Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Side 62

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Side 62
föstudagur 17. ágúst 200762 Síðast en ekki síst DV Sandkorn n Henry Birgi Gunnarssyni íþróttafréttamanni Frétta- blaðsins tókst af afhjúpa fá- fengileika Moggabloggsins þegar honum datt ekkert betra í hug til að eyða tíma sínum í fríi en að bregða sér í gervi Bols Bolssonar og blogga við allar fréttir á mbl.is. Nú þusa Moggabloggarar mikið um hann, sumir tala um að nú séu komin ný orð í íslenska tungu, svo sem moggabloggs- boli meðan aðrir, eins og Matthí- as Freyr Matthías- son, segja Henry Birgi of- metinn. n Athyglisvert með Geir Ól- afsson hvað hann er bjart- sýnn á að fá Nancy Sinatra til landsins þrátt fyrir að enn hafi ekkert gengið. Snemma sum- ars gerði hann mikið úr því að hann væri á ferð til Bandaríkj- anna til fá Nancy til lands- ins. Svo kom í ljós að hann hitti hvorki Nancy né umboðs- mann hennar. Samt lýsti hann því ótrauð- ur yfir við komuna til Íslands á mánudegi að hann myndi tilkynna um tónleikana fyrir vikulokin. Það gekk ekki eftir og nú, löngu síðar, segist hann vera með tíðindi eftir næstum mánuð. Hvað næst? n Enska knattspyrnuliðið Sheffield United hefur tilkynnt að félagið ætli að kæra Íslend- ingaliðið West Ham og krefst skaðabóta út af því tekjutapi sem félagið varð fyrir í kjölfar falls liðsins niður í næstefstu deild. Sheffield United fer fram á 4–8 milljarða króna í skaðabætur. Sheffield Unit- ed fór fram á það í vor að stig yrðu tek- in af West Ham vegna viðskipta fé- lagsins með Tevéz og Mascher- ano. Það var hins vegar ekki gert og við það gat Sheffield United ekki unað. Því eiga Eggert Magnússon, Björgólfur Guðmundsson og félagar yfir höfði sér aðra lögsókn. Hver er maðurinn? „Hann er Akureyringur, þorpari og Þórsari. Og ætli ég sé ekki líka þjónn.“ Hvað drífur þig áfram? „Morgunmaturinn.“ Hvað skiptir þig máli? „Það myndi vera fjölskyldan, vinir og bara þessi klassíski pakki sem til- vera manns snýst um.“ Í hvað fer tími þinn? „Ég vinn og rúmlega það.“ Hvað má gera fyrir eldri borgara? „Það er deginum ljósara að það þarf að hækka lífeyrinn. Eldri borgar- ar eiga of lítinn rétt eins og staðan er í dag. Ég vona bara að lífið verði skárra þegar við verður eldri. Annars þarf almennt að setja meiri pening í vel- ferðarmál. Og ekki bara í þessu dæmi heldur á fjölda annarra sviða.“ Hvað er fram undan? „Ætli það séu ekki breytingar á sjoppunni, svo fer ég í sumarfrí í nóv- ember. Þó fyrr hefði verið.“ Hverju myndirðu vilja breyta? „Heimaþjónustu eldri borgara. Svo virðist sem það sé ekki hægt að manna hana. Sennilega er það hörgull á fram- boði því alltaf virðist vanta fólk.“ Ertu miskunnsami samverjinn? „Í nágrenni Hlemms sér maður margt. Sú ógæfa sem maður sér er nú yfirleitt gott fólk sem hefur farið út af sporinu. En ég er hógvær að öðru leyti.“ Eitthvað að lokum? „Ég hvet fólk bara til að kíkja í ódýr- asta hádegismatinn í borginni á Svarta svaninum.“ MAÐUR DAGSINS Þorpari og Þórs- ari frá akureyri Árni Júlíusson Eigandi söluturnsins svarta svansins, árni Júlíusson framreiðslumaður, var í fréttum dV fyrir að koma Ingólfi sigurgeirssyni til hjálpar eftir að honum var kastað á dyr í þjónustu- íbúðum aldraðra við Lönguhlíð fyrir að geta ekki greitt leigu. árni hefur leyft honum að skrifa á sig mat og nauðsynjar svo hann geti haft í sig og á. Í DAG Á MORGUN HINN DAGINN Veðrið +9 4 +12 3 +9 2+121 +13 2 +12 4 +12 3 +122 +11 3 +14 2 +13 2 +12 3 +10 3 +11 3 +12 2 Nýjar ÍSlENSkar þjÓðSöGur Það var á bensínstöð á Norðurlandi að af-greiðslumaðurinn var nokkuð utangátta. Eitt sinn kom inn viðskiptavin- ur sem vildi fá frostlög á bíl- inn sinn. Afgreiðslumaðurinn brást vel við og gekk inn á lagerinn og tók þaðan brúsa, sem hann taldi geyma frostlög. Hann skrúfaði lokið af vatnstanki bílsins og hellti á tankinn. Þegar hann var búinn að hella um tveimur lítrum tók að freyða upp úr vatnstankinum. Afgreiðslumaðurinn og við- skiptavinurinn urðu undrandi mjög. Þegar þeir gættu hverju þetta sætti sá þeir sér til hrellingar að ekki var frostlögur í brúsanum. Á brúsanum stóð skýrum stöf- um ÞVOL. (Úr einfeldningssögum) Björn heitinn Eiríksson, leigu- bílstjóri í Hafnarfirði, sem var oftast kenndur við Sjónarhól, þótti aka hratt og með látum. Eitt sinn var hann að aka með farþega eftir Selvogsgötu í Hafn- arfirði, á talverðri ferð, í átt að Suðurgötu. Þar sem göturn- ar mætast endar Selvogsgata, gatnamótin eru svokölluð T- gatnamót. Þrátt fyrir hraðann hægði Björn ferðina lítið og tók 90 gráðu beygju með miklum látum, svo ískraði í hjólbörðunum, og far- þeginn sem var í aftursætinu rann til og skall á hurðina. „Hvers lags beygju tekur þú eig- inlega?“ stundi farþeginn upp. „Hvað hefðir þú sagt hefði ég enga beygju tekið?“ svaraði Björn. (Úr leigubílstjórasögum) DV mynd Stefán Menningarnótt - veðrið ekki til trafala Ég man eftir þúsundum regnhlífa á Menningarnótt, ég man líka eftir hvimleiðri og kaldri norðanátt þar sem fólk var pakkað í trefla og húfur. Oftar hefur veðrið hins vegar leikið við gesti og í fyrra var það gott, hægur vindur og hlýtt. Þá voru veðurspár einmitt á þá lund að það mundi rigna en fyrirsjáanlegt úrkomusvæði, sem kom úr vestri, nánast trosnaði upp um leið og það nálgaðist landið og í stað dumbungs skein sólin! Þetta árið lítur út fyrir afar hægan vind, sunnan- eða suðvestanstæðan. Líklegast verður skýjað en spurning með úrkomuna. sennilega verður ekki alveg þurrt allan daginn og fram á nóttina en úrkoman verður í það minnsta af minna taginu í reykjavík. Það er heldur ekki loku fyrir það skotið að sólin nái að skína annað veifið. Hitinn þetta 12 til 13 stig og 9 til 10 um kvöldið. Lognið eða hægi andvarinn verður þó aðalsmerkið að þessu sinni. annars staðar á landinu er gert ráð fyrir því að það létti til fyrir norðan og austan á laugardag og þar sjái menn aftur sumarhlýindi sam vari fram á sunnudag hið minnsta. Þá verður komin, ef spár ganga eftir, sa-átt af hægari taginu og má þá gera ráð fyrir einhverri rigningu sunnanlands og vestan og enn almennt séð hlýnandi á landinu. gott fyrir berin, ekki satt? Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.