensíni og er ætlunin að sprengja hana í loft upp í einu af spennuatriðunum. Sprengingin mun eiga sér stað tuttugasta og níunda ágúst í Chicago en byggingin sem um ræðir er gömul sælgætisverksmiðja. Einnig er orðrómur á kreiki um að þetta sé ekki eina sprengingin sem muni eiga sér stað við gerð myndarinnar. Heldur áfram að leika Áhættuleikkonan Zoe Bell, sem lék sjálfa sig í myndinni Death Proof eftir Quentin Tarantino, ætlar að halda áfram að leika. Hún mun leika í væntan- legri hasarmynd frá framleið- andanum Marco Weber sem hefur enn ekki hlotið nafn. Zoe mun leika hermann sem kemur heim frá Írak. Hún ákveður að hjálpa ungri konu og þá hefst hasarinn. Það er Sarah Thorp sem skrifar handritið en hún hefur áður skrifað handritið að myndinni Twisted með þeim Samuel L. Jackson, Ashley Judd og Andy Garcia. Leikarinn og óskarsverð- launahafinn Tom Hanks hefur verið kosinn einn af varafor- setum bandarísku kvik- myndaakademíunnar eða Óskarsakademíunnar. Þetta var tilkynnt á miðvikudaginn en kvikmyndaframleiðandinn Sid Ganis var kosinn forseti akademíunnar þriðja kjörtímabilið í röð. Áður var Hanks yfirmaður leikara innan akademíunnar og er þetta því skref upp á við fyrir kappann. Varaforseti óskarsaka- demíunnar Leikkonan Cameron Diaz, sem hætti með Justin Timberlake í janúar síðastliðnum eftir langt samband og hefur verið orðuð við Jude Law, virðist nú vera að slá sér upp með söngvaranum John Mayer. Það sást til þeirra láta vel að hvort öðru þegar þau snæddu saman kvöldverð fyrir skemmstu. Ekki er langt síðan John Mayer var með söngkon- unni Jessicu Simpsons en það samband endaði ekki á góðu nótunum. Hin 34 ára Cameron er um þessar mundir stödd í New York við tökur á myndinni What Happens in Vegas. Komin með nýjan? gott. Tucker lék svo í Rush Hour árið 1998 og má segja að það hafi ver- ið það besta og um leið það versta sem kom fyrir kvikmyndaferil hans. Vegna þess að einu myndirnar sem að Tucker hefur leikið í síðan þá eru Rush Hour 2 og núna Rush Hour 3. Hann hefur þó ekki hætt að koma fram sem grínisti og kemur iðulega fram á góðgerðarsamkomum og eyðir miklum tíma í að vekja athygli á fátækt og hungri í Afríku. Þrátt fyrir að lítið hafi verið að gera síðustu ár hjá Tucker þarf hann ekki að hafa áhyggjur af peningum þar sem hann skrifaði upp á 40 millj- ón dala samning við New Line Ci- nema um að leika í Rush Hour 3 auk annarrar ónefndrar myndar. Með því kemst Tucker í hinn óformlega „20 milljón dala klúbb“ en í honum eru leikarar sem fá þá upphæð eða meira fyrir hverja mynd og þar eru menn eins og Brad Pitt, Denzel Washing- ton, Tom Cruise og Will Smith. asgeir@dv.is Eins og köttur Jackie lætur aldurinn ekki aftra sér. Jackie Chan Hóf feril sinn í mynd með Bruce Lee. Chris Tucker Hefur aðeins leikið í rush Hour 1,2 og 3 síðan 1998.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.