Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 14
10
FELAGSBREF
Sé litið á skáldsagnaritun sem listrænt starf, má segja að oft sé
hún list, sem fjalli um list. Samliliða breiðri frásögn af einstakling-
um og liópum á lireyfingu, að starfi og í stríði og í félagslegu umróti,
er söguefni, sem varðar listsköpunina. Hafi skáldsagnahöfundurinn
til þess hneigð og hæfileika, getur liann liöndlað spegilmynd af lista-
manninum í vanda hans, -— myndina af því livernig list verður til
úr lífi, livernig líf breytist í list. Baráttan fyrir listina, fyrir list-
sköpun, andstaðan gegn listinni er einatt mannlegur harmleikur eða
sjónleikur í miðju menningar okkar, þeirrar menningar, sem er svo
menguð kvölum. Listin getur verið sigur á óttanum, verið yfirstig-
inn ótti. Það má hugsa sér þá mynd, að friðurinn og hamingjan
þræði berfætt mjóan stíg milli glerbrota. Þannig er því ef til vill
farið, þegar skáldsagnahöfundurinn skrifar um það, hvemig verk
hans sjálfs liefur orðið til, þegar hann leitar skýringar, jafnvægis
og öryggis í lífinu.
Franski gagnrýnandinn Albert Thibaudet sagði eitt sinn, að hver
skrifandi maður gæti skrifað að minnsta kosti eina skáldsögu, sög-
una um sjálfan sig.
Ég skal ekki ræða þá staðhæfingu nánar, en ég er sannfærður um
að í henni býr nokkur sannleikur. Það, sem við munum, er fyrst
og fremst það, sem við höfum sjálfir lifað, og það eru þessar minn-
ingar, sem við leitumst við að tjá, segja frá og túlka. Og fyrir skáld-
sagnahöfundinn eins og aðra felur þetta einnig í sér bókmennta-
og listreynslu lians, óneitanlega tilheyrir liún mannlífinu. Hún lijálpar
til þess að hvessa sjónina, beina henni yfir persónulega erfiðleika
höfundarins sjálfs. Hún er lijálpartæki til að afla meiri þekkingar á
tilverunni og stuðlar að því að bægja sjálfsaumkuninni frá.
Ég efa ekki, að það er oft nauðsynlegt skáldsagnahöfundi að kenna
í brjósti um sjálfan sig, eða, segjum heldur að það sé honum óhjá-
kvæmileg örvun. En þetta er einnig gildra. Með því að liafa liugboð
um þessa gildru, með því að gefa gætur að sjálfum sér og liafa þá
hliðsjón af reynslu annarra eða með því að leiða fyrir augu sögu
lista og bókmennta getur höfundurinn forðazt að falla of djúpt í
þessa gröf. Hann getur þynnt sjálfsaumkunina með þekkingu, þegar
hann skrifar um sjálfan sig, en það gerir hann raunar oftast beint
eða óbeint. Hann getur náð jafnvægi milli þess hluta persónunnar,