Félagsbréf - 01.04.1958, Blaðsíða 18

Félagsbréf - 01.04.1958, Blaðsíða 18
6 FÉLAGSBRÉF Fyrsta mánaðarli«kin. Fyrsta mánaðarbók Almenna bókafélagsins, Sjávarföll eftir Jón Dan, á sjálfsagt eftir að vekja veröskuldaða athygli. Höfund- ur hennar hefiur þegar getið sér góöan oröstír fyrir smásagna- gerð, en þetta er lengsta saga hans til þessa. Hér er að vísu hvorki um að ræða sagnabálk né ævisögu, en hvort tveggja virðist vinsælt lesefni vor á meðal í dag. Þetta er mynd eins dags í ævi ungs manns, Þorra að nafni, 16 tíma við- burðaríkt stríð hans fyrir því að vera maður og um leið daglangur lcafli úr langrí ævi tveggja sveitabæja í litlu byggðarlagi við sjó. Fólkið á þessum bæjum er nútímafólk, dregið skýrum dráttum. Þorri er eins og margir ungir menn gerast í dag, ör, tápmikill, breyzkur. En byggðarlagið er að fara í súginn, fólkið að missa fótfestu, því að á baksviðinu er gullkvörnin mikla, í þetta sinn Völlurínn, sem malar og malar og grefur og grefur, — malar í botnlausa hít fégræðginnar, grefur undan jafnvæginu í sálum fólksins og sveitinni laUrí — unz sjórínn hirðir kannski leifamar. Barátta Þorra er því tvíþætt: fyrir eigin manndómi og fyrír framtíð byggðarlagsins, — og þó ávallt gegn hinu sama, gu.ll- kvörninni, hvort sem hún birtist í mynd þröngsýns 'tengdaföður eða stráka í jeppa. Og endirinn verður sem horfir. Hér eru vandamál samtímans tekin alvarlegum og föstum tök- um. Jón Dan kemur til dyra eins og hann er klæddur og hjúpar ekki verk sín þoku. Fólk hans er alþýðufólk og still hans mildwr og tilgerðarlœus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.