Félagsbréf - 01.04.1958, Blaðsíða 51

Félagsbréf - 01.04.1958, Blaðsíða 51
FÉLAGSBRÉF 39 þá finnur hann sér til ævarandi skelfingar, að hann stendur dýpri rótum en hann ætlaði í þeirri þjóðfélagsstétt, sem hann reis öndverður gegn, en óbeit hans og óánægja minnkar ekki við það. Hér er harmleikurinn falinn — eða réttara sagt — harmleikurinn tekur við, þar sem Gauksklukkan endar, því að við fáum hugboð um, að Stefán muni ekki framar líta glaðan dag eftir þau þungu spor, sem hann stígur á stofugólfinu heima hjá sér í loka- atriðinu. Að mínu viti er rangt að skipa Gauksklukkunni í flokk með harmleikjum, eins og sumir hafa gert, því að það væri sanni nær að kalla hann átakan- legan gamanleik (þ. e. pathetic comedy), sem sver sig mjög í ætt við leikrit Williams Inge, höfundar Komdu aftur, Sheba litla, og Skógarferðarinnar, sem Stjörnubíó sýnir þessa dagana. Ekki svo að skilja að Agnar hafi farið á fjörur í landareign Williams og tínt þar upp sitt hvað. Öðru nær. En svip- aður andi og listviðhorf einkenna verk þeirra beggja. Hjá þeim er að finna áþekkan tvísöng alvöru og gamans. Aðalpersónur í verkum þeirra eru ekki harmsögulegar hetjur eins og við þekkjum þær úr klassískum leikritum, enda hafa flest nútímaskáld snúið baki við klassískum hetjumogharmatölumþeiria. Lítilmagnar, hversdagsmenn og óþekktir hennenn hafa hafið upp raust sína og steypt þeim af stóli, og nægir að nefna Willy Loman, Jimmy Porter, kennarann í Brovvningþýðingunni og flestar, ef ekki allar, aðalpersónur i leikritum Tennessee Williams því til sönnunar. Einkennilegt að leikdómaii Þjóðviljans skuli fetta fingur út í það, en hann segir að persónur Gauks- klukkunnar séu „öllum öðrum auðvirðilegri, sumar illa innrættar, aðrai furðulega lítið gefnar". Þetta er vægast sagt allforvitnilegur mælikvarði á bókmenntir, og mér er spurn, hvað sami maður mundi segja um innræti Medeu, I. Jagos og Rikharðs þriðja eða um gáfur herra Jourdains í Bourgeois Gentilhomme eða þá gáfur don Quijotes. Eftir því að dæma kæmist hann varla hjá því að reikna höfundum þessara verka eiginleika ofangreindia persóna til talsverðrar skuldar. En hvað sem þessu athyglisverða listmati líður, er engin persóna leiksins verulega illa innrætt, þótt gáfur þeina seu að vísu nokkuð misjafnar. Er höfundum ekki lengur heimilt að gefa per- sónum sínum það innræti og þær gáfur, sem bezt þykir henta hverju sinm. Spurningin er ekki, hvort leik- eða sögupersónur séu illa innrættai eða. liti gefnar, heldur hvort tekizt hafi að gera þær lifandi og sannar og sjál um sér samkvæmar í hvívetna. Ummæli þessa leikdómara um Gaukskluk una hafa verið gerð hér að umtalsefni, vegna þess að langt er síðan að jafn ,iot fsernislegur og forsendasnauður dómur hefur sézt í blöðum bæjarins, sem eru þó ýmsu vön í þeim efnum og ekki sem vöndust að virðingu sinni, en vonandi bætir maðurinn ráð sitt fyrir næstu frumsýningu. Það sem helzt má finna að Gauksklukkunni verður nú lítillega rætt. Þótt hún sé á löngum köflum alvarleg að efni, gætir þar víða gamans. Þetta gaman er oft góðlátlegt, en mætti gjarnan vera ögn grárra og bitrara 1 sumum atriðum, því að það hæfði betur átakanlegum gamanleik sem þessum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.