Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 22
Menning Föstudagur 12. október 200722 Menning DV Dimmalimm á pólsku Perla Guðmundar Thor- steinssonar, Sagan af Dimmal- imm, er nýlega komin út hjá Vöku-Helgafelli á fimm tungu- málum auk íslensku. Á ensku, frönsku, þýsku og dönsku kem- ur bókin út að nýju í glæsileg- um búningi en á fimmta tungu- málinu, pólsku, kemur bókin nú út í fyrsta sinn. Í öllum út- gáfunum er íslenski textinn jafnframt birtur í heild sinni. Eftir því sem menn best vita er Sagan af Dimmalimm fyrsta ís- lenska barnabókin sem kemur út á pólsku hérlendis. Dimmal- imm kom fyrst fyrir almenn- ingssjónir árið 1942 og hefur síðan verið meðal vinsælustu barnabóka hér á landi. bókmenntir Tilkynnt var í gær hver fær Nóbelsverðlaunin í bókmenntum: Doris Lessing fær Nóbelsverðlaunin Enski rithöfundurinn Doris Less- ing hlaut í gær Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Ein hennar frægasta bók, The Golden Notebook sem kom út árið 1962, er af mörgum fræði- mönn- um sögð klassík í femínískum bók- menntum. Sú saga hennar öðrum fremur er talin hafa gert Lessing að kandídat til Nóbelsverðlaunanna. Í rökstuðningi sænsku nóbelsaka- demíunnar segir að Lessing sé hetja hinnar kvenlegu reynslu sem hafi með tortryggni, eldmóði og krafti sjáandans sett tvískipta menningu undir mæliker. Lessing er fædd í Íran árið 1919 og vantar því einung- is tvö ár í nírætt. Hún bjó í Simbab- ve frá 1925 til 1949 en hennar fyrsta bók, The Grass is Singing, var gef- in út í London árið 1950, stuttu eftir að skáldkonan fluttist til Evrópu þar sem hún hefur búið alla tíð síðan. Af öðrum verkum hennar má nefna The Summer Before Dark og The Fifth Child. Lessing er enn að en hennar nýjasta bók, The Cleft, kom út á þessu ári. Nokkrar bóka hennar hafa verið þýddar á íslensku. Rithöfundarferli Lessing er gjarnan skipt í þrjú tímabil eft- ir þema verka hennar. Þetta eru kommúnistatímabilið (1944–56), sálfræðilega tímabilið (1956–69) og súfismatímabilið en af því leiddi svo það tímabil þar sem Lessing skrifar innan allra þessara þema og hefur gert til dagsins í dag. Auk þess hefur hún látið til sín taka í skrifum vísindaskáldsagna. Verðlaunaféð er tíu milljónir sænskar krónur, eða um 100 millj- ónir íslenskar. Verðlaunin verða af- hent í Stokkhólmi 10. desember. Sköpun heimsins Jenný Erla Guðmundsdóttir myndlistarmaður hefur gefið út sína fyrstu bók sem hefur hlotið nafnið Sköpun heims- ins – The Creation of the World – hugleiðsla í máli og mynd- um. Bókinni er ætlað að leiða lesandann inn í skemmtilegt andlegt ferðarlag um sköpun heimsins með sérvöldum vers- um úr Bíblíunni í hugleiðingu við glaðlega liti og form fjölda myndverka. Bókin er innbund- in í blátt eðalband með texta bæði á íslensku og ensku. Bók- in fæst í bókaverslunum og í Kirkjuhúsinu við Laugaveg. Hvernig næst afburðaár- angur? Hvaða aðgerðir og aðferð- ir eru líklegar til að stuðla að afburðaárangri í rekstri fyrirtækis eða stofnunar? Í bókinni Af- burðaárang- ur eftir Agn- esi Hólm Gunnars- dóttur og Helga Þór Ingason er leitast við að skapa yf- irsýn yfir nokkrar vel þekktar rannsóknir á þessu sviði, sem og nokkrar vinsælar stjórn- unaraðferðir. Leitast er við að finna snertifleti aðferð- anna og setja þá í samhengi við sameiginleg einkenni af- burðafyrirtækja, sem lesa má út úr rannsóknum. Háskóla- útgáfan gefur út. Síðustu sýningar Kolbeins Kolbeinn Ketilsson, sem fer með hlutverk Tenórsins/Bakkusar í óperunni Ariadne í Íslensku óperunni um þessar mundir, á aðeins eftir að syngja hlutverkið tvisvar sinnum í uppfærslunni: í kvöld og á sunnudagskvöldið. Fólk er hvatt til að láta Kolbein ekki framhjá sér fara en hann er einn af fremstu óperusöngvurum þjóðarinnar og starfar víða um heim við góðan orðstír. „Ég er að ná í lokakaflann af Gosa,“ segir Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson tónlistarmaður sem var staddur í Búlgaríu þegar blaðamað- ur náði tali af honum í fyrradag. „Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu leikur undir hjá okkur í sýningunni og ég er að ná í „the finale“. Ég bý til þessi undirspil með tölvusinfóníu fyrst sem er æft með þannig að það vita allir hvar þeir eiga að koma inn. En ég verð kominn með lokaútgáfuna fyrir æfinguna á morgun [í gær].“ Þorvaldur sér um tónlistina í þessum nýja fjölskyldusöngleik um spýtustrákinn Gosa sem frum- sýndur verður í Borgarleikhúsinu á morgun. Það er Karl Ágúst Úlfsson sem skrifaði leikritið upp úr ævin- týrinu þekkta og samdi hann líka alla lagatexta. „Ég samdi lögin við texta Karls Ágústs, sem hann var búinn að skrifa áður, en það er öf- ugt við það sem oftast er gert. Ég hef yfirleitt samið lögin og menn síð- an gert texta við þau eftir á. Þetta var mjög inspírerandi og skemmti- legt því Karl er einstaklega góður söngtextahöfundur. Við höfum ekki unnið beint saman áður, hann hef- ur gert einhverja texta við lög sem ég hef verið að vinna með, en við höfum lengi haft augastað hvor á öðrum.“ 80 manna sinfóníuhljómsveit Þorvaldur hefur séð um tón- listina í ófáum sýningum á Íslandi mörg undanfarin ár en hann segist ekki hafa notið liðsinnis erlendra tónlistarmanna í svona umfangs- miklum mæli áður. „Ég held að það sé einsdæmi hjá okkur að áttatíu manna sinfóníuhljómsveit sjái um undirspilið á svona sýningu. Þetta er skemmtileg tilbreyting og passar vel við heildarmynd sýningarinnar. Vytautas Narbutas er að gera alveg magnaða sviðsmynd fyrir þetta sem er mjög stór og djúp getum við sagt, hún er í mörgum víddum. Þá pass- ar mjög vel að lögin séu í svipuðum stærðarhlutföllum og ýmsum vídd- um.“ Þetta er fjórði söngleikurinn sem Þorvaldur semur tónlistina FÓLKIÐ aðalaðdráttaraflið Íslensk tónlist „Menn eru komnir í heimsklassa í þessu, enda ekkert skrítið því aðgengið að tónlist hefur verið miklu meira en hjá fyrri kynslóðum með tilkomu netsins. Framganga bjarkar og sigur rósar hefur líka verið afskaplega inspírerandi fyrir síðustu kynslóðir.“ Doris Lessing Fæddist í Íran en bjó nánast öll uppvaxtarárin í simbabve. DV-MYND ÁSGEIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.