Félagsbréf - 01.04.1958, Blaðsíða 16

Félagsbréf - 01.04.1958, Blaðsíða 16
4 PÉLAGSBRÉF Það er þetta 'umburðarleysi — ofstæJci, svo að hlutimir séu rétt nefndir — sem vekur ugg og kvíða. Ekki vegna þess, að illkvittni- leg skrif skaði yfirleitt svo mjög Indriða Þorsteinsson eða aðra þá sem fyrir þeim verða. Menn eru orðnir ýmsu vanir í þeim efnum. Heldur er það af hinu, að langvinn hatursskrif annars góðra manna um skoðanir hvers annars, leiða til þess eins að rugla landslýðinn. Hvort tveggja kann þá að henda í senn, að menn hætta að óttast hina eiginlegu fjendur lýðræðisins, því að lýðræðissinnum er engu betur lýst. Hví þá að hræðast kommún- isma, ef hinir eru engu betri? Og svo kunna aðrir að syyrja: Hvers virði er þetta marglofaða lýðræði, þegar allir flokkar eru leiddir af hálfgildings gangsterum? Einræðið er þó alltént styrk- ara þjóðskipulag, þar sem auðvelt er að halda niðri fjárplógs- mönnum og ræningjum með óbrigðulum aðferðum. Nú treystum vér því auðvitað, að þessi verði ekki raunin, en vér megum þó ekki loka fyrir því augum, að á síðustu mánuðum hefur ófyrirleitnin i innlendum stjómmálaáróðri aukizt geigvæn- lega, og því miður meir af völdum lýðræðissinna en höfuðfjenda lýðræðisins af þeirri einföldu ástæðu, að af hálfu þeirra síðar- nefndu var litlu hægt við að bæta. Cllilutiiii listainannafjsir. Eitt þeirra mála, sem ganga á afturfótum á landi hér, er út- hlutun listamannafjár. Þessi úthlutun fer fram einu sinni á ári, og má víst nefna hana árleg vonbrigði. Um úthlutunina sér póli- tískt kjörin nefnd — flest fer eftir þeim leiðum á íslandi — einn fulltrúi fyrir hvern stjómmálaflokk. Og þegar svo er í pottinn búið, vill starfið fá pólitískt yfirbragð, að minnsta kosti er auð- velt að túlka það svo. Uthlutunarnefnd listamannaf jár er vandi á höndum, en hún lætur líka undir höfuð leggjast að leysa þann vanda, að því er bezt verður séð. Síðustu úthlutun er nú nýlokið, og virðist handa- hófið jafnvel meira en áður. Erfitt er um að segja, hvort hér er að verki pólitík, kunningsskapur eða eitthvert þriðja afl — list- rænt mat er að minnsta kosti furðu lítils ráðandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.