Félagsbréf - 01.04.1958, Blaðsíða 32

Félagsbréf - 01.04.1958, Blaðsíða 32
20 FEBAGSBREP Jón Óskar er sérkennilegt skáld, Jiótt honuxn séu að vísu niislagðar hendur einsog fleiri. í beztu ljóðum sínum beitir hann stíltækni sem sker þau úr Ijóðum annarra ungskálda. Mörg þeirra minna mann einna lielzt á særingar eða töfraþulur þarsem endurtekning ákveðinna orða og hljóða skiptir meginmáli. Þetta getur orðið mjög álirifaríkl í liönd- um kunnáttumanna, og ósjaldan gæðir þetta ljóð Jóns Óskars sér- kennilegum töfrum. Margar myndir hans eru líka minnisstæðar einsog eftirfarandi dæmi sýna. Þau eru tekin úr ljóðabókinni „Skrifað í vind- inn“, en annað ljóðasafn lians er nú í prentun: „Og rödd J)ín geymist inni í mér dimm eins og liár þitt“. Og „Þó mjöllin rjúki og veturinn kreppi hnefann og hristi úfinn kollinn til að skelfa mig og öll mannúð virSist lokuð inni í þeim kreppta hnefa þá mnn ég samt ekki gefa upp alla von .. .“ Og „... Lcngi hlógu í fylgsni sínu nokkrir galdrabræður sein kumpánlcga snæddu ótta fólksins og drukku örbirgð þess í gullnum köiinum sem steyptar voru úr tárasalti lýðsins". Benda má ennfremur á ljóðið „Næturvín“ sem er sérkennilega mynd- rænt, en of langt til að fara með það hér, og að lokum þessa máttugu Ijóðlínu: „... á veginum er grár skriðdreki hlaðinn hatri til lífsins". Hannes Pétursson hefur sem verðugt er lilotið mikið lof fyrir ljóð sín, þótt hann standi mörgurn skáldbræðrum sínum ekki framar í öðru en því að honum er mjög létt um að yrkja og ljóð hans eru undan- tekningarlítið vel unnin. Hannes er gæddur ríku söguskyni og hefur sérkennilegt vald á að endurlífga söguna í verkum sínum. Hannes Sig- fússon gerir hið sama, en á miklu óbeinni hátt. Hannes Pétursson er í eðli sínu mjög rómantískt skáld; hann á auðvelt með að leika sér að andstæðum og gefa þeim víðtæka merkingu. Myndsköpun hans er ekki sérlega nýstárleg; hann bregður sjaldan upp þessum leiftrandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.