Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Page 77
un: Fáir listamenn hafa lagt sig jafnmikið
fram um að gleðja áheyrendur sína og geðj-
ast þeim.
Saga Beniamino Giglis er saga sigurvegara.
En jafnframt er hún saga um dýrar fórnir.
Ekki fæst allt keypt við fé, og auðfundið er,
að Gigli hefur orðið að gjalda frægð 'sína og
vinsældir dýru verði. I 41 ár er hann á stöð-
ugum ferðalögum land úr landi heimsálfanna
á milli. Hann er sjaldnast á heimili sínu. Hann
þráir heim til fæðingarbæjar síns, Recanati,
cn aðdáendur hans í öllum löndum unna hon-
um ekki hvíldar. — Vorið I9SS heldur Gigli
kveðjutónleika víða um lönd, þá 65 ára gam-
all. Síðustu tónleikana hélt hann í Washing-
ton í Bandaríkjunum 25. maí 1955. Eftir það
söng hann aldrei opinberlega. Nú átti að
njóta hvíldar eftir langa og góða starfsemi,
og Gigli flutti heim á sveitasetur sitt í ná-
grenni Recanati. Hálfu þriðja ári síðar and-
aðist hann, 67 ára að aldri. — Það var
skammvinn ánægja eftir langt starf.
í bók sinni rekur Gigli fyrst Ijúfsárar minn-
ingar æskudaganna; þá erfiði og andstreymi
námsáranna, erfiða göngu þrep af þrepi til við-
urkenningar sem Iiðtækur söngvari í því landi,
Italíu; og svo loks stiklar hann á stóru, efrir
að heimsfrægðin hefur fallið honum í skaut.
— Frásögn hans er látlaus og þægileg, fróð-
lcg og yfirleitt skemmtileg. Hún er krydduð
atvikum, grátlegum eða broslegum eftir á-
stæðum. Þarna fær maður t. d. að sjá, að það
cr víðar en á Islandi, að söngvarar eru álitnir
heldur vafasamir „pappírar" í hjúskaparmál-
um! — Þessi bók verður efalaust ekki talin
til listaverka. En hún er eigi að síður hollur
lestur fyrir þá, sem eiga takmark að stefna að
í lífinu, girnileg fyrir hina, sem vilja skyggn-
ast að tjaldabaki, og góð skemmtun fyrir
alla.
Hitt er svo annað mál, að þýðing og próf-
arkalestur er dálítið sí og so! — Snertur af
sérvizku er áberandi í þýðingunni. Heiti eins
('g hárödd karla (tenór — bls. 40), aðalhá-
bassasöngvari (aðal- eða fremsti baritonsöngv-
ari — bls. 81) og kvenhárödd (sópran eða
sópransöngkona — bls. 97) eru ekki annað
ottalega tilgerðarlegar tilraunir til þess að ís-
lenzka alþjóðleg orð. Að kalla það samsöng,
þegar Gigli heldur söngskemmtun (tónleika
cða konsert), er náttúrlega alveg út !' hött.
Einn söngvari heldur ekki samsöng. — Það
kann að vera rétt, að Róm sé „Róms“ í eign-
dagskrá
arfalli. En ljótt er það. Og hversvegna þá ekki
til Rómsborgar fyrir Rómaborgar, eins og
stendur þó á bls. 45? — Olíkt fallegra þykir
mér að sjá ritað „gagnrýnendum" og „áheyr-
endum“ í stað „gagnrýnöndum“ og „áheyr-
öndum“, eins og Jónas læknir Rafnar gerir í
þýðingu sinni. — Sumt virðist nokkuð fljót-
færnislega þýtt. Strax fyrsta setning bókar-
innar er: „Ég fæddist með rödd og mjög litlu
öðru; . . Það er nú það. Væri nú tkki
skárri íslenzka að segja „og mjög lítið ann-
að“? Svo er t. d. á bls. 95: „Aftur á móti er
ekki hægt að hugsa sér söngvara án áheyr-
enda; þeir fylla hverjir aðra. upp“. Og það cr
nú líka það! — Það er sosem hægt að skilja,
við hvað er átt, en þetta er óttaleg della samt.
— Síðan á bls. 115: „Ég hef þægilegar minn-
ingar frá þessum ágústmánuði í Livorno.“ —
Satt að segja hélt ég, að menn hefðu minni, er
ættu minningar. „Ég á þægilegar minningar
. . .“ o.s.frv. — Og setning eins og: „Jók styrj-
öld mönnum vit?“ er staurfæti stirðari, þó
hún sé rétt mynduð. — Ofurlítil hljómsveit
hefur varla forstjóra, eins og frá er sagt á bls.
174, heldur hljómsveitarstjóra cða einfaldlega
stjórnanda. „Sniðleysi", sem nefnt er á bls.
180, gæti ég ímyndað mér, að ætti að vera
„stílleysi“ eða „skortur á stíl.“ Og hver fjár-
inn er svo eiginlega „dulinn skapgerðarbági"
(bls. 164)? — Þetta er þó ekkert sálfræðirit
fyrir fagmenn! — Vafalaust heyrir nú þetta
undir sparðatíning, en ég get ekki varizt þeirri
hugsun, að Jónas læknir Rafnar hefði getað
þýtt Iiðlegar.
Prófarkalestur er oft frcmur lélegur á ís-
lenzkum bókum, og er þessi engin undantekn-
ing. — Á myndasíðu móti bls. 129 er hertog-
inn af Mantua í Rigoletto sagður vera Alfredo
í La Traviata, og öfugt. — Canio í I Pa-
gliacci er kallaður Camio (bls. 214). Hinn-
ar heimsfrægu söngkonu, Linu Pagliughi, er
tvívegis getið í bókinni, og í bæði skiptin er
hún nefnd Paglinghi. Það er svo sem auðséð,
að það er utangáttamaður í músikk, sem hef-
ur lesið prófarkirnar.
Þrátt fyrir þessar aðfinnslur mínar get ég
með góðri samvizku mælt með þessari bók.
Frásögnin er látlaus og lík skapara sínum. —
Fullur helmingur bókarinnar segir frá barn-
æsku, baráttu og fyrstu árum söngferilsins. —
Og það er sannarlega meira virði að lesa um
þann hluta ævinnar, heldur en þegar sigrarn-
ir fara að verða hversdagslegir. Það er fróð-
75