Félagsbréf - 01.04.1958, Blaðsíða 45

Félagsbréf - 01.04.1958, Blaðsíða 45
félagsbréf 33 „Það lig'gur í augum uppi, að ég er ósammála pólitískum og bókmennta- legum skoðunum rússnesku útgefendanna og rússneska rithöfundasam- bandsins á bók Pasternaks. Ég get ckki fellt mig við aðferð, sem felst í því að lýsa fyrst yfir fullum og löglegum rétti til gagnrýni, en snýr síðan þessum rétti upp í algera ritskoðun. Útkoma skáldsögu Pasternaks á ítalíu á að vera mótmæli gegn slíkum vinnubrögðum — og liður í þeirri baráttu kommúnista, sem miðar að umburðarlyndi, og kommúnistaleið- toginn Togliatti segir, í liinum prýðilega formála sínum að bók Voltaires, Ritgerð um umburðarlyndi, að við þurfum að berjast fyrir enn í dag og sú barátta verði ekki auðunnin Þórður Einarsson íslenzkaði. Nokkur orð um skáldsöguna og hölund hennar. Hin mjög umrædda skáldsaga rússneska rithöfundarins Boris Pasternaks, Zhivago læknis, er mjög löng, rúmar 700 blaðsíður og telur nærri 250 þúsund orð. Þetta er epísk saga, byggð upp í hinu klassíska, rússneska skáldsögu- formi, sem jafnan hefur þótt ná mestri fullkomnun í sögu Tolstoys, Stríði og friði. Saga Pasternaks er í raun og veru spegilmynd af reynslu og ör- Iögum rússnesku þjóðarinnar á síðast liðnum 50 árum, og eins og í „Stríði og friði“ færir höfundurinn fram á sjónarsviðið mikinn fjölda af persónum, og eru örlög þeirra allra á einhvern hátt samtvinnuð. P< rsónumar eru af ólíkum uppruna, standa á misjöfnu stigi menntunar, og viðbrögð þeirra við stríði og byltingu eru ólík og andstæð. Svið sögunnar •: Rússland allt: Moskva, Galisía í fyrri heimstyrjöldinni, Síbería á tímum borgarastyrjaldar- innar. Aðalpersóna sögunnar er Yuri Andreevich Zhivago. Hann er læknir, en auk þess skáld og bókmenntamaður. í lok sögunnar eru birt nokkur kvæði hans. Reynast þau öll vera trúarlegs eðlis og kalla stöðugt fram í hugann atburði þá, sem guðspjöllin skýra frá. Virðist svo sem sagan byggist á djúpstæðri, trúarlegri reynslu höfundarins. íslendingar þekkja að sjálfsögðu lítið sem ekki til Boris Pasternaks, en marga mun fýsa að vita á honum einhver deili. Það vill svo vel til að hinn kunni ítalski rithöfundur, Alberto Moravia, hefur fyrir skömmu síðan ritað greinarkorn, sem fjallar um heimsókn hans til Pasternaks fyrir tæpum tveim- ur árum. „Það var í maímánuði árið 1956“, segir Moravia. „Heimsókn minni til Sovétríkjanna var að Ijúka. Kvöldið áður en ég hélt á brott frá Rússlandi, heimsótti ég Boris Pastemak á sveitaheimili hans, sem stendur hér um bil 40 mílur fyrir utan Moskvu. Ég hafði verið varaður við þvi að Pasternak væri heldur þurr á manninn og ekki gefinn fyrir gestakomur. En þvert á móti tók hann á móti mér af mikilli kurteisi og vinsemd. Er mig bar að garði kom hann niður garðstiginn,, tók hlýlega í hönd mér og leiddi mig við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.