Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 2
„Blaðið heitir Gestgjafinn – matur og vín,“ segir Sólveig Baldursdóttir, rit- stjóri Gestgjafans til átta ára. Hún furðar sig á íslenskum lögum um áfengisauglýsingar og finnst þau ekki nógu skýr. Hún bendir á misræmið sem felst í því að auglýsingarnar séu ólöglegar í íslenskum blöðum á með- an yfir okkur flæða erlend tímarit þar sem áfengi er mikið auglýst, auk þess sem það er gert á erlendum sjónvarps- stöðvum og á netinu. Handtekin og færð fyrir dóm Sólveigu hefur nú verið birt ákæra sem lögreglumaður færði henni í eigin persónu. Meðal ákæruliða er umfjöll- un um maltbjórinn Old Speckled Hen. „Þetta var frétt þar sem við sögðum frá því að þessi bjór væri kominn á mark- að,“ segir Sólveig. Auk þess var mælt með því að drekka bjórinn með til- teknum mat. Samkvæmt þessu virðist ekki aðeins ólöglegt að auglýsa áfengi heldur einnig að segja af því fréttir. Sólveig er einnig ákærð fyrir að aug- lýsa exótíska rjómalíkjörinn Amarula. „Við fjöllum reglulega um vín og erum þar að fræða lesendur okkar,“ segir hún. Í ákærunni segir: „Ef ákærða sæk- ir ekki þing má hún búast við að vera handtekin og færð fyrir dóm.“ Sólveigu finnst þetta heldur harkalegt: „Vín er auðvitað eitt af kryddunum sem við notum með matnum.“ Auglýst undir rós Sólveig stefnir á að mæta fyrir dóm enda vill hún síður vera færð þangað í járnum. „Auðvitað ber ég virðingu fyrir lögunum í landinu,“ segir hún en telur jafnframt að þau þarfnist endur- skoðunar þannig að skýrt sé hvað má og hvað ekki. Gestgjafinn – matur og vín á það nú sameiginlegt með tímaritunum Ísafold og Vikunni að umfjöllun í þeim hefur verið kærð á árinu. Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra segir það blasa við að lög- um um áfengisauglýsingar í íslenskum fjölmiðlum sé um margt áfátt. „Annars vegar er það augljóst vandamál að lög- in eru ekki virt og áfengi auglýst und- ir rós í öllum tegundum fjölmiðla. Ég ætla að setja af stað endurskoðun á þessum lögum með það að markmiði að reglur verði skýrari, þannig að þær verði virtar og eftir lögunum farið.“ Skert samkeppnisstaða Björgvin segir að það kæmi honum hins vegar ekki á óvart að niðurstaðan úr slíkri skoðun yrði að leyfa ætti einhverjar auglýsingar á áfengistegundum í fagtímarit- um ætluðum fullorðnum, þó að það yrði áfram bannað í ljósvaka- miðlum og dagblöðum. „Sanngirnisrök mæla með því að íslensk tímarit geti staðið jafnfæt- is erlendum tímaritum, en í dag hafa þau skerta samkeppnisstöðu,“ segir Björgvin. „Ég tel að það sé mögulegt án þess að við fórnum því markmiði að halda áfengisauglýsingum frá börnum og unglingum. Þannig má samræma sjónarmið um hömlur á auglýsing- um sem miðast við almenna dreifingu en sanngirni gætt gagnvart sérhæfðri tímaritaútgáfu sem er í samkeppni við erlenda aðila.“ Þetta helst föstudagur 12. október 20072 Fréttir DV - þessar fréttir bar hæst í vikunni DV sagði frá því að Yoko Ono, ekkja Johns Lennon, hefði komið til Íslands helgina áður ásamt Sean Lennon. Mæðginin komu til að vígja friðasúluna í Viðey á afmælisdegi Johns. Þá var sagt frá því að Olivia Harrison, ekkja George, væri einnig væntan- leg ásamt Bítlinum Ringo Starr. Óvissa var um komu Pauls McCartney en þegar upp var staðið mætti hann ekki til lands- ins. Athöfnin í Viðey þótti falleg en deilt var um gestalista þeirra rúmlega 200 sem fengu að vera viðstaddir. Mörgum þótti fram- hjá sér gengið við valið á listann. Um kvöldið var haldin veisla vegna viðburðarins þar sem fleiri fengu að koma. Yoko til íslands „Hugmyndin um það að vera góð- ur er einhvern veginn týnd. Í dag vilja flestir bara græða peninga og það gerir okkur ekki endilega góð,“ sagði Yoko Ono þegar hún var spurð að því hvað ylli henni áhyggjum. Yoko tendraði frið- arsúlu sína í Viðey í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Súlan var tendruð á afmælisdag Johns Lennon, 9. október. Hún mun lýsa upp úr nokkurs konar óskabrunni sem reistur hefur verið í Viðey, frá 9. október til 8. desember ár hvert, en þann dag árið 1980 var eigin- maður hennar John Lennon myrt- ur. Yoko hitti fjölþjóðlegt lið blaða- og fréttafólks í Listasafni Reykja- víkur í gærdag. Hún segir að hægt sé að koma friði á í heiminum, en til þess þurfi fólk að vera meðvitað um það og hugsa um frið. „Áhyggj- ur mínar beinast fyrst og fremst að ofbeldi og stríðsrekstri í veröldinni. Við getum breytt þessu og snúið þróuninni við,“ segir Yoko. Ringo kátur Ringo Starr, trommari Bítlanna, mætti til leiks í einkaþotu í gærdag. „Ég elska stóra ljósið,“ sagði Ringo um friðarsúluna við fréttamann Stöðvar 2 við komuna. „Ég fæ ekki nóg af því. Hvenær kemur Ringo- súlan?“ spurði Ringo. Hann er kominn hingað í fylgd Oliviu Harrison, ekkju Bítilsins George Harrison. Þegar Ringo var spurður út í fyrri heimsókn sína til Íslands sagðist hann hafa kom- ið fyrir mörgum árum. „Það er langt síðan. Ég kom á einhverja rokkhljómleika, reið hesti og datt af baki,“ sagði Ringo. „Við erum öll hér í afmælinu hans Johnnys,“ bætti hann við. Paul McCartney kom hins veg- ar ekki. Komu hans hafði verið spáð en engar frekari upplýsingar borist. Ringo taldi það ólíklegt að McCartney myndi láta sjá sig. Allir boðnir „Allir sem óska sér friðar í heiminum verða með okkur í kvöld. Fólk sem nú er í fangelsum og líður pyntingar og kvalir getur verið með okkur í anda. Allir geta verið með okkur. Við bjóðum öll- um,“ sagði Yoko Ono við blaða- menn þegar hún var spurð hvers vegna meðlimum í Samtökum hernaðarandstæðinga hefði ekki verið boðið að vera viðstaddir af- hjúpun friðarsúlunnar í Viðey í gærkvöldi. Svanhildur Konráðsdóttir frá Reykjavíkurborg svaraði því þá til að ekki hefði verið hægt að bjóða öllum að vera viðstöddum í Við- ey, fyrst og fremst vegna plássleys- is. „Það verður aldrei mjög vinsælt að takmarka aðgang að svona við- burðum. Þessu verður sjónvarpað beint og verður aðgengilegt á int- ernetinu,“ sagði Svanhildur. Töfralandið Ísland „Fyrir mitt leyti er þessi friðar- súla nóg. Það eru margir sem vilja gera eitthvað til að stuðla að heims- friði,“ segir Yoko Ono. Henni finnst fullsnemmt að segja til um það hvort fleiri friðarsúlur verði reistar í heiminum. Blaðamenn frá Japan, Bretlandi og Spáni voru forvitnir um staðarvalið og hvers vegna Ís- land hefði orðið fyrir valinu þegar hægt hefði verið að stinga súlunni niður hvar sem er í veröldinni. „Viskan kemur úr norðrinu. Ís- land er hreint og fallegt. Hér er hreint vatn og hrein raforka. Þess vegna varð ég að velja Ísland,“ sagði Yoko og varð tíðrætt um það hve töfrandi staður henni þykir Ís- land vera. Unga fólkið skynsamt Yoko segir yngri kynslóðirnar í dag vera skynsamari en hennar eigin kynslóð var á sjöunda ára- tugnum. „Það spruttu upp góðar hugmyndir á sjöunda áratugnum en þær urðu ekki allar að veruleika. Nú verðum við að læra af mistök- um fyrri kynslóða,“ sagði Yoko á fundinum. „Við höfum betri tækifæri í dag til þess að stuðla að heimsfriði. Netið og önnur þróun í samskipt- um hefur hjálpað okkur mikið áleiðis. Við þurfum óhjákvæmilega að leggja eitthvað af mörkum ef friður í heiminum á að verða að veruleika.“ Hún segir mörg börn í veröld- inni verða fyrir hugarangri vegna stríðsreksturs og átaka. „Það er margt sem börnin geta gert til þess að stuðla að friði. Þau geta hugsað um frið, það er nóg,“ sagði Yoko. miðvikudagur 10. október 200710 Fréttir DV ALLIR SEM ÓSKA FRIÐAR ERU MEÐ SigTRyggUR ARi jóhAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is yoko og Sean í Viðey ekkja og sonur Johns Lennon voru mætt. Yoko segir John Lennon vera ánægðan með súluna. „Í dag vilja flestir bara græða peninga og það gerir okkur ekki endilega góð.“ DV sagði frá því á þriðjudag að ógæfu- maður var barinn til bana í fjölbýlishúsi á Hringbraut 121. Ná- granni mannsins var handtekinn, grunaður um verknaðinn. Harmleikurinn hafði átt sér langan aðdrag- anda og deilur og ófriður hafði verið í húsinu. Ástandið í hús- inu var til umfjöllunar í DV í september. Til stóð að bera út fórnarlambið en ekki hafði orðið af því. Borgþór hafði liðið miklar sálarkvalir áður en harmleikurinn varð. Hann hafði lýst því að hann lang- aði til að deyja. Kerfið brást manninum og hann féll fyrir hendi annars ógæfumanns. Morð í reYkjavík erfiður nágranni barinn til bana ógæfumaður barinn til bana á heimili sínu við hr ingbraut: F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð þriðjudagur 9. október 2007 dag blaðið vísir 161. tbl. – 97. árg. – ve rð kr. 235 FRÉTTIR nágrannar mannsins sem lést eftir barsmíðar á he imili sínu við Hringbraut höfðu lengi kvartað undan hávaða og látum. félagsbústaðir reyndu að fá borgþór borinn út fyrir skemmstu en tókst ekki. Maðurinn var í óreglu og illa á sig kom inn. „Ég vildi gjarnan hjálpa honum en vissi ekki hvað ég gat gert,“ segir georg Viðar björnsson húsvörður. Sjá bls. 2. >> Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjá lfari kvenna í fótbolta, er í þjálfaranámi með Ro y Keane. Að loknu námi verður hann mennt- aðasti starfandi þjálfari í landinu, kominn með UEFA-PRO gráðuna. Eini Íslendingurin n sem er með hana í dag er Teitur Þórðarson . Hálfgert trúboð >> „Ég er svo sannarlega forfallinn aðdáandi og búinn að vera það í þó nokkurn tíma,“ segir Þröstur Helgason. Hann hefur skrifað bók um tónlistar- manninn Tom Waits sem hann birtir endurgjaldslaust á heimasíðu sinni. Hann segir skrifin hálfgert trúboð. í námi með roy keane >> Ólöf Ósk Erlendsdóttir, sem kærði Guðmund Jónsson í Byrginu fyrir kynferðisbrot og sætir nú ákæru fyrir að kefla og pynta mann, er farin að hjálpa til í sunnudaga- skóla. Hún lýsti sig seka í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær af ákæru um húsbrot ásamt fjórum öðrum. Snúa bökuM SaMan SjálfStæðiSMenn bundu enda á deilur Sínar uM reykjaVik energy inVeSt og ákVáðu að Selja fÉlagið. borgarfulltrúarnir Sex SeM deildu á VilHjálM Þ. VilHjálMSSon borgarStjóra Hafa tekið Hann í Sátt. kauprÉttar- SaMningar Við StarfSMenn og Stjórnendur ollu Mikilli óánægju. dV birtir nöfn allra Þeirra SeM áttu uppHaflega að fá kauprÉtt. >> Tugir manna bíða við dyrnar á Góða hirðinum hvern dag eftir að búðin verði opnuð til að missa ekki af því nýjasta sem er í boði. DV tók nokkra nokkra þeirra sem stóðu í biðröðinni tali. bíða í röðuM Fólk Hjálpar til í kirkju 2 Meirihluti Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar- flokks var í hreinni krísu vegna aðildar Orkuveit- unnar að stofnun Reykja- vík Energy Invest. Toppar Orkuveitunnar og aðrir útvaldir áttu að fá kaupréttarsamninga sem námu allt að tugum milljóna króna. Almenningi ofbauð og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri fyrirskipaði að hætt yrði við hluta samninganna eftir að hans eigin borgarstjórnarflokk- ur gerði uppreisn. Borgarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokks, að borgar- stjóra undanskildum, áttu fundi með Geir H. Haarde formanni og Þorgerði Katrínu Gunnars- dóttur, varaformanni flokksins. Vilhjálmur lýsti trúnaðarbresti Hauks Leóssonar, stjórnarmanns Orkuveitunnar, og sagði að hann yrði rekinn úr stjórn. Borgarstjóri þóttist ekki hafa vitað um kaupréttarsamningana en dró síðan í land og hafði vitað um suma þeirra. uppnáM vegna orkuveitu mánudagur 8. október 20076 Fréttir DV Björn IngI og VI Björns Inga HrafnssonarVilhjálms Þ. Vilhjálmssonar Svandís Svavarsdóttir Borgarstjórn logar stafnanna á milli. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son borgarstjóri nýtur ekki trausts sinna eigin borgarfulltrúa sem eru slegnir yfir vinnubrögðum hans og Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs, þegar kemur að mál- efnum Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækis hennar, Reykjavík Energy Invest, REI. Báðir sitja þeir sem stjórnarmenn flokka sinna hjá Orkuveitunni og bera ábyrgð á þeim glundroða sem upp er kom- inn í borgarstjórninni. Minnihluti borgarstjórnar er einnig æfur yfir framkomu tví- menninganna. Fyrir utan Björn Inga og Vil- hjálm fengu aðrir borg- arfulltrú- ar lítið sem ekk- ert að vita um aðdraganda sameiningar REI og Geysis Green Energy fyrr en boðað var til kynningarfundar með skömmum fyrirvara. Á þeim fundi notaði minnihlutinn tækifærið og óskaði eftir ýmsum upplýsingum um sameininguna og starfsemi REI. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa þurft að leita til full- trúa minnihlutans eftir upplýs- ingum og eru verulega ósáttir við ákvörðun um sameininguna. Þeir hafa fundað stíft til að finna leiðir úr vandanum. Minnihlutinn vill að skoðaðar verði í þaula allar ákvarð- anir sem teknar hafa verið frá stofn- un REI og setja spurningarmerki við hvort Birni Inga og Vilhjálmi sé stætt að sitja áfram. Stórir karlar REI var stofnað í mars 2007 og er hugsað sem fjárfestingar- og út- rásararmur Orkuveitu Reykjavíkur. Skömmu síðar var þriggja manna stjórn skipuð og nefndarlaun ákvörðuð. Um það eru skiptar skoð- anir hvort opinbert fyrirtæki eigi að koma að áhætturekstri sem fram undan er hjá REI og ljóst að á næst- unni verða uppi háværar raddir um ógildingu sameiningarinnar eða sölu Orkuveitu Reykjavíkur á hlut sínum í fyrirtækinu. Vinstri grænir hafa meðal annars ákveðið að fara í málaferli vegna ólögmætrar fund- arboðunar og vilja þannig ógilda ákvörðun um sameininguna. Svandís Svavarsdóttir, borgar- fulltrúi vinstri grænna, hefur bent á tengsl sameiningarinnar við hlut- hafafund FL Group sem haldinn var fyrir helgi. Hún segir að líklega hafi afgreiðslu málsins verið flýtt í gegn til að auka virði hlutabréfa FL. „Villi og Björn Ingi voru í leik með almannafé til þess að þykjast vera stórir karlar meðal hinna ríku,“ seg- ir Svandís. Viðmælendur DV hafa einn- ig tengt fjárhagsstöðu Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, við flýtimeðferð málsins. Sam- kvæmt þeirri kenningu á Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, að hafa þrýst á Vil- hjálm borgarstjóra að flýta málinu til þess að laga fjárhagsstöðu Hann- esar gagnvart bankanum. Skammta sér og sínum Öll framkvæmdastjórn og sviðs- stjórar Orkuveitu Reykjavíkur voru TrauSTI HafSTeInSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Á þreföldum launum Borgarfulltrúa Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, er með þreföld laun almennra borgarfulltrúa. Hann hefur nærri 1.350 þúsund krónur á mánuði á með-an grunnlaun borgarfulltrúa eru 425 þúsund krón-ur. Viðbótina hlýtur hann fyrir formennsku í borg-arráði, formennsku í íþrótta- og tómstundaráði, formennsku hjá Faxaflóahöfnum og stjórnarsetu hjá Orkuveitu Reykjavíkur og REI, Reykjavík Energy In-vest. Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna telur ómögulegt fyrir einn mann að sinna öll-um þessum hlutverkum svo vel sé. Hún telur óeðli-legt hversu mörgum verkefnum hann hafi smurt á sig. „Mikilvægasta kjarnahlutverk borgarfulltrúa er að taka þátt í starfsemi fagráða borgarinnar. Björn Ingi nær ekki að sinna öllu því sem hann hefur á sín-um herðum, líkt og hann var kjörinn til að gera, af því að hann er svo upptekinn af því að vera meðal auðmannanna. Hann svíkst um í vinnunni á okkar kostnað,“ segir Svandís. Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylk-ingarinnar, tekur í sama streng og skilur illa hversu langt Björn Ingi hefur komist miðað við stuðn-ing kjósenda. Hún bendir á að honum fylgi flokk-ur manna sem flakki á milli verkefna fyrir tilstuðlan hans. „Það er mjög fáránlegt að Björn Ingi, sem hef-ur einhver 5 eða 6 prósent atkvæða í borginni, virð-ist vera með borgarstjórann í vasanum. Hann getur valsað inn í Orkuveituna og stofnað þar dótturfélög, sest síðan sjálfur í stjórn og skammtað sér laun til viðbótar við allt annað. Ef maður horfir á þetta blá-kalt er þetta eins siðlaust og hægt er,“ segir Sigrún Elsa. Aðspurð telur Svandís ljóst að forysta Fram-sóknarflokksins sé ekki ánægð með sinn mann hjá Reykjavíkurborg . Hún telur pólitískan frama Björns Inga í hættu. „Björn Ingi á sér yfir höfuð ekki marga viðhlæjendur innan Framsóknarflokksins og þó að hann haldi það að hann sé næsti formaður flokksins veit ég ekki um nokkurn mann sem vill verja hans framkomu í þessu máli. Þar er Björn Ingi á óvenju-lega lágu plani,“ segir Svandís. Ekki náðist Í Björn Inga við vinnslu fréttarinn-ar þar sem hann er staddur í Kína í boði Faxaflóa-hafna. „Ég veit ekki til þess að nokkur vilji þannig stjórn- völd sem leyni upplýsing- um, haldi ekki fundi, virði ekki fresti og taki ákvarð- anir í skjóli nætur.“ Björn Ingi Hrafnsson Formaður borgarráðs er sagður hafa skapað sér óvinsældir innan Framsóknarflokksins fyrir framgöngu sína í sameiningunni. umdeild sameining nokkur óánægja ríkir vegna sameiningar dótturfyrirtækis orkuveitunnar við einkafyrirtæki. Það er harðlega gagnrýnt að almenn-ingsfyrirtæki standi í áhættufjárfestingum. 3 Uppnámið vegna Orkuveitunnar varð til þess að menn tóku að velta fyrir sér öðrum möguleikum í stjórnarsamstarfi. For- svarsmenn vinstriflokkanna ræddu um að koma á nýjum Reykjavíkurlista. Innan Sjálf- stæðisflokks var vilji til að slíta meirihlutanum og taka upp samstarf við vinstri græna. Það voru fylgismenn Björns Bjarnasonar sem ákafast börðust fyrir þessu en þeir mættu harðri andstöðu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráð- herra og hans manna sem umfram allt vildu halda áfram núverandi samstarfi. Þannig var allt fast hjá Sjálfstæðisflokknum og Björn Ingi Hrafnsson virtist hafa öll spil á hendi. r-listi til uMræðu F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Fimmtudagur 11. október 2007 da gblaðið vísir 163. tbl. – 97. árg. – v erð kr. 235 >>Grétar Sigfinnur Sigurðsson, varnarmað ur úr Víkingi, er á leiðinni í KR, samkvæmt heimildum DV. Grétar er uppalinn KR-ingu r en hefur leikið með Víkingum og Val. Annar leikmaður á leið á heimaslóðir er Stefán Þór Þórðarson sem samdi í gær við Skagamenn til tveggja ára. aftur á heimaslóðir valdamenn í vinstriflokkum eygja stjórn allra ne ma sjálfstæðisflokks: >> „Þetta verkefni er alveg á fleygiferð,“ segir Þorfinnur Guðnason leikstjóri heimildarmyndarinnar Draumalandsins sem gerð er eftir bók Andra Snæs Magnasonar. Viðræður um að selja sýningarréttinn til útlanda standa yfir. draumalandið á klippiborðinu fólk >> Mun fleiri íbúðir hafa verið boðnar upp fyrstu níu mánuði ársins en síðustu ár. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir ástæðuna að finna í útlánagleði banka. rætt um nýjan r-lista heimili í ættu fréttir liggur við slysi >> Börnum í Efra-Breiðholti stafar hætta a f sundur- gröfnum stígum sem verktaki á vegum Ga gnaveitunnar, dótturfyrirtækis Orkuveitunnar, skildi eftir ófrágengna. Íbúar eru ósáttir við að ekkert hafi verið ge rt. fréttir sjálfstæðismenn eru óttaslegnir björn ingi hrafnsson getur staðið uppi með allt eða ekkert umboðsmaður alþingis krefst svara um lögm æti, verðmætamat og hæfi fulltrúa - sjá bls. 6 og 7 4 Ritstjóri Gestgjafans, Sólveig Baldursdóttir, hefur verið ákærð vegna birtingar áfengisauglýsinga. Lögreglumaður birti henni ákæruna á dögunum. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra vill endurskoða lög um auglýsingarnar. hitt málið RITSTJÓRA HÓTAÐ HANDTÖKU „Vín er auðvitað eitt af kryddunum sem við notum með matnum.“ ErlA HlynSdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Hótað handtöku sólveig baldursdóttir birti frétt um að nýr bjór væri kominn á markað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.