Félagsbréf - 01.04.1958, Blaðsíða 21
PÉLAGSBRÉP
9
af hendi þessa sömu þjónustu við tunguna. Það eru skáldin, og þá
einkum ljóðskáldin (þótt margir prósa-höfundar eigi hér líka hlut
að máli, t. d. þeir Kiljan, Ivamban og Þórbergur). En skáldin eru að
því leyti fráhrugðin börnunum að þjónusta þeirra við málið er unnin
að yfirlögðu ráði -— með fullri vitund um hvað þau eru að gera. Og
þá er ég kominn að þungamiðju þessara þanka: Einhver fyrsta og
stærsta skylda livers skálds er að endurnýja tunguna, gefa henni ferskt
líf — bæta fyrir brot þeirra manna sem eru að drepa málið með liugs-
unarlausri notkun orða og orðtaka, ofnotkun og misnotkun.
Hvað þýða orð einsog „frelsi“ eða „friður“ í munni lýðskrumara
og mælskumaima samtímans? Sama og ekki neitt! Þessi orð og mörg
fieiri liafa bókstaflega verið tæmd af innihaldi sínu eða fölsuð, þannig
að þau eru orðin marklaus vígorð. En þegar við lesum þessar einföldu
ljóðlínur Jóns Óskars:
„Frelsið var liús
frelsið var nótt
frelsið var sól
og síðan augu liennar
á morgni syngjandi dags“
þá er einsog við rumskum af svefni vanans og sjáuin þetta stóra orð
í nýju ljósi — í Ijósi hins sanna hversdagsleika. Eða hvað eigum við
að segja um þessar línur eftir sama skáld:
„..... Eg hef séð þá brjóta upp
liurðina og ryðja ófrelsinu inn um dyrnar
og þið hélduð að það væru þreyttir
ferðainenn að leita sér að næturstað.“
Eða eftirfarandi línur úr ljóði Þorsteins Valdimarssonar, „Friður“:
„Friður er mildi stáls og tungu,
örgrynni sorganna,
inóðurhendur rósarinnar
á logakumlum borganna,
hinn regnbomi sumarþeyr
sem strýkur værri skúr
yfir gleymdan skugga konu og manns
tirenndan í liruninn múr“.
Það er eitt af frumlilutverkum skáldskapar að gæða orðin á ný
sinni sönnu — sinni upprunalegu merkingu, og jafnframt að skerpa