Félagsbréf - 01.04.1958, Blaðsíða 27
PÉLAGSBBÉP
15
í fyrri bók Hannesar Sigfússonar, „Dymbilvöku“, sem birtist í „Ár-
bók skáltla 54“ í endanlegu formi að ég held, er margt snjallra mynda,
t. d.:
„Ó veröld byrgðu saklaust auglit þitt
á bak við blævæng þinna ljúfu drauma
sem vindar veifa“.
°g
„aldir falla eins og bylgja cr bregður
bláum glitrandi hjúpi á dökkan sand“.
og að lokum
„í værðarvoð þokunnar dreymdi mig þig
eins og perluna dreymir ljósið
í luktri skelinni“.
Sigfús DaSason er alllieimspekilegt skáld, en ég fæ ekki séð að
heimspekin spilli ljóðum hans, þ. e. a. s. rífi þau úr tengslum við lífið
og hversdagsleikann. í heimspekilegum ljóðum verður ívafið að vera
hlutkennt og áþreifanlegt ef þau eiga að ná tilgangi sínum. Ljóð Sig-
fúsar eru sérkennilega tær; þar er mikið um söknuð og dálítið af böl-
sýni, en grunntónninn er fegurðarþrá. Hann á líka til liáð, en það er
ekki beitt, lieldur þreytt og stundum sárt. Ljóð Sigfúsar eru ekki sér-
lega myndrík, en þó bregður þar fyrir skýrum myndum, einsog t. d.
þessum:
„Við létum gamlan dvalarstað að baki
— eins og dugblöð í bréfakörfuna —“
°g
„Við töluðum ekki um dauðann, því að bann bafði komið til okkur
og sumarið grænt eins og perla í vatninu. ...“
°g
„Rís í okkur dagur, undan brotnu innsigli,
þegar við höfum tætt í sundur okkar eigin mynd“
og að lokum
„Okkur finnst stundum líkt og við koinuni í líkhús
líka okkar sjálfra þegar við komum heim“.
Gunnar Dal fer að ýmsu leyti aðrar leiðir í myndsköpun en flest
yngri skáldaima. Mál lians er að vísu myndríkt, en mér virðist hanu
ekki gera sér nægilegt far um nákvæmni og hnitmiðun; lionum er ekki