Félagsbréf - 01.04.1958, Qupperneq 32

Félagsbréf - 01.04.1958, Qupperneq 32
20 FEBAGSBREP Jón Óskar er sérkennilegt skáld, Jiótt honuxn séu að vísu niislagðar hendur einsog fleiri. í beztu ljóðum sínum beitir hann stíltækni sem sker þau úr Ijóðum annarra ungskálda. Mörg þeirra minna mann einna lielzt á særingar eða töfraþulur þarsem endurtekning ákveðinna orða og hljóða skiptir meginmáli. Þetta getur orðið mjög álirifaríkl í liönd- um kunnáttumanna, og ósjaldan gæðir þetta ljóð Jóns Óskars sér- kennilegum töfrum. Margar myndir hans eru líka minnisstæðar einsog eftirfarandi dæmi sýna. Þau eru tekin úr ljóðabókinni „Skrifað í vind- inn“, en annað ljóðasafn lians er nú í prentun: „Og rödd J)ín geymist inni í mér dimm eins og liár þitt“. Og „Þó mjöllin rjúki og veturinn kreppi hnefann og hristi úfinn kollinn til að skelfa mig og öll mannúð virSist lokuð inni í þeim kreppta hnefa þá mnn ég samt ekki gefa upp alla von .. .“ Og „... Lcngi hlógu í fylgsni sínu nokkrir galdrabræður sein kumpánlcga snæddu ótta fólksins og drukku örbirgð þess í gullnum köiinum sem steyptar voru úr tárasalti lýðsins". Benda má ennfremur á ljóðið „Næturvín“ sem er sérkennilega mynd- rænt, en of langt til að fara með það hér, og að lokum þessa máttugu Ijóðlínu: „... á veginum er grár skriðdreki hlaðinn hatri til lífsins". Hannes Pétursson hefur sem verðugt er lilotið mikið lof fyrir ljóð sín, þótt hann standi mörgurn skáldbræðrum sínum ekki framar í öðru en því að honum er mjög létt um að yrkja og ljóð hans eru undan- tekningarlítið vel unnin. Hannes er gæddur ríku söguskyni og hefur sérkennilegt vald á að endurlífga söguna í verkum sínum. Hannes Sig- fússon gerir hið sama, en á miklu óbeinni hátt. Hannes Pétursson er í eðli sínu mjög rómantískt skáld; hann á auðvelt með að leika sér að andstæðum og gefa þeim víðtæka merkingu. Myndsköpun hans er ekki sérlega nýstárleg; hann bregður sjaldan upp þessum leiftrandi

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.