Félagsbréf - 01.07.1958, Qupperneq 41

Félagsbréf - 01.07.1958, Qupperneq 41
BÆKUR HEIMURINN OKKAR. Saga veraldar í máli og myndum. Þýðandi Hjörtur Halldórsson, menntaskólakennari. Bókin er 300 bls. í mjög stóru broti með 363 myndum, þar af 298 lit- myndum, og er margt heilsiðu- mynda. Setningu og prentun lesmáls annaðist J. H. Schultz, Kaupmannahöfn, en Siid- deutsche Verlagsanstalt und Druckerei, Ludwigsburg, sá um prentun mynda. Útgef- andi: Almenna bókafélagið, Reykjavík. Útgáfuár 1957. NDA þótt við íslendingar gefum árlega út bækur í tugatali, þá er venjan sú, að fáar einar þessara bóka eru þess virði, að eyðandi sé tíma í lestur þeirra. Ég hygg það því umtalsverðan atburð í bókaheimi liðins árs, þegar Almenna bókafélag- ið réðst í útgáfu á bók eins og Heim- inum okkar, sem réttilega mætti kalla bók bókanna. Hún er í raun réttri heilt bókasafn, sem hægt er að lesa dag eftir dag og viku eftir viku án þess að láta sér leiðast. Hún er hand- bók um hina sýnilegu tilveru — gam- all og nýr fróðleikur um sigurverk ómælisgeimsins, en sér í lagi um þró- un jarðar og þess lífs, sem hún hefur borið á brjóstum sér frá fjærstu tímum. Bók þessi er þýdd og heitir á frummálinu: The World We Live in, þ. e. sá heimur, sem vér byggjum. Ég hygg, að það sé ekki ofmælt, þó ég segi, að naumast ein af hverjum þúsund mannverum þessarar jarðar, hafi gert sér far um að kynnast nokkuð til hlítar „þessum heimi“ — þeim jarðvegi, sem þær eru vaxnar úr. Við mennirnir lítum á okkur í dag sem herra jarðarinnar og erum það sennilega. En stjórnartími okkar hefur ekki verið langur. Fyrir milljón árum var ekki þumlungur lands í okkar eigu. Þá voru það spendýrin, sem réðu ríkjum, en þau komu á eftir hinu ægilega einveldi skriðdýr- anna. Þannig hefur háþróun hvers tímabils jarðsögunnar ráðið yfir þessari jörð frá örófi alda. Er þá ekki líklegt, að framtíðin beri í skauti sínu nýjar verur af nýrri gerð, sem taki völdin í sínar hendur að lokinni háþróun nútímamannsins. Það getur ekki hjá því farið, að við verðum okkur þess meðvitandi við lestur bókarinnar Heimsins okkar, hve smá og vanburða við erum í raun og veru, þegar við í huganum stönd- um andspænis hinum ægilegu bylt- ingum á sköpunarferli jarðar og þeám stórfengleik, er birzt hefur í hinum fjölþættu lífsgervum hennar. Og þar að auki er þessi margumtal- aða jörð ekkert annað en smásær depill meðal milljóna hnatta, sem þjóta um ómælisvíddir geimsins.

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.