Félagsbréf - 01.04.1958, Qupperneq 18

Félagsbréf - 01.04.1958, Qupperneq 18
6 FÉLAGSBRÉF Fyrsta mánaðarli«kin. Fyrsta mánaðarbók Almenna bókafélagsins, Sjávarföll eftir Jón Dan, á sjálfsagt eftir að vekja veröskuldaða athygli. Höfund- ur hennar hefiur þegar getið sér góöan oröstír fyrir smásagna- gerð, en þetta er lengsta saga hans til þessa. Hér er að vísu hvorki um að ræða sagnabálk né ævisögu, en hvort tveggja virðist vinsælt lesefni vor á meðal í dag. Þetta er mynd eins dags í ævi ungs manns, Þorra að nafni, 16 tíma við- burðaríkt stríð hans fyrir því að vera maður og um leið daglangur lcafli úr langrí ævi tveggja sveitabæja í litlu byggðarlagi við sjó. Fólkið á þessum bæjum er nútímafólk, dregið skýrum dráttum. Þorri er eins og margir ungir menn gerast í dag, ör, tápmikill, breyzkur. En byggðarlagið er að fara í súginn, fólkið að missa fótfestu, því að á baksviðinu er gullkvörnin mikla, í þetta sinn Völlurínn, sem malar og malar og grefur og grefur, — malar í botnlausa hít fégræðginnar, grefur undan jafnvæginu í sálum fólksins og sveitinni laUrí — unz sjórínn hirðir kannski leifamar. Barátta Þorra er því tvíþætt: fyrir eigin manndómi og fyrír framtíð byggðarlagsins, — og þó ávallt gegn hinu sama, gu.ll- kvörninni, hvort sem hún birtist í mynd þröngsýns 'tengdaföður eða stráka í jeppa. Og endirinn verður sem horfir. Hér eru vandamál samtímans tekin alvarlegum og föstum tök- um. Jón Dan kemur til dyra eins og hann er klæddur og hjúpar ekki verk sín þoku. Fólk hans er alþýðufólk og still hans mildwr og tilgerðarlœus.

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.