Félagsbréf - 01.07.1958, Side 29
PÉLAGSBRÉF
25
niiðaði á hóp farfugla, sem flaug fram hjá yfir liöfði þeim. Þegar
í stað féllu fimm fuglar niður úr hinum bláa liimni.
Gamli maðurinn brosti vorkunnsamlega og sagði: „En minn kæri
herra, þetta er ekki annað en að skjóta með ör og boga. Hafið þér
ekki enn lært að skjóta án þess að skjóta? Komið með mér“.
Chi Chang varð gramur yfir því að liafa ekki tekizt að vekja
aðdáun gamla einsetumannsins og fylgdi honum þegjandi fram á
brún á liengiflugi miklu, um tvö hundruð skref frá hellinum. Þegar
hann leit niður, þá hélt hann, að hann lilyti að vera kominn að
hinum mikla vegg, þrjú þúsund álna háum, sem Chang Tsai segir
frá. Langt fyrir neðan sá liann fjallalæk, sem bugðaðist eins og glitr-
andi þráður eftir klettunum. Svo var eins og allt rynni út í eitt
fyrir augum hans, og hann fór að svima. En á meðan liljóp meist-
ari Kan Jing léttilega upp á mjóa syllu, sem skagaði fram yfir liengi-
flugið, sneri sér við og sagði: „Sýnið mér nú, liversu mikil leikni
yðar er. Komið þangað sem ég stend, og sýnið mér boglist yðar“.
Chi Chang var of stoltur til að verða ekki við þessari áskorun,
og án þess að hika auknablik gerði liann sem gamli maðurinn bauð.
En liann var ekki fyrr kominn upp á sylluna en liann tók að riða
til og frá. Clii Cliang gerði sér upp hugrekki, sem liann vissulega
átti ekki til, tók boga sinn og reyndi með titrandi liöndum að leggja
ör á streng. Rétt í því valt steinn fram af syllunni og féll þúsundir
feta gegnum loftið. Chi Chang fylgdi honum með augunum og fann,
að liann var að missa jafnvægið. Hann lagðist niður á sylluna og
hélt sér dauðahaldi í brúnina. Fætur hans skulfu, og svitinn bogaði
af honum í lækjum.
Gamli maðurinn hló, rétti Chi Chang höndina og hjálpaði hon-
um niður af syllunni. Svo hljóp liann þangað upp sjálfur og sagði:
„Leyfið mér, herra, að sýna yður hvað bogfimi er í raun og veru“.
Þó að Chi Chang hefði ákafan hjartslátt og væri náfölur, þá var
hann samt nógu atliugull til að veita því eftirtekt, að meistarinn
var með tvær hendur tómar.
„Hvernig er með bogann yðar?“ spurði liann dimmri röddu.
„Bogann minn?“ sagði gamli maðurinn. „Bogann minn?“ endur-
tók hann hlæjandi. „Þeir, sem þurfa boga og ör, eru aðeins byrj-
endur í listinni. Sá, sem er orðinn sannur listamaður, leggur til liliðar
bæði ör og boga“.
Beint yfir liöfði þeirra sveimaði gleða uppi í loftinu. Einsetumað-