Félagsbréf - 01.04.1958, Blaðsíða 55

Félagsbréf - 01.04.1958, Blaðsíða 55
f'ÉLAGSBRÉP 43 fara til þess að rekast á og lesa eitt- hvað andríkt og djúpsætt eftir hann. Það kemur ekki fram í minningum hennar, í hverju hin sérstaka þakkar- skuld hennar við þetta andlega stór- menni hefur verið fólgin, enda má það vera í eðli sínu persónulegt einkamál. En rétt er að rifja það upp, að Kalvín var lærisveinn Lút- hers og að þeir voru fullkomlega sam- dóma um öll þau meginviðhorf sið- bótarinnar, sem skera úr. Kalvín og kalvínsk guðfræði og trúarlíf hefur um alla sögu haft stórmikil áhrif á lútherska menn, og öfugt. Munur á trúarlegri grundvallarafstöðu kal- vínskra biblíutrúarmanna og lút- herskra er nánast ósýnilegur nema í vísindalegri smásjá. Hitt sætir meiri tíðindum, að Ólafía hneigðist að endurskírendum (bapt- istum) og tók endurskírn. Baptistar ei-u fjölmennir á Bretlandi og í Ameríku og mjög athafnasamir. Af þeirra flokki hafa m. a. verið ekki smærri menn en Milton og Bunyan. Og einn máttugasti og frægasti pré- dikari allra tíma, C. H. Spurgeon, var baptisti. Lengstum hafa pabtistar verið í kenningarlegum meginatriðum eindregnir kalvínistar, þótt þeir vikju frá honum í skilningi á sakramentun- um, og er eins líklegt, að Ólafía hafi orðið aðdáandi Kalvíns fyrir meðal- göngu þeirra. Auðsætt er, að hún hefur orðið fyrir djúptækum áhrifum af Spurgeon — það kemur m. a. óbeint fram í því, hvemig hún lýsir fyrstu viðbrögðum sínum, er hún fékk í hendur bók eftir hann. En fróðlegt væri að grafast nánar fyrir tildrög þessarar sögu. Þar er óunnið verkefni. Hvernig Ólafía mat trúarerfð þeirrar kirkju, sem hún var alin upp í, hugsaði til hennar og bar framtíð hennar fyrir brjósti, sýnir m. a. grein, sem hún skrifaði tveimur ár- um eftir að hún tók endurskírn. Þar leggur hún til að stofna sjóð tilminn- ingar um Hallgrím Pétursson og verja honum til þess að „styrkja trú- aða, hæfa leikmenn til biblíunáms og síðan til að breiða út orð Guðs meðal þjóðarinnar", en Hallgrímur er „fagnaðarboðskaparskáldið okkar, blessaðasti maðurinn, sem Guð gaf íslandi, maðurinn, sem öllum fremur hefir verið okkur guðspjallamaður, spámaður og skáld“. Um endurskírn sína skrifaði Ólafia „opið bréf til systkina minna í Drottni" á íslandi (Bjarmi, 6. marz 1914). Kemur þar glögglega fram, hvemig hún leit sjálf á þetta skref sitt. Hún segir m. a.: „Hvorki skírn né neitt annað getur bætt við frelsið, sem mér er búið við friðþægingar- dauða frelsara míns og sem ég fyrir náð hans og kraft heilags anda hefi meðtekið, svo þegar ég lét skirast, gerði ég það sem barn Guðs, er þegar átti allt í Jesú Kristi, en með því að gjöra það, kannaðist ég við, hvar ég samkvæmt skilningi mínum á Guðs orði átti heima að því er snertir ákveðna trúarjátningu .... Frelsið er eitt og öll Guðs börn eitt í Jesú Kristi. Ég kannast af hjarta við það, að í öðrum kirkjudeildum eru menn og konur, hverra skóþvengi ég er ekki verð að leysa .... Frelsið er í þessu einu að eiga soninn og við hliðina á þessu eina lífsskilyrði verður allur skilningur á öðrum atriðum svo að segja að engu . ... í hvaða herdeild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.