Félagsbréf - 01.04.1958, Blaðsíða 17
PÉLAGSBRÉP
5
Árangurinn verður sá, að ýmsir, sem enginn veit til, að sýnt
hafi minnstu hæfileika til listrænnar sköpunar, eru á háum lista-
mannalaunum, en annarra, sem margt hafa gott gert, að engu
getið á lista úthlutunarnefndar. Ungir menn, sem taldir voru vero-
ugir listamannalauna í fyrra, eru óverðugir í ár, þó að þeir hafi
margt birt síðan og séu í stöðugri framför. Þannig mætti lengi
telja.
Þórbergur Þórðarson er tckinn upp í heiðurslaunaflokk. Ekkert
er út á það að setja. Þ. Þ. er stílsnillingur og hefur liaft mikil
áhrif. En þeir em fleiri, sem þennan flokk ættu að fylla og verður
alltaf gert rangt til, meðan látið er danka sem er.
Hér þarf gerbreytingar við: í fyrsta lagi á úthlutunarnefnd
listamannafjár að vera ópólitisk. f öðru lagi á ekki að veita nein-
um af þessu fé, nema hann hafi gert eitthvað, er standist stranga
gagnrýni. Ef þess yrði gætt, fækkaði þeim svo, er listamannalaun
hlytu, að hægt yrði að miðla þeim einhverju, er þá munaði um.
En til þess eru listamannalaun, að þau komi að gagn i þannig, að
handhafar þeirra fái rýmri tíma en ella til að helga sig list sinni.
IVýir útgáfuhættir Almenna bókafélagsins.
I þessum mánuði sendir Almenna bókafélagið frá sér fyrstu
mánaðarbók sína, og er gert ráð fyrir, að framvegis komi út á
vegum félagsins ein bók á mánuði hverjum, a. m. k. tíu niánuði
ársins.
Þessir nýju útgáfuhættir eru fyrst og fremst teknir upp vegna
galla hinna gömlu, er tíðkazt hafa meðal hérlendra bókafélaga,
að félagsmönnum séu skammtaðar vissar bækur árlega, án þess
að þeir ráði þar nokkru um. Með hinni nýju aðferð fá þeir nokk-
urt valfrelsi, velja minnst f jórar bækur úr ákveðnum fjölda bóka.
Annað athyglisvert við þessa nýbreytni er viðleitnin í þá átt
að dreifa bókaútgáfunni jafnt á allt árið. Af ýmsum ástæðum er
óhentugt, að margar bækur komi út í senn, hvað þá meiri hluti
bóka ársins í einum mánuði, eins og orðin er venja á landi hér,
til hins mesta óhagræðis fyrir lesendur og skaðræðis fyrir bókar-
mennt þjóðarinnar.