Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 74

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 74
mín í Kaupmannahöfn sent mér nýa buddu. Hann dró þessa fallegu nýu buddu fram- undan hempunni sinni og fór að bera sig að opna á henni lásinn með bláum dcfnum fíngrunum. Og til þess að þegja ekki alveg á meðan hann var að starfa þetta, segir hann: Ég hef aldrei verið lagður fyrir saung. En sá dagur hefur heldur ekki komið að ég hafi ekki vitað að einn tónn er til og hann er hreinn. Að lnkum tókst séra Jóhanni að opna nýu budduna sína og hann fann þar þenna cyri sem hann skuldaði mér síðan um árið og fékk mér hann. Það er gott og fallegt að sýngja, sagði hann um leið og hann fékk mér penínginn. Einkum ef maður ætlar sér ekki hærra en að sýngja yfir moldum þeirra manna sem höfðu ekkert andlit.“ Ætli minningin um hina djúpvitru og auð- mjúku kaþólsku múnka og klerka, sem Kiljan kynntist á ungum aldri og bar mikla virð- ingu fyrir, hafi ekki stutt hann og styrkt, þeg- ar hann var að skapa persónu séra Jóhanns? Brekkukotsannáll skipar að ýmsu leyti sér- stakan sess í skáldskap Halldórs Kiljans Lax- ness. Yfir honum er meira jafnvægi og ró en flestum öðrum verkum hans. Minna er um ádeilu, þótt hennar gæti nokkuð eins og bent hefir verið á hér að framan. En snilldarbragð- ið á stíl, frásagnaraðferð og persónulýsingum cr sízt minna en áður. Á það var minnzt áður, að Halldór er snill- ingur í því að lýsa viðkvæmum og innilegum tilfinningum á dásamlega einfaldan og látlaus- an hátt, svo að jafnvel forhertur hugur og kaldur hlýtur að hrffast og jafnvel vikna við lesturinn. Þó er frásögnin gersamlega laus við væmni og tilfinningavæl. Dæmi um slíka kafla má víða finna sem glitrandi perlur í sögum hans; hugstæðastar verða mér þó löngum lýs- ingarnar á tilfinningum Sölku Völku, undir sögulok, og sagan af Ástu Sóllilju, barni þján- ingarinnar. Ein skærasta perlan á því talnabandi er skilnaður Álfgrfms og fósturforeldra hans í lok Brekkukotsannáls: „Ég hvarf til hennar ömmu minnar þar sem hún stóð á sjávarbakkanum í síðpilsinu sínu, með svarta sjalið yfir höfði og herðum. Ég hafði aldrei faðmað þessa konu fyr, því faðmlög voru ekki tíðkuð hjá okkur. Ég varð undrandi hvað hún var grönn og létt, og datt í hug hvort beinin í henni væru ekki hol innan einsog fuglapípur Hún var einsog visið Iauf í fángi mér þetta eina stutta brot úr andartaki sem ég lukti hana örmum. Guð veri með þér Grímur minn, sagði konan og bætti við eftir andartak: Og ef þú skyldir einhversstaðar í heiminum hitta fyrir þér kellíngarskar einsog mig, þá bið ég að heilsa henni. Afi minn Björn í Brekkukoti mintist heldur þurlega til mín og sagði þessi orð: ekki kann ég þér heilt að ráða úr því sem komið er deingur minn En kanski gæti ég sent þér band af riklíngi með miðsvetrar- skipinu, hvað sem seinna verður; og farðu sæll Þegar báturinn var kominn nokkur ára- tog frá landi stóðu þau enn í sjávarmál- inu og horfðu á eftir dreingnum sem ó- kunnug kona hafði feingið þeim í hendur nakinn. Þau héldust í hendur og aðrir menn viku fyrir þeim og ég sá aungvan nema þau. Eða voru þau kanski svo sér- kennileg að annað fólk Ieystist í sundur í kríngum þau, varð að þoku og hvarf? Þegar ég var kominn með pokann minn uppá þiljur póstskipsins Norðstjörnunnar sá ég á eftir þeim hvar þau leiddust heim- áleið; í áttina til krosshliðsins okkar; heim í Brekkukot, bæinn okkar sem átti að jafna við jörðu á morgun. Þau héldu hvort í annars hönd eins og börn.“ Svona skrifa snillingar cinir. 72 DAGSKRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.