Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 72

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 72
karikatúrs eru oft þau, að í slíkum myndum dregur snjall teiknari fram ýmsa þá drætti í svipfari manna, sem Ieynast venjulegu auga í hversdagslífinu. Halldóri Kiljan fer mjög líkt. Með sterkum og ýktum dráttum í persónulýs- ingum tekst honum oft að gera sögufólk sitt svipmeira og eftirminnilegra en ella mundi. Og heildarmyndin verður ekki ósönn, vegna þess að þessir ýktu drættir bvggjast á þeim sönnu; eru í raun og veru þeir, — stækkaðir og auknir. Hitt er svo annað mál, að Iesend- ur, sem gersneyddir eru ímyndunarafli og skop- skyggni, eiga oft ákaflega erfitt með að fylgja höfundinum eftir, enda skilja þeir hvorki upp né niður í þessum aðfcrðum hans og listbrögð- um. Konan úr Landbroti er ein þessara kynlegu kvista, sem Iesendur eiga dálítið erfitt með að trúa, þótt þeir séu allir af vilja gerðir. Oft höfum vér heyrt sannar sögur af fólki, sem gerði sér mikið far um að komast heim til sín til þess að deyja, en þetta er í fyrsta skipti. sem ég hefi sagnir af konu, sem klífur til þess þrítugan hamarinn að komast heiman að til þess eins að deyja, en vill þó ólm komast heim aftur dauð. Þetta skrýtna háttalag „konunn- ar, sem étur launguna" og hinn furðulegi Iík- flutningur sýnir gamalt dálæti Kiljans á stór- ýkjum, sem koma lesandanum alltaf stórum á óvart og eru sem betur fer venjulega hráð- skcmmtilega sagðar; annars væri líka lítill fcngur í þeim. Landbrotskonan er líka baldin þessari ofurást á kúm, sem kemur víða fram hjá sögukerlingum Kiljans og bent hefir ver- ið á hér að framan. Fer nú bráðum að verða nóg komið af þessari nautgriparækt höfund- arins og kúadýrkun. Við erum farin að kann- ast við og skilja hvað fyrir honum vakir. Kf'na þessi úr Landhroti og Draummanns- hjónin, KIói og Eheneser, eiga fremur lítið er- indi inn í söguna, hafa, að því er bezt verður seð, óveruleg áhrif á sögu aðalpersónunnar, Alfgríms, og hreint engin á sögu hinnar höf- uðpersónunnar, Garðars Hólm. Þau eru bara skemmtilegar Ijósmyndir í „albúmi" höfund- arins. Og áreiðanlega mundi enginn vilja missa þau þaðan. Lýsing Gúðmúnsens-fólksins og búðarinnar er hnittin frásaga frá upphafi kaupsýsluauðvalds í höfuðstaðnum. Jón gamli Guðmundsson, ætt- faðirinn, er ósvikinn íslenzkur búri, sem kem- ur undir sig fótum með nurli og óskammfeilni, 70 og krækir Ioks í mikinn auð vegna nýrra verzl- unarhátta: „Á hans dögum átti bersnauður maður í vcrstöð á íslandi ckki annars úrkosti, ef hann vildi verða ríkur, en draga við sig í mat uns hélt við sveltu fullkominni, og verja því sem sparaðist til að kaupa brenni- vín og sclja félögum sínum í landlegum við þúsundi fyrir hundraðið." Jón gamli heldur sitt strik til dauðadags, er afturhaldsmaður og nurlari fram í fingurgóma og cr ólíkt heilstevptari persóna en sonur hans og allur smáborgarahátturinn á heimili hans, þar sem enginn hlutur telst fínn, nema á hann sé bundin slaufa. Slaufuna notar höfundur sem tákn smáborgaraháttarins og asklokahugsunar- háttarins. Litli Gúðmúnscn er vel gerður af hendi höf- undar síns. Hann hefir vafalaust erft mikið af hagsýni og fjármálaviti föður síns. En eðli hans hvarflar milli tveggja skauta: Uppruna síns úr verstöðvunum á Suðurnesjum og slaufulífs auðmanns og betri borgara í vax- nndi höfuðstað, maður með útlendar nafn- bættir og nokkra menntun. Hann stelst til að eta signa grásleppu niðri í kjallara. „f raun og veru finnst mér ckkert matur nema sigin grásleppa," segir hann. „Já, Gvendur minn,“ segir Garðar Hólm, sem gerþekkir þennan kunningja og er, þrátt fyrir allt, svo mikill heimsborgari, að hann er fær um að dæma íslenzk kjör úr hæfilegri fjarlægð: „Það er að minstakosti óþarfi að binda slaufu á slíkan mat áður cn hann er étinn.“ Gúðmúnsen breiðir yfir tvískinnunginn í fari sínu og hálfmenntunina með strákslegu glensi og yfirdrepsskap. Hann er í ratininni alltaf á glóðum um að liann verði sér til minnkunar. Þess vegna bregður hann yfir sig ógagnsærri slæðu alvöruleysisins. En hann veit síntt viti r.g skilur sinn vitjunartíma: „Við lifum á nýrri öld. Hér fyrmeir með- an hann faðir minn var og hét, gerði fólk sig ánægt mcð brennivín, enda kostaði það ckki nema tuttugu og fimm aura potturinn. Þá gátu reglusamir sjósóknarar náð það leingst að leggja fyrir nokkrar spesíur í kistuhandraðanum handa erfíngjunum. Nú cr ekki hægt að gera út öðruvísi en eiga bánka; eða að minstakosti hafa samband við lánsstofnanir; enda höfum við ekki að- eins sett maskínur í skúturnar og erum sem óðast að kaupa trollara, heldur höfum við DAG5KRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.