Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 70

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 70
með skæru hljóði, og heyrðist ekki aðeins um bæinn hjá okkur, heldur einnig uppí kirkjugarð. En í kirkjugarðinum var önn- ur klukka, hún var úr kopar; og af þeirri klukku barst djúpur hljómur á móti, alla leið til okkar inní bæ. Þannig mátti í ýms- um veðrum heyra samhljóm af tveim klukkum í þessu moldarhúsi, annarri úr silfri, hinni úr kopar.“ Meistaraleg er hún, þessi einfalda lýsing, í upphafi sögu, um klukku lífsins og klukku dauðans, sem hljóma saman í fullkomnu sam- ræmi í þessu snauða moldarhúsi. Fólkið í Brekkukoti býr í stöðugri nálægð dauðans. En svo milt og órjúfanlegt er samræmið í grunn- tóni sögunnar, að dauðinn verður þarna aldrei geigvænlegur nágranni, heldur eðlilegur og sjálfsagður eins og lífið. Lýsingar á umhverfi og útsýn minna á list þeirra myndgerðarmanna, er sýna í myndum sínum aðeins lítinn blett, fáa hluti í senn, ým- islegt sem öðrum sést yfir. Enda er horft á heiminn gegnum augu ungs drengs. Klukkna- hljómsins minnist hann fyrst. (-Það er annars athygli vert, hve klukkur og klukknahljómur eru Halldóri hugstæð. Skyldu þar koma til minningar úr kirkjugöngum hans og klaustur- vist?). Hann finnur til notalegs öryggis í kot- inu, og raunar hvergi nema þar. Jafnvel litli kálgarðurinn er honum óviðjafnanlegur sælu- staður. Þar er heimula, rænfang og hvönn. „Ekki má ég heldur gleyma að þakka fiskiflugunni okkar þátt hennar í leiðslu hásumarsins; hún var svo blá að það sló á hana grænum lit í sólskininu; og sælutóni mannlífsins linti ekki í streingnum hennar góða.“ (Bls. 12). Drengnum eru heitir sumardagar hugstæð- ari en aðrir dagar: „Nú sem ég sit þar í kálgarðinum og er að skemta mér þennan sumardag, og flugan er að suða, og það er eggjahljóð í pútunum, og netakompan hans afa míns er í hálfa gátt og sólin skín af heiðum himni með eins mikilli birtu og sól fær skinið í þessu jarðlífi . “ Þegar litið er yfir Brekkukotsannál í heild, kemur í ljós, að hún er lausari í reipunum en aðrar sögur þessa höfundar; söguþráðurinn er slitróttur; það má leysa bókina upp í marga kafla, þar sem hver kafli getur verið sjálf- stæð heild. Það er líkast því, að höfundur sé að fletta blöðum í gamalli myndabók, gömlu ljósmynda-„albúmi“, til að skoða andlit forn- vina sinna. Það úir og grúir af persónum, sem koma aðalsögunni harla lítið við, en þó eru þær allar ómissandi. Minnisstæðast verður gamla fólkið í Brekku- koti. Minnzt var á það fyrr f þessari grein, að svo gæti virzt sem höfundurinn vildi með bók þessari greiða gamla skuld. Það er skuld okk- ar allra við horfnar kynslóðir. Þessi saga er að sumu leyti sem fagur bautasteinn yfir þvi bezta í fari þeirra og menningu. Kynslóðin, sem Kiljan minnist svona fagurlega í Annáln- um, átti ýmsar þær dyggðir, sem fátíðar eru orðnar með vorri kynslóð: ósvikinn heiðar- leika og ráðvendni, yfirlætisleysi — jafnvel auðmýkt, ódrepandi seiglu og þolinmæði. Hún var „kynbætt af þúsund þrautum“, alin upp við þúsund ára reynslu blásnauðrar kotþjóðar og áttaði sig aldrei á framförum nítjándu ald- arinnar, hvað þá þeirrar tuttugustu. Slíkar kon- ur eru Laxness mjög hugstæðar: ömmurnar í Sjálfstæðu fólki og Brekkukotsannál; og hann Björn í Brekkukoti er líka af þessu sauðahúsi. Skáldið ber ótakmarkaða virðingu fyrir þessu gamla fólki. Hann hefir heldur ekki þurft að sækja fyrirmyndina langt, það er amma hans sjálfs, eins og hann Iýsir henni í Heiman eg fór: „Amma mín var átjándu-aldar-kona og skifti sér ekki af því sem gerðist á nítjándu öld, hvorki í stjórnmálum né vísindum .. ...... Súngið hefur hún eldforn ljóð við mig ómálgan, sagt mér æfintýr úr heiðni og kveðið mér vögguljóð úr kaþólsku ....“ Við þessi síðustu orð koma lesanda í hug söngvar og fyrirbænir ömmunnar í Sjálfstæðu fólki. Amman í Heiman eg fór neitar með öllu að viðurkenna framfarir nýja tímans, síma, vatnsleiðslur o. fl. Eitt smáatriði tengir þær allar föstum böndum, gömlu konurnar, í Lax- nesi, Sumarhúsum og Brekkukoti, það er ást- in á kúnum og mjólkinni: ást hins soltna og hætiefnasnauða á þessari fjörefnalind. Gamla konan í Heiman eg fór „vissi eingan líka þeirrar ósvinnu, að mjólkin væri seld frá munnunum á börnunum," . . . . og „mjólkur- ursala var upphaf als ófarnaðar." Kiljan hefir víðar rekið sig á þessa kúaást og mjólkurþrá gamalla og snauðra, því að hann segir frá því í ferðasögubroti í Dagleið á fjöllum, frá 1927, að hann gistir ásamt fleirum í Jökuldalsheið- inni, og gainla konan í kotinu þar „sagðist alltaf vera að óska sér þess að hún hefði svo- 68 DAGSKRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.