Félagsbréf - 01.04.1958, Blaðsíða 47

Félagsbréf - 01.04.1958, Blaðsíða 47
PÉLAGSBRÉF 36 höfðu valið þeim sem samastað. Hin eiginlega orsök að dauða þeirra var því sú, að þeir treystu sér ekki til þess að laga sig að háttum þess þjóðfélags, sem þeir lifðu í. Þetta er svipað því (svo tekið sé dæmi utan Rússlands) er L sér stað í sögu Flauberts, þegar Homais, efnafræðingurinn, neyðist til þess að halda áfram að lifa, eftir að veslings Emma Bovary er látin“. Síðan tekur Moravia að ræða um hina nýju bók Pasternaks, Zhivago lækni, og kemst að þeirri niðurstöðu að höfuðpersóna sögunnar, læknirinn, sé Past- ernak sjálfur, þar lýsi hann í raun og sannleika sjáífum sér og lífsbaráttu sinni. Zhivago læknir er skáld og hugsuður, hann er ekki venjulegur maður, ekki hluti af fjöidanum, heldur mjög sérstæður persónuleiki, gæddur miklum gáfum og siðferðilegum þroska. Þannig er þetta skáldverk, segir Moravia, saga um það samband, sem átt getur sér stað millum gáfaðs og siðferðilega þroskaðs einstaklings annars vegar, og byltingarinnar hins vegar, eða kannski öllu heldur millum mannlegrar veru, í bezta og æðsta skilningi þeirra orða, °g þeirra atburða örlaganna, sem hrifsa manninn með sér og beygja hann að lokum undir óbærilegum þunga sínum. Astæðuna fyrir því að Pasternak ákvað að skrifa þessa miklu skáldsögu, telur Moravia vera þá, að hún sé tilraun skáldsins og hins húmanistíska menntamanns til þess að losna úr einangruninni, losna úr spennitrey.junni og þungum viðjum margra ára, sem sífellt urðu þyngri og óbærilegri. Það er einnig mjög athyglisvert að í mjög fróðlegri og skemmtilegri grein, sem Gerd Ruge skrifar í marzhefti enska tímaritsins Encounter, og fjallar um heimsókn til Pasternaks, kemst hún að mjög svipaðri niðurstöðu og Mora- via. Pasternak hafi að vísu átt góða daga, hann hafi unnið þarft verk, sem ríkinu var þóknanlegt, með ágætum þýðingum sínum á klassískum verkum Vesturlanda, bæði úr þýzku, ensku og frönsku. Auk þess sé hann gott ljóð- skáld, en ljóð hans hafi aldrei notið almennrar hylli og þeim lítill gaumur gefinn nema í fámennum hópi menntamanna, sem séu raunverulega einu aðdáendur hans, en eigi jafnframt við mjög svipuð örög að stríða og höf- undurinn sjálfur. Sem skáld og listamaður, með ríka þrá og þörf fyrir að fá að tjá hugsanir sínar, hafi Pasternak með öðrum orðum átt við að búa nærri algjöra einangrun þess ríkisvalds, sem krefst þess að hafa afskipti og eftirlit með andlegu lífi hugsandi manna og það jafnvel svo, að þeir grípi til þess örþrifaráðs að svipta sjálfa sig lífinu. Þóröur Einaraaon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.