Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 59
FRUMSÝNINGAR HELGARINNAR
The Kingdom
Mynd framleidd af Michael Mann og Peter
Berg leikstýrir. Sprengja springur á
viðkvæmu svæði í Sádi-Arabíu og allt
verður vitlaust. Pólitíkusar eru reiðir og allt
er á suðupunkti. Á meðan fer FBI-útsendar-
inn Ronald Fleury með einvalalið lögreglu-
manna og reynir að finna sprengjumanninn
áður en stríð brýst út. Toppmynd með þeim
Chris Cooper, Jamie Foxx og Jennifer
Garner í aðalhlutverkum.
IMDb: 7,5/10
Rottentomatoes: 53%
Metacritic: 56/100
The Brave One
Ung kona lendir í fólskulegri árás
þar sem ástmaður hennar er myrt-
ur. Til þess að takast á við málið
leggur hún í hefndarför, staðráðin
í að finna banamann kærastans.
Jodie Foster í banastuði.
IMDb: 7/10
Rottentomatoes: 45%
Metacritic: 63/100
Good Luck Chuck
Chuck er lukkunnar pamfíll, allar konur
þrá hann, en sagt er að konur finni hinn
eina sanna eftir að hafa sofið hjá Chuck.
Þegar Chuck svo kynnist stúlku sem hann
verður ástfanginn af vandast málin, en
Chuck vill ekki að stúlkan finni hinn eina
rétta, þar sem hann telur sig vera
manninn í verkið. Myndin naut mikilla
vinsælda vestanhafs.
IMDb: 5/10
Rottentomatoes: 3%
Metacritic: 19/100
Breyttur
maður
Babyshambles söngvarinn og
fyrverandi hennar Kate Moss, Pete
Doherty, er svo sannarlega að taka á
honum stóra sínum. Doherty, sem er
þekktastur fyrir sukk og svínarí, er
sagður vera allt annar maður.
Breytingarnar komu í kjölfar
sambands hans og núverandi
unnustu hans, Irinu Lazareanu.
Doherty og Lazareanu eru búin að
þekkjast í mörg ár og hafa gert tónlist
saman fyrir Babyshambles sem og
með Íslandsvininum Sean Lennon.
Unnusta hans, hún Lazareanu, hefur
greinilega góð áhrif á hann og nú
síðast sáust þau fá sér sunnudags-
morgunverð á tehúsinu The Polly
Tea Room í bænum Marlborough.
Algjör andstæða við krárnar og
skemmtistaðina í Austur-London.
Fljót að þessu
Ofurfyrirsætan Kate Moss er ekki
lengi ein og yfirgefin því það líður
varla mánuður á milli þess sem hún
skiptir um mann. Eins og flestir vita
er Moss, 33 ára, komin með mann í
stað Petes Doherty. Nýi maðurinn í
lífi Moss er Kills-drengurinn Jamie
Hince og segja vinir að þau geti varla
litið hvort af öðru. Dóttir Moss, Lila
Grace, átti fimm ára afmæli nú á
dögunum og var afmælið haldið
heima hjá þeim mæðgum í
Cotswolds. Fimm ára Lila Grace fékk
að hafa þemapartí og var þemað í
anda Bugsy Malone. Kate Moss má
eiga það að hún tekur ekki á
hlutunum með hangandi hendi.
Myndefni
skemmdist
Nauðsynlegt er að taka upp aftur
nokkur atriði nýjustu myndar Tom
Cruise, Valkyrie, eftir að hluti
myndefnisins
varð fyrir
skemmdum í
eftirvinnslunni.
Leikstjóri
myndarinnar,
Bryan Singer, og
framleiðendur
eyddu nokkrum
mánuðum í að
tala þýsk
stjórnvöld inn á
að leyfa myndatökur á hinum
sögufræga stað Berlínar, Bendle-
Block, en hluti af þeim tökum er á
meðal þess sem skemmdist.
Forsvarsmenn Valkyrie segja að þetta
muni þó ekki seinka frumsýningu
myndarinnar sem fjallar um
misheppnaða tilraun til að ráða Adolf
Hitler af dögum og afleiðingar þess.
FöSTUdAGUR 12. okTóBeR 2007DV Bíó 59
byggðar á tölvuleikjum
væntanlegar kvikmyndir
Í
kvöld er kvikmyndin Resident
Evil: Extinction sýnd, en myndin
fór beint á topp bandaríska vin-
sældalistans þegar hún var frum-
sýnd vestanhafs fyrr í haust. Kvik-
myndin er byggð á samnefndum
tölvuleik en undanfarið hafa æ fleiri kvi
k-
myndir verið gerðar eftir tölvuleikjum
. Í
vikunni varð þó uppi fótur og fit þegar ti
l-
kynnt var um að framleiðslu á kvikmynd
-
unum Halo og Gears of Wars væri hæt
t,
en báðar myndirnar eru byggðar á afa
r
farsælum tölvuleikjum. Áður hafa kvik
-
myndir á borð við Super Mario Broth
-
ers frá árinu 1993, Street Fighter frá árin
u
1994, Mortal Kombat frá 1995 og Doom
frá árinu 2005 allar átt mikilli velgengn
i
að fagna. DV fór á stúfana og athugað
i
hvaða kvikmyndir eru í vændum sem
byggjast á tölvuleikjum.
Nýlega var tilkynnt að ekki yrðu
gerðar kvik-
myndir eftir leikjunum Gears of War
og Halo. DV
fór á stúfana og komst að því að á næs
tu misserum
munu ýmsir tölvuleikir birtast á hvít
a tjaldinu.
Max Payne
Max Payne-leikirnir nutu gríðarlegra
vinsælda. Max þessi var rosalegur töff-
ari sem hikaði ekki við að skjóta fyrst og
sleppa því alveg að spyrja. kvikmynd
um kappann átti samkvæmt imdb.com
að koma út í ár, en útlit er fyrir að svo
verði ekki. Allar upplýsingar um mynd-
ina eru á huldu, en ljóst er að hver ein-
asti töffaraleikari færi létt með hlutverk
lögreglumannsins Payne.
væntanleg á næstu árum
area 51
Árið 2004 tilkynnti Paramount
að það hefði keypt kvikmynda-
réttinn að leiknum Area 51, en
það var áður en leikurinn sjálfur
kom út. Leikurinn fjallar um eth-
an Cole sem rannsakar dularfull-
an sjúkdóm sem brotist hefur
út á svæði 51, sem er talið vera
rannsóknarstöð Bandaríkjahers á
geimverum. Þar lendir hann svo
í voðalegum bardaga við geim-
verur. Það var david duchovny
sem ljáði ethan rödd sína og
verður gaman að sjá hvort leit-
að verði til hans fyrir hlutverk í
myndinni. Í leiknum mátti einnig
heyra rödd Marylin Manson, sem
myndi væntanlega sóma sér vel
sem geimvera.
væntanleg árið 2009
hitMan
Hitman-leikirnir eru frá-
bært efni í kvikmynd. dul-
arfullur leigumorðingi með
strikamerki á hausnum. Mynd-
in kemur út 21. 0 nóvember
og eru margir farnir að bíða.
Leikstjóri myndarinnar er hinn
franski Xavier Gens sem hef-
ur áður aðeins gert mynd-
ir í heimalandi sínu, en stefn-
ir á stórræði með þessa. Það
er Timothy olyphant sem fer
með aðalhlutverkið og er öll-
um þeim, sem hafa frekari
áhuga á myndinni, bent á að
sjá stiklu hennar, sem er rosa-
væntanleg árið 2007
Castlevania
Castlevania er frábært efni í kvikmynd.
Fjölskylda á miðöldum helgar líf sitt ba
r-
áttunni gegn drakúla og hans líkum. Fram
-
leiðsla á myndinni er hafin og er það Pau
l
W.S. Anderson sem skrifar handrit hennar e
n
Sylvain White leikstýrir. enn hefur ekki veri
ð
tilkynnt um leikara í myndinni, en hún verð
-
ur tekin upp í Suður-Afríku og í Rúmeníu
.
Myndin kemur út síðla árs 2008 eða snemm
a
árið 2009.
væntanleg árið 2009
Í