Félagsbréf - 01.04.1958, Qupperneq 16

Félagsbréf - 01.04.1958, Qupperneq 16
4 PÉLAGSBRÉF Það er þetta 'umburðarleysi — ofstæJci, svo að hlutimir séu rétt nefndir — sem vekur ugg og kvíða. Ekki vegna þess, að illkvittni- leg skrif skaði yfirleitt svo mjög Indriða Þorsteinsson eða aðra þá sem fyrir þeim verða. Menn eru orðnir ýmsu vanir í þeim efnum. Heldur er það af hinu, að langvinn hatursskrif annars góðra manna um skoðanir hvers annars, leiða til þess eins að rugla landslýðinn. Hvort tveggja kann þá að henda í senn, að menn hætta að óttast hina eiginlegu fjendur lýðræðisins, því að lýðræðissinnum er engu betur lýst. Hví þá að hræðast kommún- isma, ef hinir eru engu betri? Og svo kunna aðrir að syyrja: Hvers virði er þetta marglofaða lýðræði, þegar allir flokkar eru leiddir af hálfgildings gangsterum? Einræðið er þó alltént styrk- ara þjóðskipulag, þar sem auðvelt er að halda niðri fjárplógs- mönnum og ræningjum með óbrigðulum aðferðum. Nú treystum vér því auðvitað, að þessi verði ekki raunin, en vér megum þó ekki loka fyrir því augum, að á síðustu mánuðum hefur ófyrirleitnin i innlendum stjómmálaáróðri aukizt geigvæn- lega, og því miður meir af völdum lýðræðissinna en höfuðfjenda lýðræðisins af þeirri einföldu ástæðu, að af hálfu þeirra síðar- nefndu var litlu hægt við að bæta. Cllilutiiii listainannafjsir. Eitt þeirra mála, sem ganga á afturfótum á landi hér, er út- hlutun listamannafjár. Þessi úthlutun fer fram einu sinni á ári, og má víst nefna hana árleg vonbrigði. Um úthlutunina sér póli- tískt kjörin nefnd — flest fer eftir þeim leiðum á íslandi — einn fulltrúi fyrir hvern stjómmálaflokk. Og þegar svo er í pottinn búið, vill starfið fá pólitískt yfirbragð, að minnsta kosti er auð- velt að túlka það svo. Uthlutunarnefnd listamannaf jár er vandi á höndum, en hún lætur líka undir höfuð leggjast að leysa þann vanda, að því er bezt verður séð. Síðustu úthlutun er nú nýlokið, og virðist handa- hófið jafnvel meira en áður. Erfitt er um að segja, hvort hér er að verki pólitík, kunningsskapur eða eitthvert þriðja afl — list- rænt mat er að minnsta kosti furðu lítils ráðandi.

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.