Félagsbréf - 01.07.1958, Side 44
40
FELAGSBREF
þróun annarra dýra, sem á undan
lifðu, að honum er enn hvergi nærri
lokið. Örlög hanis eru hulin mistri
framtíðarinnar.
Nú skiptir um svið. f tveimur
næstu köflunum: Lífið í sjónum og
Kóralrif — eru nútímalífverur sjáv-
arins kynntar, og fær lesandinn að
heyra þar margt merkilegt, jafnt
um fágæt dýr sem algeng, útlit
þeirra og hátterni. Það er vissulega
sannmæli, að „margt býr í sjónum“,
og enn hvílir hula vanþekkingar yfir
mörgu, sem elur þar aldur sinn.
Hafið er jafnframt ómissandi forða-
búr mannanna bama, og allt það
sem um það er sagt og íbúa þess,
vekur hjá fólki óskipta hrifningu;
enda er ég þess fullviss, að umrædd-
ir kaflar munu finna óblandinn
hljómgrunn hjá lesendum.
Alls staðar er hafið morandi af
lífi, allt frá fjöruborði og niður á
10 km dýpi. Þær 20 þúsund tegundir
beinfiska, sem fundizt hafa, eru að-
eins lítið brot af þeim tegundagrúa
dýra, sem til er í sjónum. Auk hinna
algengu krossfiska og ígulkerja fær
lesandinn að kynnast hinum ski’aut-
legu sæfíflum, sem oft líta út sem
dýrlegustu blómkrónur. Hér er getið
sæhérans, sem spýtir bleki, svampa
með nálar, sem þeir stinga óvinina
með, og hinnar furðulegu skepnu,
sægúrkunnar, sem lætur sig ekki
muna um það að æla öllum innyfl-
unum og spýta þeim beint í fésið á
óvinunum. Og sá sem einu sinni hef-
ur augum litið dásemdir dýralífsins
á kóralrifjum hitabeltisins, gleymir
þeim aldrei. Litauðgi og fjölbreytni
haldast þar í hendur.
Næst koma kaflarnir um hinar
miklu andstæður: Land sólar og
auðnir norðurhjarans. A báðum stöð-
um: eyðimörkum heitu landanna og
heimskautalöndum norðursins heyja
lífverurnar sleitulausa baráttu fyrir
tilveru sinni — oft nærri vonlausa
baráttu. A liðnum öldum hefur nátt-
úran reynt að móta þær í samræmi
við hið ömurlega umhverfi, svo að
þeim tækist sem lengst að halda velli.
En hvað er að segja um jurta-
gróðurinn. I árdaga lífsins, þegar
fyrstu einfrumungarnir urðu til, er
tæplega hægt að tala um aðgrein-
ingu jurta og dýra, en fljótlega hef-
ur þó einhver verkaskipting átt sér
stað og orðið grundvöllur að tveim-
ur „ríkjum“, sem beint hafa þróun
sinni sitt í hvora átt og fjarlægzt æ
meir og meir, unz háþróun hryggdýr-
anna — maðurinn — stendur and-
spænis risafuru skógarins eða fífl-
inum í hlaðbrekkunni. En hvað sem
upphafinu líður, þá er eitt víst, að
jörðin hefði orðið lítt byggileg mönn-
um og dýrum án hin% græna gróðurs.
Tveir næstsíðustu kaflar bókar-
innar, sem fjalla um suðrænan og
norrænan trjágróður, eru skemmti-
lega skrifaðir og veita lesendunum
margs konar fróðleik, sem þeir hafa
ekki áður komizt í kynni við; má
þar tii nefna hið nána samlíf, sem
er á milli trjágróðursins og þeirra
dýra, er skógana byggja — samlífs,
sem ýmist leiðir til farsældar eða
tortímingar.
Og loks er kaflinn: Stjömugeimur-
inn. Stjörnuskoðun hefur heillað
margan manninn frá fyrstu tíð, og
snemma var farið að sjá í stjöm-
urnar og reyna að reikna út göngu
þeirra. En öll þekking í þeim efn-