Félagsbréf - 01.04.1958, Blaðsíða 50

Félagsbréf - 01.04.1958, Blaðsíða 50
38 FÉLAGSBRÉF Um leik karlmannanna er flest gott að segja, því að leikur þeirra er gallaminni og heilsteyptari en kvennanna. Gísli Halldórsson leysir tvíþætt hlutverk vel af hendi, þótt hann leiki að vísu af dýpri sannfæringu og ein- lægari innlifun inni á heimili sínu en utan þess. Jón Sigurbjörnsson lýsir bjartsýnum og lífsglöðum efnishyggjumanni á sérlega minnisstæðan og fjör- legan hátt. Gauksklukkan eftir Agnar Þóröarson. Þjóðleikhúsið. Leikstjóri Lárus Pálsson. Gauksklukkan fjallar um lífsleiðan en hjartahreinan meðalmann, sem gerir tilraun til að forðast andlega kyrrstöðu og hrörnun, eða sína eigin „stagna- tion“ með öðrum orðum. En hvert getur meðalmaður flúið? Hvar getur hann fundið athvarf nema helzt í draumum og blekkingum? Hugarórar Stef- áns, bankaritara, snúast mest um fagrar listir og listamenn, sem geta leyft sér þann munað að lifa í sátt við sinn innri og sannari mann. I augum Stef- áns verður Ármann, aldavinur hans, ímynd hins sanna listamanns og frjálsa einstaklings, sem ekki hefur drýgt þá höfuðsynd að svíkja sjálfan sig, og hefur ætíð verið hugsjónum sínum trúr. Hér er aðeins um trú og álit Stefáns á verðleikum Ármanns og gáfum að ræða. Álit, sem öðrum kann að koma einkennilega fyrir sjónir. Annars kemur hvergi fram í sjónleiknum sjálfum, að Ármann sé ósannur listamaður og ekki heldur hitt, að hann sé efni í tónsnilling. Höfundurinn leggur engan dóm á það og liggur þetta atriði því alveg á milli hluta, þess vegna er það ef til vill fullfast að orði kveðið, að Ármann sé „alger kjáni, ræfill og til einskis nýtur“ eins og það var orðað í blaði einu, sem hefur ekki beinlínis orð á sér fyrir borgaralegt mat á mönnum og málefnum. Hins vegar er ekki fráleitt að álíta, að lífsleiði Stefáns og óyndi magni að vissu marki listgáfur Ármanns fyrir honum og gylli. Bankaritarinn er fulltrúi fyrir þá menn, sem reyna að losna úr klafa hjónabands, starfs og stéttar og leggja á dulbúinn flótta frá sjálfum sér, lífinu og óþægindum þess. Þetta er algengara fyrirbæri en margur púrítani skyldi ætla, því að enn sem komið er, hvað svo sem gæfurík framtíð geymir í skauti sér, er veröldin full af vonsviknu fólki, sem unir ekki hlutskipti sínu og lætur sig dreyma um betra og fullkomnara lif. Samúð skilningsgóðra áhorfenda með örlögum Stefáns var bæði ótvíræð og augljós kvöldið, sem Gauksklukkan var frumsýnd. Ástæðan fyrir því að Stefán snýr aftur til þess lífs, sem honum finnst í rauninni bæði ósatt og ömurlegt, er einmitt sú, að það, sem hann hugði vera hæli frá smáborgaramennsku og hversdagsleik, reyndist svikhæli. Undir lokin, þegar hann sér Ármann fyrst í öðru ljósi en áður, ekki endilega réttu Ijósi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.