Félagsbréf - 01.04.1958, Blaðsíða 49

Félagsbréf - 01.04.1958, Blaðsíða 49
FÉLAGSBRÉF 3? áreiðanlega meiri hér en hlutverkið krefst eða höfundur ætlast til. Þar sem hún á aðeins að vera lítið eitt bækluð á fæti, kemur mönnum kryppa sú, sem leikkonan setur á sig, allkynlega fyrir sjónir. Láru vaxa örkuml sín í augum eins og títt er um bæklað fólk, enda mun vera nærri sanni að segja að sál hennar sé meira bækluð en líkami, ef svo mætti að orði komast. Þessi mistök eru misskilningi leikstjórans að kenna. Svo er það aldursmunur þeirra systkina. Hver getur trúað því, að Kristín Anna Þórarinsdóttir sé tveimur árum eldri en Gísli Halldórsson? Þetta hefði leikstjórinn hæglega getað lag- fært, annað hvort með fullkomnari förðun, eða ef það hefði ekki blessazt, þá með öðru leikaravali. Þar eð þýðingar Geirs Kristjánssonar eru almennt annálaðar fyrir vand- virkni og smekkvísi, kom þýðing hans á Glerdýrunum nokkuð flatt upp á mig, því að hún er fjarri því að vera gallalaus. Þótt þýðingin sé víða áferða- falleg, þá ber samt alltof mikið á villum, sem stafa af greinilegu kunnáttu- leysi og rangri túlkun á frumtexta. Máli mínu til rökstuðnings tek ég hér nokkur dæmi af handahófi: „The handwriting on the wall“, sem er sama og „það er letrað á himininn", eða „það er deginum ljósara“ á íslenzku, þýðir hann „skriftin á veggnum“. „Still waters run deep“ verður „kyrr vötn eru djúp“, þar sem bókstafleg þýðing er af og frá og réttara væri að segja „langt er til botns í lygnu vatni“. Loks er það „rise and shine“ vandþýddi boðhátturinn, sem kemur oftar en einu sinni fyrir og ég ætla mér ekki að þýða, honum snarar Geir á íslenzku með þessum orðum: „rís upp og skín“ og fer þá enga krókaleið. Milljónir mæðra í Bandaríkjunum vekja syni sína með því að segja: „rise and shine“, þetta er svo daglegt mál þar í landi, en ég efast stórlega um að nokkur íslenzk móðir með óbrjálaðan málsmekk hafi nokkru sinni vakið son sinn með orðunum „rís upp og skín“. Sumir mundu kannski kalla þetta sparðatíning og benda mér á, að gagn- rýnendur dagblaðanna, þeir sómamenn, hafi að minnsta kosti ekki verið upp- næmir fyrir þessum smámunum, en það sem hér hefur verið tínt til eru aðeins fá atriði af mörgum, er ég hnaut um kvöldið, sem ég sá leikinn. Mig grunar líka, að nákvæmur samanburður á frumriti og þýðingu mundu leiða enn fleiri villur í ljós. Jafnprýðilegu leikskáldi og Tennessee Williams er sýnd lítilsvirðing með jafnkærulausum vinnubrögðum sem þessum. Um leik einstakra manna er það að segja, að hann er góður í flestum atriðum. Kristín Anna Þórarinsdóttir veldur að vísu ekki hlutverki sínu fylli- lega, en tiktúrur og tilgerð eru til allrar hamingju með minna móti hér en oft áður, þó að þær séu engan veginn horfnar. Enda þótt Helga Valtýsdóttir geri margt vel, ekki sízt þegar hún jagast í börnum sínum eða rifjar upp löjigu liðnar gleðistundir í Bláfjöllum, þá tekur hún samt stundum of harkalega á hlutverki sínu, eins og t. d. þegar hún kemst að því, að dóttir hennar hefur svikizt um að sækja tíma í vélritun. Óhætt er að segja, að túlkun hennar sé blæbrigðafögur og ýkjulaus, nema í þeim atriðum, þar sem blóðið ólgar mest í æðum móðurinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.